Ásakanir um frændhygli: „Rakalaus þvættingur“ Höskuldur Kári Schram skrifar 10. febrúar 2015 18:26 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra er tilbúinn að veita embætti skattrannsóknarstjóra aukafjárheimild svo hægt sé að festa kaup á gögnum um skattaundanskot. Gögnin kosta um 150 milljónir en Bjarni vísar á bug ásökunum um viljaleysi og frændhygli varðandi kaupin og segist hafa verið full óþolinmóður í gagnrýni sinni á skattrannsóknarstjóra. Íslenskum stjórnvöldum var boðið að kaupa gögnin í aprílmánuði í fyrra en um að ræða lista með nöfnum rúmlega fjögur hundruð Íslendinga og eignir þeirra í erlendum skattaskjólum. Málið hefur verið til skoðunar rúma níu mánuði og hefur Bjarni gagnrýnt skattrannsóknarstjóra fyrir seinagang. Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri hefur ekki gefið færi á viðtali síðustu daga þrátt fyrir ítrekaðar óskir fréttastofu. Í morgun sendi hún hins vegar frá sér yfirlýsingu þar sem hún hafnar fullyrðingum fjármálaráðherra um að embættið hafi verið að draga lappirnar í málinu. Í yfirlýsingunni kemur fram að skattrannsóknarstjóri hafi tvisvar greint fjármálaráðuneytinu frá stöðu málsins. Fyrst með óformlegum tölvupósti í lok desembermánaðar og svo aftur með formlegu bréfi þann 27. janúar. Eins og fram hefur komið hefur ráðuneytið verið tilbúið að skilyrða greiðslur til seljanda við hlutfall af innheimtu en seljandinn hefur hins vegar hafnað þessu tilboði. Skattrannsóknarstjóri óskar í bréfi sínu eftir afstöðu ráðuneytisins til þessa og hvort það sé tilbúið að breyta upprunalegum skilyrðum. Gögnin kosta um 150 milljónir en í yfirlýsingu sem fjármálaráðherra sendi frá sér nú síðdegis kemur fram að hann sé tilbúinn að greiða fyrir málinu. Bjarni segist ennfremur tilbúinn að úthluta sérstökum fjármunum til kaupanna. Sjá einnig: Efast um vilja Bjarna til kaupa á skattaskjölum„Það þarf enginn að efast um það að þessi ríkisstjórn sem situr núna hún mun ekki veita þeim sem ekki ætla að axla ábyrgð með öðrum og standa skil á sínu hún mun ekki veita þeim neitt skjól,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Bjarni segist hafa verið full óþolinmóður þegar hann gagnrýndi skattrannsóknarstjóra. „Það getur vel verið að ég sé of óþolinmóður en mér finnst bara þetta mál sem á rætur sínar að rekja til aprílmánaðar á síðasta ári hafa þegar allt er samantekið tekið of langan tíma.“ Hann vísar hins vegar á bug ásökunum um frændhygli. „Þetta er lítið sýnishorn af því hversu lágt menn eru tilbúnir að leggjast til þess að vinna skammtíma sigra í orrahríð stjórnmálanna. Þetta er auðvitað rakalaus þvættingur og ekkert annað,“ segir Bjarni. Tengdar fréttir Huldumaður skattrannsóknarstjóra: Vill á annað hundrað milljónir fyrir gögnin Ráðuneyti Bjarna Benediktssonar sendir frá sér yfirlýsingu og áréttar afstöðu sína. 10. febrúar 2015 16:00 Efast um vilja Bjarna Ben til kaupa á skattaskjölum "Svo virðist sem íslenska frændhyglin sé að þvælast fyrir fjármálaráðherra,“ segir Birgitta Jónsdóttir. 9. febrúar 2015 07:00 Segist ekki geta keypt skattagögn miðað við skilyrði ráðherra Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri segist ekki geta keypt gögn um eigur Íslendinga í skattaskjólum miðað við þau skilyrði sem fjármálaráðherra hefur sett við kaup á gögnunum. 10. febrúar 2015 10:16 Þingmenn um skattaskjólsgögnin: Mikilvægt að líta til árangurs annarra þjóða Ósammála um mikilvægi þess að vita hvaðan upplýsingarnar koma. 9. febrúar 2015 18:23 „Það er ekkert flókið eða erfitt við að kaupa þennan lista“ Gunnar Smári Egilsson leggur til að sjóður verði stofnaður um kaup á gögnum um eigur Íslendinga í skattaskjólum. Sjóðurinn selji gögnin svo til skattrannsóknarstjóra gegn árangurstengdum greiðslum. 9. febrúar 2015 14:57 Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra er tilbúinn að veita embætti skattrannsóknarstjóra aukafjárheimild svo hægt sé að festa kaup á gögnum um skattaundanskot. Gögnin kosta um 150 milljónir en Bjarni vísar á bug ásökunum um viljaleysi og frændhygli varðandi kaupin og segist hafa verið full óþolinmóður í gagnrýni sinni á skattrannsóknarstjóra. Íslenskum stjórnvöldum var boðið að kaupa gögnin í aprílmánuði í fyrra en um að ræða lista með nöfnum rúmlega fjögur hundruð Íslendinga og eignir þeirra í erlendum skattaskjólum. Málið hefur verið til skoðunar rúma níu mánuði og hefur Bjarni gagnrýnt skattrannsóknarstjóra fyrir seinagang. Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri hefur ekki gefið færi á viðtali síðustu daga þrátt fyrir ítrekaðar óskir fréttastofu. Í morgun sendi hún hins vegar frá sér yfirlýsingu þar sem hún hafnar fullyrðingum fjármálaráðherra um að embættið hafi verið að draga lappirnar í málinu. Í yfirlýsingunni kemur fram að skattrannsóknarstjóri hafi tvisvar greint fjármálaráðuneytinu frá stöðu málsins. Fyrst með óformlegum tölvupósti í lok desembermánaðar og svo aftur með formlegu bréfi þann 27. janúar. Eins og fram hefur komið hefur ráðuneytið verið tilbúið að skilyrða greiðslur til seljanda við hlutfall af innheimtu en seljandinn hefur hins vegar hafnað þessu tilboði. Skattrannsóknarstjóri óskar í bréfi sínu eftir afstöðu ráðuneytisins til þessa og hvort það sé tilbúið að breyta upprunalegum skilyrðum. Gögnin kosta um 150 milljónir en í yfirlýsingu sem fjármálaráðherra sendi frá sér nú síðdegis kemur fram að hann sé tilbúinn að greiða fyrir málinu. Bjarni segist ennfremur tilbúinn að úthluta sérstökum fjármunum til kaupanna. Sjá einnig: Efast um vilja Bjarna til kaupa á skattaskjölum„Það þarf enginn að efast um það að þessi ríkisstjórn sem situr núna hún mun ekki veita þeim sem ekki ætla að axla ábyrgð með öðrum og standa skil á sínu hún mun ekki veita þeim neitt skjól,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Bjarni segist hafa verið full óþolinmóður þegar hann gagnrýndi skattrannsóknarstjóra. „Það getur vel verið að ég sé of óþolinmóður en mér finnst bara þetta mál sem á rætur sínar að rekja til aprílmánaðar á síðasta ári hafa þegar allt er samantekið tekið of langan tíma.“ Hann vísar hins vegar á bug ásökunum um frændhygli. „Þetta er lítið sýnishorn af því hversu lágt menn eru tilbúnir að leggjast til þess að vinna skammtíma sigra í orrahríð stjórnmálanna. Þetta er auðvitað rakalaus þvættingur og ekkert annað,“ segir Bjarni.
Tengdar fréttir Huldumaður skattrannsóknarstjóra: Vill á annað hundrað milljónir fyrir gögnin Ráðuneyti Bjarna Benediktssonar sendir frá sér yfirlýsingu og áréttar afstöðu sína. 10. febrúar 2015 16:00 Efast um vilja Bjarna Ben til kaupa á skattaskjölum "Svo virðist sem íslenska frændhyglin sé að þvælast fyrir fjármálaráðherra,“ segir Birgitta Jónsdóttir. 9. febrúar 2015 07:00 Segist ekki geta keypt skattagögn miðað við skilyrði ráðherra Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri segist ekki geta keypt gögn um eigur Íslendinga í skattaskjólum miðað við þau skilyrði sem fjármálaráðherra hefur sett við kaup á gögnunum. 10. febrúar 2015 10:16 Þingmenn um skattaskjólsgögnin: Mikilvægt að líta til árangurs annarra þjóða Ósammála um mikilvægi þess að vita hvaðan upplýsingarnar koma. 9. febrúar 2015 18:23 „Það er ekkert flókið eða erfitt við að kaupa þennan lista“ Gunnar Smári Egilsson leggur til að sjóður verði stofnaður um kaup á gögnum um eigur Íslendinga í skattaskjólum. Sjóðurinn selji gögnin svo til skattrannsóknarstjóra gegn árangurstengdum greiðslum. 9. febrúar 2015 14:57 Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Huldumaður skattrannsóknarstjóra: Vill á annað hundrað milljónir fyrir gögnin Ráðuneyti Bjarna Benediktssonar sendir frá sér yfirlýsingu og áréttar afstöðu sína. 10. febrúar 2015 16:00
Efast um vilja Bjarna Ben til kaupa á skattaskjölum "Svo virðist sem íslenska frændhyglin sé að þvælast fyrir fjármálaráðherra,“ segir Birgitta Jónsdóttir. 9. febrúar 2015 07:00
Segist ekki geta keypt skattagögn miðað við skilyrði ráðherra Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri segist ekki geta keypt gögn um eigur Íslendinga í skattaskjólum miðað við þau skilyrði sem fjármálaráðherra hefur sett við kaup á gögnunum. 10. febrúar 2015 10:16
Þingmenn um skattaskjólsgögnin: Mikilvægt að líta til árangurs annarra þjóða Ósammála um mikilvægi þess að vita hvaðan upplýsingarnar koma. 9. febrúar 2015 18:23
„Það er ekkert flókið eða erfitt við að kaupa þennan lista“ Gunnar Smári Egilsson leggur til að sjóður verði stofnaður um kaup á gögnum um eigur Íslendinga í skattaskjólum. Sjóðurinn selji gögnin svo til skattrannsóknarstjóra gegn árangurstengdum greiðslum. 9. febrúar 2015 14:57
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent