Innlent

Ásbjörn biður listamenn afsökunar

Karen Kjartansdóttir skrifar
Ásbjörn Óttarsson, þingmaður sjálfstæðismanna, biðst afsökunar á ummælum sínum á þingi um að listamenn gætu fengið sér vinnu eins og venjulegt fólk. Hann segist þó ekki vera hlynntur listamannalaunum.

Við sögðum frá því í gær að þegar alþingismenn þegar tókust á um áherslur í fjárlagafrumvarpinu á þingi spurði Ásbjörn Óttarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hvers vegna þessir listamennn fengju sér ekki vinnu eins og venjulegt fólk.

Ummæli hans hafa lagst misjafnlega í fólk. Fjölmargir hafa líst yfir hrifiningu sinni á þessum orðum en aðrir segja að undarlegt sé að Ásbjörn telji listamenn ekki vera vinnandi fólk og benda á að menning skapar mörg störf utan um störf listamannsins, svo sem tölvumönnum, prófarkalesurum, auglýsendum, umbortsmönnum, dreifingaraðilum, þýðendum og fleirum. Þá séu ótalin þau menningarlegu verðmæti sem skapist.

Ásbjörn segir ummæli sín um listamenn hafa verið óheppileg og biðist hann afsökunar á þeim. Hann beri virðingu fyrir störfum listamanna þótt hann sé ekki hlynntur listamannalaunum.

Hann segir listamenn þó verða að sýna fram á að þeir skili einhverjum tekjum umfram þá styrki sem þeir hafi þegið eins og kvikmyndagerðamenn hafi til að mynda gert.

Spurður hvort hann teldi listamenn ekki vera vinnandi fólk sagði hann að hann liti svo á að margir þeirra ynnu óeigingjarnt starf sér sviði hins vegar að sjá fjárframlög til listamannalauna aukin á meðan verið væri að skera niður í heilbrigðisþjónustu. Sér þyki þessi forgangsröðun óréttlátt.


Tengdar fréttir

Hvers vegna er verið að styrkja listamenn?

Alþingismenn tókust á um áherslur í fjárlagafrumvarpinu á þingi í gær. Þar sagðist Ásbjörn Óttarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins til dæmis ekki skilja hvers vegna verið er að styrkja listamenn. Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og verðandi formaður fjárlaganefndar, segir að það verði að koma í veg fyrir að niðurskurðurinn bitni á byggðum landsins.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×