Öflug hagsmunasamtök verða enn öflugri Heimir Már Pétursson skrifar 31. október 2014 19:46 Öflugustu samtök í íslensku atvinnulífi voru formlega stofnuð í dag þegar Landssamband íslenskra útvegsmanna og Samtök fiskvinnslustöðva runnu saman í eitt. Stóru fisksölufyrirtækin boða inngöngu sína í samtökin sem munu þá ná til veiða, vinnslu og markaðssetningar. Samband fiskveiða og vinnslu hefur vaxið mikið á undanförnum áratugum og með samþjöppun fyrirtækja í greininni eru skip og vinnslufyrirtæki ýmist í eigu sömu aðila eða tengjast nánum böndum. Bæði Samtök fiskvinnslustöðva og LÍÚ hafa alla tíð verið áhrifarík samtök í íslensku þjóðlífi og og öflugir þrýstihópar á stjórnmálamenn og flokka. Sameinuð verða samtökin því mjög sterk en þau höndla líka með stærstu og verðmætustu auðlind landsins sem verður að söluvöru í 47 löndum í heiminum. Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, sagði á stofnfundinum að eðlilega hefði verið tekist á um málefni þessarar auðlindar undanfarin 30 ár. „Ef fólk hefur ekki skoðanir á grundvallaratvinnuvegi þjóðar sinnar þá er eitthvað að. Annað sem gæti verið skýring að einhverju leyti er það að hagsmunasamtökin sem talað hafa fyrir þessari grein hingað til hafa verið að horfa á ofboðslega þröngan vinkil þegar greinin er skoðuð í heild. Þau hafa einbeitt sér að afmörkuðum hagsmunum og þau hafa beitt sér af gríðarlegri hörku,“ segir Kolbeinn. Menn yrðu hins vegar að átta sig á að sjávarútvegurinn spannaði óravítt svið og taka þyrfti tillit til margra þátta og mismunandi hagsmuna. Til að mynda liggur fyrri að stóru markaðs- og sölufyrirtækin munu ganga til liðs við hin nýju samtök. Fyrsti formaður nýju samtakanna segist einmitt ætla að stuðla að skilningi á þessum ólíku hagsmunum í störfum sínum. „En ég held að ný samtök hafi alla burði til þess að vinna betur saman. Fyrirtækin tengjast betur og það eru meiri samskipti. Og þannig held ég að við getum gert meiri verðmæti úr fiskafurðunum okkar heldur en nú er og það er til heilla fyrir íslenska þjóð,“ segir hinn nýkjörni formaður SFS Jens Garðar Helgason. Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni Innlent „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Innlent Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Innlent Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Innlent Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Snjallsímar undanskildir tollunum Erlent Fleiri fréttir Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Sjá meira
Öflugustu samtök í íslensku atvinnulífi voru formlega stofnuð í dag þegar Landssamband íslenskra útvegsmanna og Samtök fiskvinnslustöðva runnu saman í eitt. Stóru fisksölufyrirtækin boða inngöngu sína í samtökin sem munu þá ná til veiða, vinnslu og markaðssetningar. Samband fiskveiða og vinnslu hefur vaxið mikið á undanförnum áratugum og með samþjöppun fyrirtækja í greininni eru skip og vinnslufyrirtæki ýmist í eigu sömu aðila eða tengjast nánum böndum. Bæði Samtök fiskvinnslustöðva og LÍÚ hafa alla tíð verið áhrifarík samtök í íslensku þjóðlífi og og öflugir þrýstihópar á stjórnmálamenn og flokka. Sameinuð verða samtökin því mjög sterk en þau höndla líka með stærstu og verðmætustu auðlind landsins sem verður að söluvöru í 47 löndum í heiminum. Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, sagði á stofnfundinum að eðlilega hefði verið tekist á um málefni þessarar auðlindar undanfarin 30 ár. „Ef fólk hefur ekki skoðanir á grundvallaratvinnuvegi þjóðar sinnar þá er eitthvað að. Annað sem gæti verið skýring að einhverju leyti er það að hagsmunasamtökin sem talað hafa fyrir þessari grein hingað til hafa verið að horfa á ofboðslega þröngan vinkil þegar greinin er skoðuð í heild. Þau hafa einbeitt sér að afmörkuðum hagsmunum og þau hafa beitt sér af gríðarlegri hörku,“ segir Kolbeinn. Menn yrðu hins vegar að átta sig á að sjávarútvegurinn spannaði óravítt svið og taka þyrfti tillit til margra þátta og mismunandi hagsmuna. Til að mynda liggur fyrri að stóru markaðs- og sölufyrirtækin munu ganga til liðs við hin nýju samtök. Fyrsti formaður nýju samtakanna segist einmitt ætla að stuðla að skilningi á þessum ólíku hagsmunum í störfum sínum. „En ég held að ný samtök hafi alla burði til þess að vinna betur saman. Fyrirtækin tengjast betur og það eru meiri samskipti. Og þannig held ég að við getum gert meiri verðmæti úr fiskafurðunum okkar heldur en nú er og það er til heilla fyrir íslenska þjóð,“ segir hinn nýkjörni formaður SFS Jens Garðar Helgason.
Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni Innlent „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Innlent Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Innlent Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Innlent Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Snjallsímar undanskildir tollunum Erlent Fleiri fréttir Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Sjá meira