Innlent

25 ára gamall Íslendingur handtekinn í Taílandi

Valur Grettisson skrifar
Utanríkisráðuneytið staðfestir að maðurinn sé í haldi í Taílandi.
Utanríkisráðuneytið staðfestir að maðurinn sé í haldi í Taílandi.
25 ára gamall Íslendingur hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald í Taílandi vegna gruns um fíkniefnamisferli. Hann var handtekinn í Bankok, höfuðborg landsins, fyrir þremur dögum.

Utanríkisráðuneytið staðfestir að maðurinn hafi verið handtekinn en vill ekki tjá sig um málið að öðru leytinu til.

Að sögn aðstandanda mannsins gæti hann átt yfir höfði sér allt að 30 ára fangelsi verði hann fundinn sekur. Hann var handtekinn ásamt öðrum karlmanni sem er frá Ástralíu. Ástralinn var með amfetamín undir höndum en Íslendingurinn neitar sök alfarið.

Fíkniefnalöggjöfin í Taílandi er afar ströng og ein sú harðasta í heiminum. Þá er aðbúnaður í fangelsum landsins yfirleitt afar slæmur. Nánar verður fjallað um málið í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×