Nýtt upphaf eða bara orð? 16. apríl 2011 10:30 Rannsóknarnefnd Alþingis gekk ákveðnum skrefum frá þinghúsinu í Iðnó þar sem hún, á fundi með blaðamönnum, opinberaði skýrslu sína um aðdraganda og orsakir falls bankanna. Nefndina skipuðu Páll Hreinsson, Tryggvi Gunnarsson og Sigríður Benediktsdóttir. Tveir starfsmenn Alþingis urðu þeim samferða. Skýrslan er mikil að vöxtum; síðurnar 2.000 í níu bindum vega tíu kíló. Mynd/Vilhelm Ár er liðið frá útkomu skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Margir biðu skýrslunnar með eftirvæntingu enda stóðu vonir til að hún myndi varpa ljósi á sannleikann um hrunið og marka upphaf nýs Íslands. Sólin skein í Reykjavík að morgni mánudagsins 12. apríl 2010 þegar rannsóknarnefnd Alþingis kom úr Skeifunni, þar sem hún hafðist við í lúinni skrifstofubyggingu í rúmt ár, til fundar við samfélagið. Spennan í loftinu fannst vel. Fátt hafði spurst um innihald skýrslunnar og fólk vissi ekki almennilega á hverju það mætti eiga von. Það eitt var víst að nefndin myndi bera sannleikann á borð líkt og Alþingi hafði falið henni að gera. Spurningin var hver þessi sannleikur væri. Eftir stutta athöfn í Alþingishúsinu hélt nefndin fund með blaðamönnum í Iðnó. Líklega hafa ekki fleiri blaðamenn verið saman komnir á einum fundi á Íslandi, nema kannski á aðalfundi Blaðamannafélagsins. KaflaskilSkýrslunni var almennt mjög vel tekið. Efnt var til umræðna um hana í þinginu, fáum klukkustundum eftir útkomu og þar sparaði fólk ekki stóru orðin. „Birting skýrslunnar boðar kaflaskil," sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra. „Hún er þungur áfellisdómur yfir stjórnkerfi, stjórnmálum, eftirlitsaðilum og fjármálastofnunum en um leið áskorun um heiðarlegt uppgjör, breyttar leikreglur í stjórnmálum og nýja og skýrari starfshætti í stjórnkerfinu." Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, lagði áherslu á að þingmenn hefðu sig upp úr skotgröfum stjórnmálanna og ynnu saman að því að draga sameiginlegan lærdóm af efni skýrslunnar, nýttu niðurstöðurnar á uppbyggilegan hátt með það að markmiði að endurreisa samfélagið og tryggðu að hrunið endurtæki sig ekki. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði skýrsluna ekki hafna yfir gagnrýni en ekki ætti að einblína á það heldur nýta tækifærið og læra af reynslunni. Sársaukafullt uppgjörBirgitta Jónsdóttir Hreyfingunni reri á önnur mið: „Þær upplýsingar sem koma fram í dag eru áfellisdómur fyrir þingið og stjórnsýslu landsins. Tengslin á milli viðskiptalífs og þingheims eru svo þéttofin að skömm er að. Það kemur því miður fram í skýrslunni að enginn vill axla ábyrgð, fólk bendir hvert á annað og virðist fyrirmunað að sjá þátt sinn í hrunadansinum sem hefur leitt mikla og óbærilega ógæfu yfir þjóðina. Það hlýtur að vera þeim fjölmörgu þingmönnum sem sjá nöfn sín samofin skýrslunni hvatning til að axla ábyrgð." Eftir að hafa þakkað rannsóknarnefndinni og siðfræðihópi hennar fyrir vel unnin störf sagði Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra þetta: „Nú hefst annar kafli og hann er ekki síður mikilvægur, að vinna úr þessum miklu gögnum og gera allt það sem gera þarf og gera verður til að uppgjörið verði heiðarlegt, málefnalegt, yfirvegað – en þó eins vægðarlaust og sársaukafullt og það því miður sýnist þurfa að verða til að standa undir nafni." Allir benda á aðraEn hver er niðurstaðan? Hver er sannleikurinn? Nefndin dregur margt fram. Margt klikkaði á árunum fyrir hrun. Það má eiginlega segja að allt hafi verið í rúst áður en bankarnir hrundu. Á næstu síðu er hlaupið yfir nokkrar af helstu niðurstöðum nefndarinnar. Það var náttúrlega ekki eitthvað eitt sem felldi bankana heldur samverkandi þættir. Og eins og Einar Már Guðmundsson rithöfundur rifjar upp er staðfest í skýrslunni að stjórnmálamennirnir bentu á bankamennina og bankamennirnir á stjórnmálamennina. Þannig er það enn. Fáir hafa gengist við ábyrgð. Hins vegar er ljóst að einhverjir munu þurfa að svara til saka fyrir gjörðir sínar í aðdraganda hrunsins. Sérstakur saksóknari er með þau mál á sinni könnu. Og þóEinn er þó sá maður sem hefur gengist við ábyrgð á sínum þætti hrunsins. Björgólfur Thor Björgólfsson fagnaði útkomu skýrslunnar, gekkst við því sem hann nefndi augljós mistök sín og baðst afsökunar. „Ég undirritaður, Björgólfur Thor Björgólfsson, bið alla Íslendinga afsökunar á mínum þætti í eigna- og skuldabólunni sem leiddi til hruns íslenska bankakerfisins. Ég bið ykkur afsökunar á andvaraleysi gagnvart þeim hættumerkjum sem hrönnuðust upp. Ég biðst afsökunar á að hafa ekki auðnast að fylgja hugboði mínu þegar ég þó kom auga á hættuna. Ég bið ykkur afsökunar," skrifaði Björgólfur tveimur dögum eftir útkomu skýrslunnar. Um leið gerði hann þó fyrirvara við ýmislegt sem kemur fram í henni og nú, ári síðar, er hann byrjaður að leiðrétta það sem hann segir augljósar villur, rangar ályktanir og hreinan uppspuna. Engin áhrif til góðsLíkt og viðskiptin tekur Björgólfur skýrsluna föstum tökum. „Ég, eins og flestir aðrir, batt vonir við að skýrslan myndi marka nýtt upphaf og veita þjóðinni nauðsynlega viðspyrnu… Því miður hefur mér ekki orðið að ósk minni. Skýrslan hefur enn engin áhrif haft til góðs á íslenskt samfélag," skrifar hann og kveðst mjög ósáttur við vinnubrögð rannsóknarnefndarinnar. Þótt hans sé víða getið hafi hann ekki verið kallaður fyrir nefndina. Hyggst hann hrekja margt í skýrslunni á vef sínum btb.is á næstunni. Annar ósáttur er Davíð Oddsson. Hann varð ber að vanrækslu í starfi sínu í Seðlabankanum, að mati nefndarinnar, en sjálfur vísar hann því á bug. Sendi hann nefndinni langa greinargerð sér til varnar og hrekur í henni flestar staðhæfingar nefndarinnar. Hér verður ekki gerð tilraun til að sannreyna hvor aðilinn hafi rétt fyrir sér, Davíð eða rannsóknarnefndin, en á það má benda að settur ríkissaksóknari í málum er varða bankahrunið komst að þeirri niðurstöðu snemmsumars í fyrra að ekki væri tilefni til að efna til sakamálarannsóknar á hendur Davíð, starfsbræðrum hans tveimur í Seðlabankanum og forstjóra Fjármálaeftirlitsins. LandsdómurÍ framhaldi af útkomu skýrslunnar setti Alþingi á fót nefnd til að fjalla um hana og móta tillögur að viðbrögðum þingsins við niðurstöðunum. Atli Gíslason valdist til formennsku og var nefndin jafnan nefnd Atla-nefndin. Hún lauk störfum í september og niðurstöðurnar komu mörgum á óvart. Meirihluti nefndarinnar lagði til að fjórir ráðherrar yrðu dregnir fyrir landsdóm. Landsdómur hefur verið til samkvæmt lögum í meira en hundrað ár en aldrei hafði komið til þess að máli væri vísað til hans. Alþingi greiddi atkvæði um tillögur um landsdóms-ákærur í lok september og samþykkti að ákæra bæri Geir H. Haarde. Tillögur um ákærur á hendur Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, Árna M. Mathiesen og Björgvin G. Sigurðsson voru felldar. Atli Gíslason sagði nýverið í viðtali við Fréttablaðið að landsdómshlið nefndarstarfsins hafi farið út í pólitísk hrossakaup. „Það voru undirmál í gangi, eitthvað sem ég hef aldrei náð utan um. Ég vann málið mjög faglega, eingöngu lögfræðilega, og spurði mig oft hvort ég væri í pólitískri vegferð en gat alltaf svarað því neitandi," sagði hann. Upplýsti Atli jafnframt að hann hefði hugsað aðra leið en ákærur fyrir landsdóm. „Að samþykkja vítur á þinginu með þingsályktun var ein leiðin." Sjálfstæðismennirnir í nefndinni hafi hins vegar ekki viljað leggja dóm á vanrækslusyndir ráðherranna fyrrverandi og leiðin því lokast. ÁfellisdómurAtla-nefndin lagði ekki einasta til ákærur á hendur fyrrverandi ráðherrum heldur næstum fjögur hundruð blaðsíðna skýrslu og íturvaxna þingsályktunartillögu. Hún var samþykkt og hefur Alþingi því ályktað að a) skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis sé vitnisburður um þróun íslensks efnahagslífs og samfélags undangenginna ára og telur mikilvægt að skýrslan verði höfð að leiðarljósi í framtíðinni. b) að brýnt sé að starfshættir þingsins verði teknir til endurskoðunar. Mikilvægt sé að Alþingi verji og styrki sjálfstæði sitt og grundvallarhlutverk. c) að taka verði gagnrýni á íslenska stjórnmálamenningu alvarlega og leggur áherslu á að af henni verði dreginn lærdómur. d) að skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis sé áfellisdómur yfir stjórnvöldum, stjórnmálamönnum og stjórnsýslu, verklagi og skorti á formfestu. e) að stjórnendur og helstu eigendur fjármálafyrirtækja á Íslandi beri mesta ábyrgð á bankahruninu. f) að eftirlitsstofnanir hafi brugðist. og g) að mikilvægt sé að allir horfi gagnrýnum augum á eigin verk og nýti tækifærið sem skýrslan gefur til að bæta samfélagið. Annar áfellisdómurLjóst er af því sem kemur fram hér að neðan að stjórnvöld hafa brugðist við skýrslu rannsóknarnefndarinnar og ábendingum Atla-nefndarinnar með margvíslegum hætti. Fjöldi frumvarpa hefur verið lagður fram, skýrslur skrifaðar og reglur hertar. Mat Vilhjálms Árnasonar, sem fór fyrir siðferðishópi rannsóknarnefndarinnar, þess efnis að ekki gæti breyttra starfshátta eða umræðusiða í stjórnmálunum eru hins vegar áhyggjuefni og í raun nýr áfellisdómur yfir stjórnmálamönnum. Þeir, sem á degi eitt lögðu svo ríka áherslu á að skýrslan markaði nýtt upphaf og boðuðu samvinnu og nýja siði, hafa, þegar upp er staðið haldið í gömlu vinnubrögðin sem með öðru kölluðu yfir okkur hrun bankanna. Landsdómur Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Innlent Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Erlent Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Innlent Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Innlent „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Erlent Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Innlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent Fimm látnir og tvö hundruð særðir Erlent Fleiri fréttir Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Settur ráðherra skipar skrifstofustjóra Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kársnesi „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Sjá meira
Ár er liðið frá útkomu skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Margir biðu skýrslunnar með eftirvæntingu enda stóðu vonir til að hún myndi varpa ljósi á sannleikann um hrunið og marka upphaf nýs Íslands. Sólin skein í Reykjavík að morgni mánudagsins 12. apríl 2010 þegar rannsóknarnefnd Alþingis kom úr Skeifunni, þar sem hún hafðist við í lúinni skrifstofubyggingu í rúmt ár, til fundar við samfélagið. Spennan í loftinu fannst vel. Fátt hafði spurst um innihald skýrslunnar og fólk vissi ekki almennilega á hverju það mætti eiga von. Það eitt var víst að nefndin myndi bera sannleikann á borð líkt og Alþingi hafði falið henni að gera. Spurningin var hver þessi sannleikur væri. Eftir stutta athöfn í Alþingishúsinu hélt nefndin fund með blaðamönnum í Iðnó. Líklega hafa ekki fleiri blaðamenn verið saman komnir á einum fundi á Íslandi, nema kannski á aðalfundi Blaðamannafélagsins. KaflaskilSkýrslunni var almennt mjög vel tekið. Efnt var til umræðna um hana í þinginu, fáum klukkustundum eftir útkomu og þar sparaði fólk ekki stóru orðin. „Birting skýrslunnar boðar kaflaskil," sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra. „Hún er þungur áfellisdómur yfir stjórnkerfi, stjórnmálum, eftirlitsaðilum og fjármálastofnunum en um leið áskorun um heiðarlegt uppgjör, breyttar leikreglur í stjórnmálum og nýja og skýrari starfshætti í stjórnkerfinu." Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, lagði áherslu á að þingmenn hefðu sig upp úr skotgröfum stjórnmálanna og ynnu saman að því að draga sameiginlegan lærdóm af efni skýrslunnar, nýttu niðurstöðurnar á uppbyggilegan hátt með það að markmiði að endurreisa samfélagið og tryggðu að hrunið endurtæki sig ekki. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði skýrsluna ekki hafna yfir gagnrýni en ekki ætti að einblína á það heldur nýta tækifærið og læra af reynslunni. Sársaukafullt uppgjörBirgitta Jónsdóttir Hreyfingunni reri á önnur mið: „Þær upplýsingar sem koma fram í dag eru áfellisdómur fyrir þingið og stjórnsýslu landsins. Tengslin á milli viðskiptalífs og þingheims eru svo þéttofin að skömm er að. Það kemur því miður fram í skýrslunni að enginn vill axla ábyrgð, fólk bendir hvert á annað og virðist fyrirmunað að sjá þátt sinn í hrunadansinum sem hefur leitt mikla og óbærilega ógæfu yfir þjóðina. Það hlýtur að vera þeim fjölmörgu þingmönnum sem sjá nöfn sín samofin skýrslunni hvatning til að axla ábyrgð." Eftir að hafa þakkað rannsóknarnefndinni og siðfræðihópi hennar fyrir vel unnin störf sagði Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra þetta: „Nú hefst annar kafli og hann er ekki síður mikilvægur, að vinna úr þessum miklu gögnum og gera allt það sem gera þarf og gera verður til að uppgjörið verði heiðarlegt, málefnalegt, yfirvegað – en þó eins vægðarlaust og sársaukafullt og það því miður sýnist þurfa að verða til að standa undir nafni." Allir benda á aðraEn hver er niðurstaðan? Hver er sannleikurinn? Nefndin dregur margt fram. Margt klikkaði á árunum fyrir hrun. Það má eiginlega segja að allt hafi verið í rúst áður en bankarnir hrundu. Á næstu síðu er hlaupið yfir nokkrar af helstu niðurstöðum nefndarinnar. Það var náttúrlega ekki eitthvað eitt sem felldi bankana heldur samverkandi þættir. Og eins og Einar Már Guðmundsson rithöfundur rifjar upp er staðfest í skýrslunni að stjórnmálamennirnir bentu á bankamennina og bankamennirnir á stjórnmálamennina. Þannig er það enn. Fáir hafa gengist við ábyrgð. Hins vegar er ljóst að einhverjir munu þurfa að svara til saka fyrir gjörðir sínar í aðdraganda hrunsins. Sérstakur saksóknari er með þau mál á sinni könnu. Og þóEinn er þó sá maður sem hefur gengist við ábyrgð á sínum þætti hrunsins. Björgólfur Thor Björgólfsson fagnaði útkomu skýrslunnar, gekkst við því sem hann nefndi augljós mistök sín og baðst afsökunar. „Ég undirritaður, Björgólfur Thor Björgólfsson, bið alla Íslendinga afsökunar á mínum þætti í eigna- og skuldabólunni sem leiddi til hruns íslenska bankakerfisins. Ég bið ykkur afsökunar á andvaraleysi gagnvart þeim hættumerkjum sem hrönnuðust upp. Ég biðst afsökunar á að hafa ekki auðnast að fylgja hugboði mínu þegar ég þó kom auga á hættuna. Ég bið ykkur afsökunar," skrifaði Björgólfur tveimur dögum eftir útkomu skýrslunnar. Um leið gerði hann þó fyrirvara við ýmislegt sem kemur fram í henni og nú, ári síðar, er hann byrjaður að leiðrétta það sem hann segir augljósar villur, rangar ályktanir og hreinan uppspuna. Engin áhrif til góðsLíkt og viðskiptin tekur Björgólfur skýrsluna föstum tökum. „Ég, eins og flestir aðrir, batt vonir við að skýrslan myndi marka nýtt upphaf og veita þjóðinni nauðsynlega viðspyrnu… Því miður hefur mér ekki orðið að ósk minni. Skýrslan hefur enn engin áhrif haft til góðs á íslenskt samfélag," skrifar hann og kveðst mjög ósáttur við vinnubrögð rannsóknarnefndarinnar. Þótt hans sé víða getið hafi hann ekki verið kallaður fyrir nefndina. Hyggst hann hrekja margt í skýrslunni á vef sínum btb.is á næstunni. Annar ósáttur er Davíð Oddsson. Hann varð ber að vanrækslu í starfi sínu í Seðlabankanum, að mati nefndarinnar, en sjálfur vísar hann því á bug. Sendi hann nefndinni langa greinargerð sér til varnar og hrekur í henni flestar staðhæfingar nefndarinnar. Hér verður ekki gerð tilraun til að sannreyna hvor aðilinn hafi rétt fyrir sér, Davíð eða rannsóknarnefndin, en á það má benda að settur ríkissaksóknari í málum er varða bankahrunið komst að þeirri niðurstöðu snemmsumars í fyrra að ekki væri tilefni til að efna til sakamálarannsóknar á hendur Davíð, starfsbræðrum hans tveimur í Seðlabankanum og forstjóra Fjármálaeftirlitsins. LandsdómurÍ framhaldi af útkomu skýrslunnar setti Alþingi á fót nefnd til að fjalla um hana og móta tillögur að viðbrögðum þingsins við niðurstöðunum. Atli Gíslason valdist til formennsku og var nefndin jafnan nefnd Atla-nefndin. Hún lauk störfum í september og niðurstöðurnar komu mörgum á óvart. Meirihluti nefndarinnar lagði til að fjórir ráðherrar yrðu dregnir fyrir landsdóm. Landsdómur hefur verið til samkvæmt lögum í meira en hundrað ár en aldrei hafði komið til þess að máli væri vísað til hans. Alþingi greiddi atkvæði um tillögur um landsdóms-ákærur í lok september og samþykkti að ákæra bæri Geir H. Haarde. Tillögur um ákærur á hendur Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, Árna M. Mathiesen og Björgvin G. Sigurðsson voru felldar. Atli Gíslason sagði nýverið í viðtali við Fréttablaðið að landsdómshlið nefndarstarfsins hafi farið út í pólitísk hrossakaup. „Það voru undirmál í gangi, eitthvað sem ég hef aldrei náð utan um. Ég vann málið mjög faglega, eingöngu lögfræðilega, og spurði mig oft hvort ég væri í pólitískri vegferð en gat alltaf svarað því neitandi," sagði hann. Upplýsti Atli jafnframt að hann hefði hugsað aðra leið en ákærur fyrir landsdóm. „Að samþykkja vítur á þinginu með þingsályktun var ein leiðin." Sjálfstæðismennirnir í nefndinni hafi hins vegar ekki viljað leggja dóm á vanrækslusyndir ráðherranna fyrrverandi og leiðin því lokast. ÁfellisdómurAtla-nefndin lagði ekki einasta til ákærur á hendur fyrrverandi ráðherrum heldur næstum fjögur hundruð blaðsíðna skýrslu og íturvaxna þingsályktunartillögu. Hún var samþykkt og hefur Alþingi því ályktað að a) skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis sé vitnisburður um þróun íslensks efnahagslífs og samfélags undangenginna ára og telur mikilvægt að skýrslan verði höfð að leiðarljósi í framtíðinni. b) að brýnt sé að starfshættir þingsins verði teknir til endurskoðunar. Mikilvægt sé að Alþingi verji og styrki sjálfstæði sitt og grundvallarhlutverk. c) að taka verði gagnrýni á íslenska stjórnmálamenningu alvarlega og leggur áherslu á að af henni verði dreginn lærdómur. d) að skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis sé áfellisdómur yfir stjórnvöldum, stjórnmálamönnum og stjórnsýslu, verklagi og skorti á formfestu. e) að stjórnendur og helstu eigendur fjármálafyrirtækja á Íslandi beri mesta ábyrgð á bankahruninu. f) að eftirlitsstofnanir hafi brugðist. og g) að mikilvægt sé að allir horfi gagnrýnum augum á eigin verk og nýti tækifærið sem skýrslan gefur til að bæta samfélagið. Annar áfellisdómurLjóst er af því sem kemur fram hér að neðan að stjórnvöld hafa brugðist við skýrslu rannsóknarnefndarinnar og ábendingum Atla-nefndarinnar með margvíslegum hætti. Fjöldi frumvarpa hefur verið lagður fram, skýrslur skrifaðar og reglur hertar. Mat Vilhjálms Árnasonar, sem fór fyrir siðferðishópi rannsóknarnefndarinnar, þess efnis að ekki gæti breyttra starfshátta eða umræðusiða í stjórnmálunum eru hins vegar áhyggjuefni og í raun nýr áfellisdómur yfir stjórnmálamönnum. Þeir, sem á degi eitt lögðu svo ríka áherslu á að skýrslan markaði nýtt upphaf og boðuðu samvinnu og nýja siði, hafa, þegar upp er staðið haldið í gömlu vinnubrögðin sem með öðru kölluðu yfir okkur hrun bankanna.
Landsdómur Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Innlent Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Erlent Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Innlent Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Innlent „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Erlent Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Innlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent Fimm látnir og tvö hundruð særðir Erlent Fleiri fréttir Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Settur ráðherra skipar skrifstofustjóra Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kársnesi „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Sjá meira