Athugasemdir við leiðara Fréttablaðsins Arnór Sighvatsson skrifar 10. september 2014 07:00 Hinn 5. september sl. ritaði Fanney Birna Jónsdóttir forystugrein í Fréttablaðið undir fyrirsögninni Þriðja heims Ísland, þar sem fram kemur það sjónarmið höfundar að Íslandi svipi að mörgu leyti til þriðja heims ríkja, a.m.k. varðandi skilvirkni viðskiptaumhverfisins. Ég ætla ekki að taka afstöðu til þeirrar fullyrðingar en sýnist Fanney hins vegar nokkuð seinheppin varðandi það dæmi sem hún tekur máli sínu til stuðnings. „Þegar höftunum var upprunalega komið á fót óttuðust margir afturhvarf til þess tíma þegar flokksskírteini eða klíkuskapur voru forsenda þess að fá gjaldeyri úthlutaðan“, segir Fanney og lætur þess getið að bréf Viðskiptaráðs til fjármála- og efnahagsráðherra staðfesti fullkomlega að nefndur ótti eigi við rök að styðjast. Fanney fullyrðir að „ógagnsæi og ójafnræði einkenni ákvarðanatöku gjaldeyriseftirlits Seðlabankans og ákveðnir „ráðgjafar“ fái, í gegnum tengsl sín við bankann, skjótari og hagstæðari úrlausn mála sinna“. Hún spyr loks hvort þessi lýsing á starfsháttum bankans eigi meira skylt við seðlabanka í öðru vestrænu ríki eða í þriðja heiminum.Ósatt og ósanngjarnt Fullyrðing Fanneyjar er bæði ósanngjörn og ósönn. Í fyrsta lagi er ósanngjarnt og villandi að gefa sér að starfshættir seðlabanka í þriðja heiminum séu almennt slæmir. Í öðru lagi er staðhæfing um að slík lýsing eigi við um Seðlabanka Íslands ósanngjörn, ósönn og órökstudd. Höfundur vitnar í bréf Viðskiptaráðs, þar sem vísað er í ónafngreinda heimildarmenn, en virðist ekki gera ráð fyrir að fullyrðingar þeirra geti verið rangar eða byggðar á misskilningi, né virðist höfundur hafa reynt að grafast fyrir um sannleiksgildi þeirra. Seðlabankinn hefur sjálfur reynt að afla upplýsinga um málsatvik sem gætu varpað ljósi á tilefni þessara fullyrðinga, m.a. hjá Viðskiptaráði, en fátt var um svör. Seðlabankanum er mikið í mun að bæta stjórnsýslu þar sem hnökra er að finna, en án upplýsinga um málsatvik er bankanum vandi á höndum.Hagsmunir og jafnræði Á Seðlabankanum hvílir sú skylda að veita undanþágur frá fjármagnshöftum á grundvelli sjónarmiða sem kveðið er á um í lögum. Við veitingu undanþágu þarf að vega og meta hagsmuni undanþágubeiðanda annars vegar og þjóðarhagsmuni hins vegar, þar sem fordæmisgildi undanþágu getur vegið þungt. Gjaldeyriseftirlitið heldur því ítarlegt bókhald um undanþágur, enda leggja stjórnsýslulög þær skyldur á herðar Seðlabankanum að aðilar í sambærilegri stöðu fái sambærilega úrlausn mála. Stór hluti mála er nú afgreiddur samkvæmt skýrum fordæmum. Hvort mál falli undir tiltekið fordæmi er að sönnu stundum matskennd ákvörðun. Þegar um erfið mál er að ræða koma jafnan fleiri en gjaldeyriseftirlitið að því máli og að lokum sérstök úrskurðarnefnd sem skipuð er þremur sérfræðingum, auk seðlabankastjóra og aðstoðarseðlabankastjóra. Þetta ætti að geta talist vönduð stjórnsýsla, þótt því miður leiði hún stundum til þess að afgreiðslutími verður lengri en æskilegt væri út frá öðrum sjónarmiðum. Seðlabankinn mun áfram leggja sig fram við vandaða stjórnsýsluhætti og bæta þá ef hægt er. Ég vænti þess að ritstjórar Fréttablaðsins leggi sig einnig fram um að gæta þess framvegis að vanda sig við frétta- og leiðaraskrif. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Skoðun Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Sjá meira
Hinn 5. september sl. ritaði Fanney Birna Jónsdóttir forystugrein í Fréttablaðið undir fyrirsögninni Þriðja heims Ísland, þar sem fram kemur það sjónarmið höfundar að Íslandi svipi að mörgu leyti til þriðja heims ríkja, a.m.k. varðandi skilvirkni viðskiptaumhverfisins. Ég ætla ekki að taka afstöðu til þeirrar fullyrðingar en sýnist Fanney hins vegar nokkuð seinheppin varðandi það dæmi sem hún tekur máli sínu til stuðnings. „Þegar höftunum var upprunalega komið á fót óttuðust margir afturhvarf til þess tíma þegar flokksskírteini eða klíkuskapur voru forsenda þess að fá gjaldeyri úthlutaðan“, segir Fanney og lætur þess getið að bréf Viðskiptaráðs til fjármála- og efnahagsráðherra staðfesti fullkomlega að nefndur ótti eigi við rök að styðjast. Fanney fullyrðir að „ógagnsæi og ójafnræði einkenni ákvarðanatöku gjaldeyriseftirlits Seðlabankans og ákveðnir „ráðgjafar“ fái, í gegnum tengsl sín við bankann, skjótari og hagstæðari úrlausn mála sinna“. Hún spyr loks hvort þessi lýsing á starfsháttum bankans eigi meira skylt við seðlabanka í öðru vestrænu ríki eða í þriðja heiminum.Ósatt og ósanngjarnt Fullyrðing Fanneyjar er bæði ósanngjörn og ósönn. Í fyrsta lagi er ósanngjarnt og villandi að gefa sér að starfshættir seðlabanka í þriðja heiminum séu almennt slæmir. Í öðru lagi er staðhæfing um að slík lýsing eigi við um Seðlabanka Íslands ósanngjörn, ósönn og órökstudd. Höfundur vitnar í bréf Viðskiptaráðs, þar sem vísað er í ónafngreinda heimildarmenn, en virðist ekki gera ráð fyrir að fullyrðingar þeirra geti verið rangar eða byggðar á misskilningi, né virðist höfundur hafa reynt að grafast fyrir um sannleiksgildi þeirra. Seðlabankinn hefur sjálfur reynt að afla upplýsinga um málsatvik sem gætu varpað ljósi á tilefni þessara fullyrðinga, m.a. hjá Viðskiptaráði, en fátt var um svör. Seðlabankanum er mikið í mun að bæta stjórnsýslu þar sem hnökra er að finna, en án upplýsinga um málsatvik er bankanum vandi á höndum.Hagsmunir og jafnræði Á Seðlabankanum hvílir sú skylda að veita undanþágur frá fjármagnshöftum á grundvelli sjónarmiða sem kveðið er á um í lögum. Við veitingu undanþágu þarf að vega og meta hagsmuni undanþágubeiðanda annars vegar og þjóðarhagsmuni hins vegar, þar sem fordæmisgildi undanþágu getur vegið þungt. Gjaldeyriseftirlitið heldur því ítarlegt bókhald um undanþágur, enda leggja stjórnsýslulög þær skyldur á herðar Seðlabankanum að aðilar í sambærilegri stöðu fái sambærilega úrlausn mála. Stór hluti mála er nú afgreiddur samkvæmt skýrum fordæmum. Hvort mál falli undir tiltekið fordæmi er að sönnu stundum matskennd ákvörðun. Þegar um erfið mál er að ræða koma jafnan fleiri en gjaldeyriseftirlitið að því máli og að lokum sérstök úrskurðarnefnd sem skipuð er þremur sérfræðingum, auk seðlabankastjóra og aðstoðarseðlabankastjóra. Þetta ætti að geta talist vönduð stjórnsýsla, þótt því miður leiði hún stundum til þess að afgreiðslutími verður lengri en æskilegt væri út frá öðrum sjónarmiðum. Seðlabankinn mun áfram leggja sig fram við vandaða stjórnsýsluhætti og bæta þá ef hægt er. Ég vænti þess að ritstjórar Fréttablaðsins leggi sig einnig fram um að gæta þess framvegis að vanda sig við frétta- og leiðaraskrif.
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar