Vanhæfur saksóknari - vond ákæra Einar Steingrímsson skrifar 12. janúar 2011 06:00 Það er nöturlegt að í einu af fyrstu sakamálunum í kjölfar hrunsins, þar sem aðalmeðferð fer fram í næstu viku, eru það ekki hrunvaldar sem dregnir eru fyrir dóm heldur níu mótmælendur, ákærðir fyrir glæp sem aldrei var framinn. Lára V. Júlíusdóttir er settur saksóknari í Nímenningamálinu. Hún tók að sér starfið þótt hún hafi talsverð tengsl við Alþingi, sem er meintur brotaþoli. Lára sat á Alþingi (sem varamaður) á árunum 1987-90, og hún er kjörin af Alþingi sem formaður bankaráðs Seðlabankans. Lára skrifaði líka skrifstofustjóra Alþingis og "pantaði" kæru vegna húsbrots, því annars væri ekki hægt að ákæra fyrir það. Það er því fráleitt að segja að hún sé óháð Alþingi. Ef til vill veldur ofangreint ekki því að Lára sé sjálfkrafa vanhæf, en samkvæmt lögum er saksóknari vanhæfur ef "fyrir hendi eru önnur atvik eða aðstæður sem eru fallnar til þess að draga óhlutdrægni hans með réttu í efa." Þar sem hér er um ákaflega umdeilt mál að ræða var vanhugsað af Láru að taka það að sér; grunsemdirnar um að hún sé fyrirfram hliðholl öðrum málsaðila munu aldrei hverfa, og það mun veikja traust almennings á réttarkerfinu. Það bætir ekki úr skák að Lára ákvað, í trássi við niðurstöðu lögreglurannsóknar á málinu, að ákæra á grundvelli 100. greinar almennra hegningarlaga, sem fjallar um tilraunir til valdaráns, enda eru viðurlög að lágmarki eins árs fangelsi. Þessi ákæra er glórulaus, enda ljóst að ekkert slíkt vakti fyrir sakborningum, hvað þá að þeir hafi haft nokkra möguleika á að ógna "sjálfræði" Alþingis. Það er erfitt að sjá þessa ákæru sem annað en heiftarlega árás ríkisvaldsins á frelsi til mótmæla, enda er ákæran sjálf til þess fallin að hræða fólk frá því að neyta mótmælaréttar síns. Yrði sakfellt verður það eitt ljótasta dómsmorðið í íslenskri réttarsögu. Lára hefði aldrei átt að taka að sér saksókn í málinu vegna vanhæfis síns. Úr því sem komið er getur hún bara gert eitt til að forðast að setja ljótan blett á íslenska réttarkerfið, nefnilega að draga ákærurnar til baka. Geri hún það ekki mun þetta mál varpa ævarandi skugga á lögmannsheiður hennar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Það er nöturlegt að í einu af fyrstu sakamálunum í kjölfar hrunsins, þar sem aðalmeðferð fer fram í næstu viku, eru það ekki hrunvaldar sem dregnir eru fyrir dóm heldur níu mótmælendur, ákærðir fyrir glæp sem aldrei var framinn. Lára V. Júlíusdóttir er settur saksóknari í Nímenningamálinu. Hún tók að sér starfið þótt hún hafi talsverð tengsl við Alþingi, sem er meintur brotaþoli. Lára sat á Alþingi (sem varamaður) á árunum 1987-90, og hún er kjörin af Alþingi sem formaður bankaráðs Seðlabankans. Lára skrifaði líka skrifstofustjóra Alþingis og "pantaði" kæru vegna húsbrots, því annars væri ekki hægt að ákæra fyrir það. Það er því fráleitt að segja að hún sé óháð Alþingi. Ef til vill veldur ofangreint ekki því að Lára sé sjálfkrafa vanhæf, en samkvæmt lögum er saksóknari vanhæfur ef "fyrir hendi eru önnur atvik eða aðstæður sem eru fallnar til þess að draga óhlutdrægni hans með réttu í efa." Þar sem hér er um ákaflega umdeilt mál að ræða var vanhugsað af Láru að taka það að sér; grunsemdirnar um að hún sé fyrirfram hliðholl öðrum málsaðila munu aldrei hverfa, og það mun veikja traust almennings á réttarkerfinu. Það bætir ekki úr skák að Lára ákvað, í trássi við niðurstöðu lögreglurannsóknar á málinu, að ákæra á grundvelli 100. greinar almennra hegningarlaga, sem fjallar um tilraunir til valdaráns, enda eru viðurlög að lágmarki eins árs fangelsi. Þessi ákæra er glórulaus, enda ljóst að ekkert slíkt vakti fyrir sakborningum, hvað þá að þeir hafi haft nokkra möguleika á að ógna "sjálfræði" Alþingis. Það er erfitt að sjá þessa ákæru sem annað en heiftarlega árás ríkisvaldsins á frelsi til mótmæla, enda er ákæran sjálf til þess fallin að hræða fólk frá því að neyta mótmælaréttar síns. Yrði sakfellt verður það eitt ljótasta dómsmorðið í íslenskri réttarsögu. Lára hefði aldrei átt að taka að sér saksókn í málinu vegna vanhæfis síns. Úr því sem komið er getur hún bara gert eitt til að forðast að setja ljótan blett á íslenska réttarkerfið, nefnilega að draga ákærurnar til baka. Geri hún það ekki mun þetta mál varpa ævarandi skugga á lögmannsheiður hennar.
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun