Ásgeir Trausti toppar á Billboard Gunnar Leó Pálsson skrifar 27. janúar 2014 11:00 Ásgeir Trausti gerir það gott í Japan. fréttablaðið/vilhelm „Þetta er auðvitað alveg magnað og við vissum ekki af þessu fyrr en vinkona okkar, hún Yuka Ogura, sagði okkur frá þessu,“ segir María Rut Reynisdóttir, umboðsmaður Ásgeirs Trausta, en hann er að gera frábæra hluti í Japan þessa dagana. Ásgeir er í fyrsta sæti á Billboard Hot Overseas-listanum í Japan með smáskífulagið King and Cross. Þá er lagið í þrettánda sæti á Billboard Japan Hot 100 listanum. „Ogura sagðist aldrei hafa séð íslenska listamenn á þessum lista. Þetta er mælt með einhverri hlutfallsblöndu, blanda af spilun, iTunes-sölu og hversu oft hann er gúgglaður og skoðaður á Twitter. Þetta er einhvers konar hlutfall,“ útskýrir María Rut. Þá er Ásgeir í fyrsta sæti Billboard-listanum Next Big Sound, þar sem tekið er saman hröðustu og mestu sölurnar í liðinni viku á helstu tónlistarveitum á netinu og einnig tölfræðilegar líkur á mikilli velgengni í framtíðinni. Hinn 15. janúar kom Ásgeir fram á EBBA-verðlaunahátíðinni í Hollandi en hann hlaut einnig verðlaunin. EBBA-verðlaunin eru veitt því tónlistarfólki sem þykir hafa náð framúrskarandi árangri með tónlist sinni út yfir landamæri heimalandsins. „Við vorum að klára tónleika á Eurosonic og það var rosa flott, mjög vel heppnað og góðar undirtektir.“ Plata Ásgeirs, In the Silence, sem hefur fengið prýðisdóma í erlendum miðlum, kemur út í Evrópu í dag. Þá er hún komin í forsölu á tonlist.is með tveimur glænýjum aukalögum og þremur lögum í órafmagnaðri útgáfu. Í febrúar fer Ásgeir ásamt félögum sínum í fyrsta skipti til Asíu en þar koma þeir meðal annars fram með stórhljómsveitum á borð við Mogwai og The National. „Hann er auðvitað sérstaklega spenntur yfir að fara til Japans eftir þessar frábæru fréttir,“ segir María Rut. Bandaríkin eru næsti viðkomustaður á eftir Asíu en þó eru nánari staðsetningar innan Bandaríkjanna ekki staðfestar. Þegar Ásgeir og félagar hafa lokið ferð sinni um Bandaríkin halda þeir aftur til Evrópu. Mest lesið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Að lifa drauminn: Englafjárfestir, uppistandari, móðir, með sér yngri manni og og og... Áskorun Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Fleiri fréttir Kristinn Svavarsson er látinn Hætta óvænt við tónleikaferðalög sín „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
„Þetta er auðvitað alveg magnað og við vissum ekki af þessu fyrr en vinkona okkar, hún Yuka Ogura, sagði okkur frá þessu,“ segir María Rut Reynisdóttir, umboðsmaður Ásgeirs Trausta, en hann er að gera frábæra hluti í Japan þessa dagana. Ásgeir er í fyrsta sæti á Billboard Hot Overseas-listanum í Japan með smáskífulagið King and Cross. Þá er lagið í þrettánda sæti á Billboard Japan Hot 100 listanum. „Ogura sagðist aldrei hafa séð íslenska listamenn á þessum lista. Þetta er mælt með einhverri hlutfallsblöndu, blanda af spilun, iTunes-sölu og hversu oft hann er gúgglaður og skoðaður á Twitter. Þetta er einhvers konar hlutfall,“ útskýrir María Rut. Þá er Ásgeir í fyrsta sæti Billboard-listanum Next Big Sound, þar sem tekið er saman hröðustu og mestu sölurnar í liðinni viku á helstu tónlistarveitum á netinu og einnig tölfræðilegar líkur á mikilli velgengni í framtíðinni. Hinn 15. janúar kom Ásgeir fram á EBBA-verðlaunahátíðinni í Hollandi en hann hlaut einnig verðlaunin. EBBA-verðlaunin eru veitt því tónlistarfólki sem þykir hafa náð framúrskarandi árangri með tónlist sinni út yfir landamæri heimalandsins. „Við vorum að klára tónleika á Eurosonic og það var rosa flott, mjög vel heppnað og góðar undirtektir.“ Plata Ásgeirs, In the Silence, sem hefur fengið prýðisdóma í erlendum miðlum, kemur út í Evrópu í dag. Þá er hún komin í forsölu á tonlist.is með tveimur glænýjum aukalögum og þremur lögum í órafmagnaðri útgáfu. Í febrúar fer Ásgeir ásamt félögum sínum í fyrsta skipti til Asíu en þar koma þeir meðal annars fram með stórhljómsveitum á borð við Mogwai og The National. „Hann er auðvitað sérstaklega spenntur yfir að fara til Japans eftir þessar frábæru fréttir,“ segir María Rut. Bandaríkin eru næsti viðkomustaður á eftir Asíu en þó eru nánari staðsetningar innan Bandaríkjanna ekki staðfestar. Þegar Ásgeir og félagar hafa lokið ferð sinni um Bandaríkin halda þeir aftur til Evrópu.
Mest lesið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Að lifa drauminn: Englafjárfestir, uppistandari, móðir, með sér yngri manni og og og... Áskorun Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Fleiri fréttir Kristinn Svavarsson er látinn Hætta óvænt við tónleikaferðalög sín „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira