Ást og gleði dreift til ókunnugra 13. desember 2012 10:00 Hugsunin að gefa ókunnugum gjafir til að gleðja og kæta á sér nærtæka fyrirmynd, en það er einmitt það sem jólasveinarnir eru hvað þekktastir fyrir að gera. Ekki er þó þörf á að vera í jólasveinabúning til að taka þátt í deginum Gjafir handa ókunnugum. Gjafir handa ókunnugum-dagurinn haldinn í fyrsta skipti á Íslandi í ár. „Ég vona að sem flestir taki þátt með því að gefa ókunnugum litlar gjafir,“ segir Maflor Blanchefleur sem stendur að baki deginum Gjafir handa ókunnugum næstkomandi sunnudag. Um er að ræða alþjóðlegan dag sem fyrst var haldinn hátíðlegur í Toronto í Kanada 18. desember 2010. Hann gengur út á að gleðja ókunnuga með því að gefa þeim litlar gjafir. „Allir þátttakendur búa til eins margar gjafir og þeir vilja, pakka þeim inn og láta fylgja með miða sem á stendur „Frá einum ókunnugum til annars. Gleðilega hátíð.“ Gjafirnar eiga alls ekki að vera dýrar heldur er til dæmis algengt að fólk skrifi lög á geisladisk, semji ljóð eða kaupi lítinn bangsa eða létta bók. Þetta snýst um að kalla fram bros meðal ókunnugra, vera frumlegur og gefa frá hjartanu,“ segir Maflor. Á sunnudaginn klukkan 16 safnast svo allir þeir sem vilja taka þátt saman fyrir framan Landsbankann á Laugarvegi og dreifa gjöfunum á meðal ókunnugra. „Dagurinn takmarkast samt ekki bara við Laugarveginn heldur hvet ég fólk til að fara líka um sitt hverfi eða hvar sem er og gleðja ókunnugt fólk með litlum gjöfum,“ segir hún. Maflor er búsett á Íslandi en hún kemur frá Filippseyjum. „Íslendingar hafa verið svo góðir við mig og fjölskylduna mína og ég veit að hér er hellingur af góðu fólki sem er fullt af væntumþykju. Hugmyndin á bak við þennan dag er að dreifa ást og gleði og ég er viss um að margir hérlendis vilja taka þátt. Eins og segir á heimasíðu dagsins þá getur eitt lítið góðverk jafnvel breytt því hvernig aðrir sjá heiminn,“ segir Maflor.- trs Mest lesið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið „Risa tilkynning“ Lífið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun Birgitta prinsessa er látin Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Tíska og hönnun 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira
Gjafir handa ókunnugum-dagurinn haldinn í fyrsta skipti á Íslandi í ár. „Ég vona að sem flestir taki þátt með því að gefa ókunnugum litlar gjafir,“ segir Maflor Blanchefleur sem stendur að baki deginum Gjafir handa ókunnugum næstkomandi sunnudag. Um er að ræða alþjóðlegan dag sem fyrst var haldinn hátíðlegur í Toronto í Kanada 18. desember 2010. Hann gengur út á að gleðja ókunnuga með því að gefa þeim litlar gjafir. „Allir þátttakendur búa til eins margar gjafir og þeir vilja, pakka þeim inn og láta fylgja með miða sem á stendur „Frá einum ókunnugum til annars. Gleðilega hátíð.“ Gjafirnar eiga alls ekki að vera dýrar heldur er til dæmis algengt að fólk skrifi lög á geisladisk, semji ljóð eða kaupi lítinn bangsa eða létta bók. Þetta snýst um að kalla fram bros meðal ókunnugra, vera frumlegur og gefa frá hjartanu,“ segir Maflor. Á sunnudaginn klukkan 16 safnast svo allir þeir sem vilja taka þátt saman fyrir framan Landsbankann á Laugarvegi og dreifa gjöfunum á meðal ókunnugra. „Dagurinn takmarkast samt ekki bara við Laugarveginn heldur hvet ég fólk til að fara líka um sitt hverfi eða hvar sem er og gleðja ókunnugt fólk með litlum gjöfum,“ segir hún. Maflor er búsett á Íslandi en hún kemur frá Filippseyjum. „Íslendingar hafa verið svo góðir við mig og fjölskylduna mína og ég veit að hér er hellingur af góðu fólki sem er fullt af væntumþykju. Hugmyndin á bak við þennan dag er að dreifa ást og gleði og ég er viss um að margir hérlendis vilja taka þátt. Eins og segir á heimasíðu dagsins þá getur eitt lítið góðverk jafnvel breytt því hvernig aðrir sjá heiminn,“ segir Maflor.- trs
Mest lesið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið „Risa tilkynning“ Lífið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun Birgitta prinsessa er látin Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Tíska og hönnun 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira