Öflug hagsmunasamtök verða enn öflugri Heimir Már Pétursson skrifar 31. október 2014 19:46 Öflugustu samtök í íslensku atvinnulífi voru formlega stofnuð í dag þegar Landssamband íslenskra útvegsmanna og Samtök fiskvinnslustöðva runnu saman í eitt. Stóru fisksölufyrirtækin boða inngöngu sína í samtökin sem munu þá ná til veiða, vinnslu og markaðssetningar. Samband fiskveiða og vinnslu hefur vaxið mikið á undanförnum áratugum og með samþjöppun fyrirtækja í greininni eru skip og vinnslufyrirtæki ýmist í eigu sömu aðila eða tengjast nánum böndum. Bæði Samtök fiskvinnslustöðva og LÍÚ hafa alla tíð verið áhrifarík samtök í íslensku þjóðlífi og og öflugir þrýstihópar á stjórnmálamenn og flokka. Sameinuð verða samtökin því mjög sterk en þau höndla líka með stærstu og verðmætustu auðlind landsins sem verður að söluvöru í 47 löndum í heiminum. Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, sagði á stofnfundinum að eðlilega hefði verið tekist á um málefni þessarar auðlindar undanfarin 30 ár. „Ef fólk hefur ekki skoðanir á grundvallaratvinnuvegi þjóðar sinnar þá er eitthvað að. Annað sem gæti verið skýring að einhverju leyti er það að hagsmunasamtökin sem talað hafa fyrir þessari grein hingað til hafa verið að horfa á ofboðslega þröngan vinkil þegar greinin er skoðuð í heild. Þau hafa einbeitt sér að afmörkuðum hagsmunum og þau hafa beitt sér af gríðarlegri hörku,“ segir Kolbeinn. Menn yrðu hins vegar að átta sig á að sjávarútvegurinn spannaði óravítt svið og taka þyrfti tillit til margra þátta og mismunandi hagsmuna. Til að mynda liggur fyrri að stóru markaðs- og sölufyrirtækin munu ganga til liðs við hin nýju samtök. Fyrsti formaður nýju samtakanna segist einmitt ætla að stuðla að skilningi á þessum ólíku hagsmunum í störfum sínum. „En ég held að ný samtök hafi alla burði til þess að vinna betur saman. Fyrirtækin tengjast betur og það eru meiri samskipti. Og þannig held ég að við getum gert meiri verðmæti úr fiskafurðunum okkar heldur en nú er og það er til heilla fyrir íslenska þjóð,“ segir hinn nýkjörni formaður SFS Jens Garðar Helgason. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Öflugustu samtök í íslensku atvinnulífi voru formlega stofnuð í dag þegar Landssamband íslenskra útvegsmanna og Samtök fiskvinnslustöðva runnu saman í eitt. Stóru fisksölufyrirtækin boða inngöngu sína í samtökin sem munu þá ná til veiða, vinnslu og markaðssetningar. Samband fiskveiða og vinnslu hefur vaxið mikið á undanförnum áratugum og með samþjöppun fyrirtækja í greininni eru skip og vinnslufyrirtæki ýmist í eigu sömu aðila eða tengjast nánum böndum. Bæði Samtök fiskvinnslustöðva og LÍÚ hafa alla tíð verið áhrifarík samtök í íslensku þjóðlífi og og öflugir þrýstihópar á stjórnmálamenn og flokka. Sameinuð verða samtökin því mjög sterk en þau höndla líka með stærstu og verðmætustu auðlind landsins sem verður að söluvöru í 47 löndum í heiminum. Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, sagði á stofnfundinum að eðlilega hefði verið tekist á um málefni þessarar auðlindar undanfarin 30 ár. „Ef fólk hefur ekki skoðanir á grundvallaratvinnuvegi þjóðar sinnar þá er eitthvað að. Annað sem gæti verið skýring að einhverju leyti er það að hagsmunasamtökin sem talað hafa fyrir þessari grein hingað til hafa verið að horfa á ofboðslega þröngan vinkil þegar greinin er skoðuð í heild. Þau hafa einbeitt sér að afmörkuðum hagsmunum og þau hafa beitt sér af gríðarlegri hörku,“ segir Kolbeinn. Menn yrðu hins vegar að átta sig á að sjávarútvegurinn spannaði óravítt svið og taka þyrfti tillit til margra þátta og mismunandi hagsmuna. Til að mynda liggur fyrri að stóru markaðs- og sölufyrirtækin munu ganga til liðs við hin nýju samtök. Fyrsti formaður nýju samtakanna segist einmitt ætla að stuðla að skilningi á þessum ólíku hagsmunum í störfum sínum. „En ég held að ný samtök hafi alla burði til þess að vinna betur saman. Fyrirtækin tengjast betur og það eru meiri samskipti. Og þannig held ég að við getum gert meiri verðmæti úr fiskafurðunum okkar heldur en nú er og það er til heilla fyrir íslenska þjóð,“ segir hinn nýkjörni formaður SFS Jens Garðar Helgason.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira