Ásdís og Kristinn keppa á HM í frjálsum - meiðsli Ásdísar há henni ekki Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. ágúst 2011 14:51 Ásdís Hjálmsdóttir úr Ármanni. Mynd/Stefán Frjálsíþróttasamband Íslands hefur ákveðið að senda Kristinn Torfason úr FH og Ásdís Hjálmsdóttir úr Ármanni á Heimsmeistaramótið í frjálsum íþróttum sem fram fer í borginni Daegu í Kóreu og hefst síðar í þessum mánuði. Ásdís náði lágmarki bæði fyrir HM og Ólympíuleikana þegar hún kastaði 59,12 metra á móti í Reykjavík í byrjun þessa mánaðar. Sá árangur ætti að geta dugað í úrslit, en á síðustu mótum hafa 58 metra köst nægt til að komast í úrslitakeppnina. Ásdís keppir í undankeppninni fimmtudaginn 1. september næstkomandi um kl. 11:25 að staðartíma. Ásdís á best 61,37 metra sem jafnframt er Íslandsmet í greininni, sett á Laugardalsvelli 2009. Hún komst í úrslit á EM í fyrra og keppti á HM í Berlín fyrir tveimur árum. Nýleg meiðsli Ásdísar munu hvorki há henni við undirbúning eða keppni á mótinu, en hún hefur farið í skoðun hjá sérfræðilækni úr fagteymi ÍSÍ. Kristinn Torfason hefur staðið sig vel á þessu ári og hefur sýnt mikið öryggi á mótum ársins. Innanhúss á hann best 7,77 metra frá því í Bikarkeppni FRÍ í vetur og þá stökk hann 7,73 metra á Evrópumeistaramótinu í París og 7,57 mtra á Reykjavík International Games í janúar. Kristinn hefur stokkið lengst 7,67 metra utanhúss í ár frá því á Smáþjóðaleikunum en hann stökk þó reyndar 7,82 metra á Meistaramótinu á Selfossi í of miklum meðvindi. Kristinn keppir á HM nú í fyrsta sinn, en hann tók þátt á EM í vetur eins og áður sagði. Undankeppnin í langstökki er næstum því á sama tíma og hjá Ásdísi í spjótkastinu. Innlendar Mest lesið „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Enski boltinn Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Golf VAR í Bestu deildina? Íslenski boltinn Börsungar sluppu með sigur eftir sjálfsmark Fótbolti Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Enski boltinn Þórir Jóhann lagði upp í tapi Lecce gegn Juventus Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Körfubolti Sló kúluna í rassinn á starfsmanni Golf Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Handbolti Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Fleiri fréttir VAR í Bestu deildina? Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Þórir Jóhann lagði upp í tapi Lecce gegn Juventus Börsungar sluppu með sigur eftir sjálfsmark Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Kristian lagði upp og Nökkvi snöggur að skora Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Skoraði sitt fyrsta mark til að tryggja stig gegn Bayern Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Völsungur vann vítaspyrnukeppni á afmælisdeginum Ari og Arnór mættust á miðjunni Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Svaraði fyrir erfiðan landsleik og lagði upp mark í sætum sigri Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Adam Ægir á heimleið Mikael lagði upp sigurmark Venezia Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Landsliðsfyrirliðinn kom inn á í erfiðri stöðu Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Þremur mínútum frá mikilvægum sigri Sló kúluna í rassinn á starfsmanni Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn McIlroy stoltur af sjálfum sér Sjá meira
Frjálsíþróttasamband Íslands hefur ákveðið að senda Kristinn Torfason úr FH og Ásdís Hjálmsdóttir úr Ármanni á Heimsmeistaramótið í frjálsum íþróttum sem fram fer í borginni Daegu í Kóreu og hefst síðar í þessum mánuði. Ásdís náði lágmarki bæði fyrir HM og Ólympíuleikana þegar hún kastaði 59,12 metra á móti í Reykjavík í byrjun þessa mánaðar. Sá árangur ætti að geta dugað í úrslit, en á síðustu mótum hafa 58 metra köst nægt til að komast í úrslitakeppnina. Ásdís keppir í undankeppninni fimmtudaginn 1. september næstkomandi um kl. 11:25 að staðartíma. Ásdís á best 61,37 metra sem jafnframt er Íslandsmet í greininni, sett á Laugardalsvelli 2009. Hún komst í úrslit á EM í fyrra og keppti á HM í Berlín fyrir tveimur árum. Nýleg meiðsli Ásdísar munu hvorki há henni við undirbúning eða keppni á mótinu, en hún hefur farið í skoðun hjá sérfræðilækni úr fagteymi ÍSÍ. Kristinn Torfason hefur staðið sig vel á þessu ári og hefur sýnt mikið öryggi á mótum ársins. Innanhúss á hann best 7,77 metra frá því í Bikarkeppni FRÍ í vetur og þá stökk hann 7,73 metra á Evrópumeistaramótinu í París og 7,57 mtra á Reykjavík International Games í janúar. Kristinn hefur stokkið lengst 7,67 metra utanhúss í ár frá því á Smáþjóðaleikunum en hann stökk þó reyndar 7,82 metra á Meistaramótinu á Selfossi í of miklum meðvindi. Kristinn keppir á HM nú í fyrsta sinn, en hann tók þátt á EM í vetur eins og áður sagði. Undankeppnin í langstökki er næstum því á sama tíma og hjá Ásdísi í spjótkastinu.
Innlendar Mest lesið „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Enski boltinn Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Golf VAR í Bestu deildina? Íslenski boltinn Börsungar sluppu með sigur eftir sjálfsmark Fótbolti Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Enski boltinn Þórir Jóhann lagði upp í tapi Lecce gegn Juventus Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Körfubolti Sló kúluna í rassinn á starfsmanni Golf Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Handbolti Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Fleiri fréttir VAR í Bestu deildina? Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Þórir Jóhann lagði upp í tapi Lecce gegn Juventus Börsungar sluppu með sigur eftir sjálfsmark Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Kristian lagði upp og Nökkvi snöggur að skora Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Skoraði sitt fyrsta mark til að tryggja stig gegn Bayern Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Völsungur vann vítaspyrnukeppni á afmælisdeginum Ari og Arnór mættust á miðjunni Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Svaraði fyrir erfiðan landsleik og lagði upp mark í sætum sigri Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Adam Ægir á heimleið Mikael lagði upp sigurmark Venezia Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Landsliðsfyrirliðinn kom inn á í erfiðri stöðu Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Þremur mínútum frá mikilvægum sigri Sló kúluna í rassinn á starfsmanni Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn McIlroy stoltur af sjálfum sér Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Körfubolti