Innlent

Átakanlegt myndband um einelti vekur gríðarlega athygli

Unglingur að nafni Jonah Mowry birti í ágúst síðastliðnum myndband á YouTube þar sem hann lýsir einelti sem hann hefur mátt þola í langan tíma. Myndbandið hefur vakið gríðarlega athygli enda hjartanístandi á að horfa.

Jonah talar ekki í myndbandinu heldur lýsir raunum sínum og tilfinningum með því að halda á lofti spjöldum sem hann hefur skrifað. Myndbandið hefur í dag farið eins og eldur um sinu í netheimum og hafa tugþúsundir manna skrifað hvatningarorð til Jonah.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×