Atli Sveinn: Þetta var mjög svekkjandi

„Þetta var mjög svekkjandi því við vorum búnir að stjórna leiknum alveg. Við vorum ekki nógu grimmir inn í teig og verjumst síðan ekki nógu vel í lokin. Þetta var ekki nógu gott," sagði Atli Sveinn Þórarinsson, fyrirliði Vals, eftir leikinn.
„Spilið í seinni hálfleik var gott en það var svolítið hægt. Við verðum að vinna með það að gera það hraðara og reyna jafnfram að teygja betur á andstæðingnum," sagði Atli Sveinn.
Það var mikið um að vera í dag þegar Valsmenn héldu upp á 100 ára afmæli sitt en truflaði það liðið?
„Það truflaði okkur ekki. Við vissum það að þeir eru með hörkulið og þeir vörðust mjög vel. Auðvitað er fúlt að tapa þessum leik en svona er þetta stundum," sagði Atli.
„Maður var að vona það að við myndum ná einu í lokin í staðinn fyrir að þeir gerðu það. Á meðan staðan er 0-0 þá þarf lítið útaf að bregða og því miður brást þetta í dag," sagði Atli að lokum.
Tengdar fréttir

Andri: Okkur fannst allavega gaman í þessu afmæli
Andri Ólafsson, fyrirliði ÍBV, var að sjálfsögðu kátur eftir 1-0 sigur á Val á Vodafonevellinum í kvöld. Eyjamenn spiluðu manni færri allan seinni hálfleikinn en tókst að tryggja sér 1-0 sigur með marki Þórarins Inga Valdimarssonar í uppbótartíma.

Þórarinn Ingi: Okkar mottó er að gefast aldrei upp
Þórarinn Ingi Valdimarsson var hetja Eyjamanna í kvöld þegar hann tryggði liðinu 1-0 sigur á Val með stórkostlegu skoti utan teigs þegar 90 mínútur voru nýkomnar upp á vallarklukkuna.

Kristján: Við áttum að skora í fyrri hálfleik
Kristján Guðmundsson, þjálfari Vals, var ekki sáttur með leik sinna manna í seinni hálfleik í kvöld en Valsmenn nýttu það illa að vera manni fleiri á móti ÍBV og fengu síðan á sig mark í uppbótartíma.

Umfjöllun: Stórglæsilegt sigurmark Þórarins eyðilagði afmælisveisluna
Þórarinn Ingi Valdimarsson tryggði Eyjamönnum 1-0 sigur á Val og sá til þess að Valsmenn fóru stigalausir heim úr 100 ára afmælisveislunni á Vodavone-vellinum í kvöld. Eyjamenn spiluðu manni færri allan seinni hálfeikinn en tókst að halda aftur af heimamönnum áður en Þórarinn skoraði sigurmarkið með stórkostlegu skoti í uppbótartíma.