Lífið

Ást og gleði dreift til ókunnugra

Hugsunin að gefa ókunnugum gjafir til að gleðja og kæta á sér nærtæka fyrirmynd, en það er einmitt það sem jólasveinarnir eru hvað þekktastir fyrir að gera. Ekki er þó þörf á að vera í jólasveinabúning til að taka þátt í deginum Gjafir handa ókunnugum.
Hugsunin að gefa ókunnugum gjafir til að gleðja og kæta á sér nærtæka fyrirmynd, en það er einmitt það sem jólasveinarnir eru hvað þekktastir fyrir að gera. Ekki er þó þörf á að vera í jólasveinabúning til að taka þátt í deginum Gjafir handa ókunnugum.
Gjafir handa ókunnugum-dagurinn haldinn í fyrsta skipti á Íslandi í ár.

„Ég vona að sem flestir taki þátt með því að gefa ókunnugum litlar gjafir,“ segir Maflor Blanchefleur sem stendur að baki deginum Gjafir handa ókunnugum næstkomandi sunnudag.

Um er að ræða alþjóðlegan dag sem fyrst var haldinn hátíðlegur í Toronto í Kanada 18. desember 2010. Hann gengur út á að gleðja ókunnuga með því að gefa þeim litlar gjafir. „Allir þátttakendur búa til eins margar gjafir og þeir vilja, pakka þeim inn og láta fylgja með miða sem á stendur „Frá einum ókunnugum til annars. Gleðilega hátíð.“ Gjafirnar eiga alls ekki að vera dýrar heldur er til dæmis algengt að fólk skrifi lög á geisladisk, semji ljóð eða kaupi lítinn bangsa eða létta bók. Þetta snýst um að kalla fram bros meðal ókunnugra, vera frumlegur og gefa frá hjartanu,“ segir Maflor. Á sunnudaginn klukkan 16 safnast svo allir þeir sem vilja taka þátt saman fyrir framan Landsbankann á Laugarvegi og dreifa gjöfunum á meðal ókunnugra. „Dagurinn takmarkast samt ekki bara við Laugarveginn heldur hvet ég fólk til að fara líka um sitt hverfi eða hvar sem er og gleðja ókunnugt fólk með litlum gjöfum,“ segir hún.

Maflor er búsett á Íslandi en hún kemur frá Filippseyjum. „Íslendingar hafa verið svo góðir við mig og fjölskylduna mína og ég veit að hér er hellingur af góðu fólki sem er fullt af væntumþykju. Hugmyndin á bak við þennan dag er að dreifa ást og gleði og ég er viss um að margir hérlendis vilja taka þátt. Eins og segir á heimasíðu dagsins þá getur eitt lítið góðverk jafnvel breytt því hvernig aðrir sjá heiminn,“ segir Maflor.- trs






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.