Átökin á myndbandi: Þverneitar að hafa áreitt starfsfólk Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. júní 2015 14:58 „Ég áreitti ekki neinar stelpur, ég vildi bara hitta Leon Hill“ segir tónlistarmaðurinn Bam Margera sem lenti í útistöðum við íslenska tónlistarmenn á tónlistarhátíðinni Secret Solstice í gærkvöldi.Click here for an English version Í myndbandi, sem Vísir hefur undir höndum og sjá má hér að ofan, má sjá upptök umræddra átaka.Vísir greindi frá átökunum í gærkvöldi og hafði eftir talsmanni hátíðarinnar að Bam Margera hafði verið í virkilega annarlegu ástandi þegar árásina bar að. Hann hafi reynt að brjóta sér leið inn í framleiðsluherbergi hátíðarinnar, sem staðsett var í Þróttaraheimilinu, en honum verið meinaður aðgangur af tveimur kvenkyns starfsmönnum hátíðarinnar. Þá hafi hann tekið að áreita starfsmennina svo út fór fyrir öll velsæmismörk og hafi mennirnir sem réðust á Bam verið að koma stúlkunum til bjargar. Í samtali við Vísi segir Bam Margera að upp úr hafi soðið eftir að honum hafi verið neitað að ná tali af einum starfsmanni hátíðarinnar, umboðsmanninum Leon Hill, en þeir Margera hafa lengi eldað grátt silfur saman. Tónlistarmaðurinn og Jackass-meðlimurinn segir Hill hafa haft af sér og hljómsveit sinni, The Earth Rocker, fé og vildi hann fá að ræða við umboðsmanninn vegna þessa.Bam Margera var illa útleikinn þegar blaðamaður náði tali af honum í dag.Vísir/Stefán Ó.„Ég kom þeim skilaboðum til hans að það væri blaðamaður á vegum The Rolling Stone sem vildi taka viðtal við hann. Honum bregður svo í brún þegar hann sér mig standandi við barinn og félagar hans stökkva á mig og berja mig í klessu,“ segir Bam. Hann þverneitar fyrir að hafa áreitt kvenkyns starfsmenn hátíðarinnar. Hann hafi verið ákveðinn en hann hafi ekki með nokkru móti áreitt þær – hvað þá kynferðislega eins og margir hafa látið í veðri vaka. „Ég sá að stelpurnar voru með talstöðvar á öxlinni og ég bað þær um að hringja á Leon fyrir mig. Þegar þær neituðu varð ég ákveðnari og það fór illa í fylgdarlið Hill,“ segir Bam. Hann býst við því að málið verið tilkynnt til lögreglu síðar í dag. Bam Margera undirstrikar að þessi átök hafi ekkert með Secret Solstice að gera og að hann hafi ekkert út á hátíðina að setja. Umgjörðin hafi öll verið til fyrirmyndar og hann ber íslenskum tónleikagestum vel söguna. Í myndbandi, sem Vísir hefur undir höndum og sjá má hér að ofan, má sjá upptök umræddra átaka. Þar sést hvernig Bam Margera hlýtur þrjú þung höfuðhögg, þar af eitt frá íslenska rapparanum Gísla Pálma sem hafði skömmu áður hrint einum hljómsveitarmeðlimi Margera í gólfið. Því næst ráfar Bam í átt að útidyrahurðinni áður en hann fellur til jarðar en höfuð hans hefur viðkomu í dyrakarmi í fallinu. Þar á eftir kemur viðtal við Bam þar sem hann lýsir sinni hlið á sögunni. Ósk Gunnarsdóttir og Egill Ólafur Thorarensen aðstandendur hátíðarinnar vildu ekki tjá sig um myndbandið - að öðru leyti en að það segði ekki alla söguna. Ekki náðist í Gísla Pálma við gerð þessarar fréttar. Tengdar fréttir Landsþekktir tónlistarmenn réðust á Bam Margera Bam Margera var í annarlegu ástandi og áreitti starfsmenn Secret Solstice 20. júní 2015 23:54 Famous Jackass beaten up by well known Icelandic artists Bam Margera, musician and member of the Jackass crew, got into a brawl at the Secret Solstice music festival in Iceland tonight around 11 pm local time. 21. júní 2015 00:36 Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Sjá meira
„Ég áreitti ekki neinar stelpur, ég vildi bara hitta Leon Hill“ segir tónlistarmaðurinn Bam Margera sem lenti í útistöðum við íslenska tónlistarmenn á tónlistarhátíðinni Secret Solstice í gærkvöldi.Click here for an English version Í myndbandi, sem Vísir hefur undir höndum og sjá má hér að ofan, má sjá upptök umræddra átaka.Vísir greindi frá átökunum í gærkvöldi og hafði eftir talsmanni hátíðarinnar að Bam Margera hafði verið í virkilega annarlegu ástandi þegar árásina bar að. Hann hafi reynt að brjóta sér leið inn í framleiðsluherbergi hátíðarinnar, sem staðsett var í Þróttaraheimilinu, en honum verið meinaður aðgangur af tveimur kvenkyns starfsmönnum hátíðarinnar. Þá hafi hann tekið að áreita starfsmennina svo út fór fyrir öll velsæmismörk og hafi mennirnir sem réðust á Bam verið að koma stúlkunum til bjargar. Í samtali við Vísi segir Bam Margera að upp úr hafi soðið eftir að honum hafi verið neitað að ná tali af einum starfsmanni hátíðarinnar, umboðsmanninum Leon Hill, en þeir Margera hafa lengi eldað grátt silfur saman. Tónlistarmaðurinn og Jackass-meðlimurinn segir Hill hafa haft af sér og hljómsveit sinni, The Earth Rocker, fé og vildi hann fá að ræða við umboðsmanninn vegna þessa.Bam Margera var illa útleikinn þegar blaðamaður náði tali af honum í dag.Vísir/Stefán Ó.„Ég kom þeim skilaboðum til hans að það væri blaðamaður á vegum The Rolling Stone sem vildi taka viðtal við hann. Honum bregður svo í brún þegar hann sér mig standandi við barinn og félagar hans stökkva á mig og berja mig í klessu,“ segir Bam. Hann þverneitar fyrir að hafa áreitt kvenkyns starfsmenn hátíðarinnar. Hann hafi verið ákveðinn en hann hafi ekki með nokkru móti áreitt þær – hvað þá kynferðislega eins og margir hafa látið í veðri vaka. „Ég sá að stelpurnar voru með talstöðvar á öxlinni og ég bað þær um að hringja á Leon fyrir mig. Þegar þær neituðu varð ég ákveðnari og það fór illa í fylgdarlið Hill,“ segir Bam. Hann býst við því að málið verið tilkynnt til lögreglu síðar í dag. Bam Margera undirstrikar að þessi átök hafi ekkert með Secret Solstice að gera og að hann hafi ekkert út á hátíðina að setja. Umgjörðin hafi öll verið til fyrirmyndar og hann ber íslenskum tónleikagestum vel söguna. Í myndbandi, sem Vísir hefur undir höndum og sjá má hér að ofan, má sjá upptök umræddra átaka. Þar sést hvernig Bam Margera hlýtur þrjú þung höfuðhögg, þar af eitt frá íslenska rapparanum Gísla Pálma sem hafði skömmu áður hrint einum hljómsveitarmeðlimi Margera í gólfið. Því næst ráfar Bam í átt að útidyrahurðinni áður en hann fellur til jarðar en höfuð hans hefur viðkomu í dyrakarmi í fallinu. Þar á eftir kemur viðtal við Bam þar sem hann lýsir sinni hlið á sögunni. Ósk Gunnarsdóttir og Egill Ólafur Thorarensen aðstandendur hátíðarinnar vildu ekki tjá sig um myndbandið - að öðru leyti en að það segði ekki alla söguna. Ekki náðist í Gísla Pálma við gerð þessarar fréttar.
Tengdar fréttir Landsþekktir tónlistarmenn réðust á Bam Margera Bam Margera var í annarlegu ástandi og áreitti starfsmenn Secret Solstice 20. júní 2015 23:54 Famous Jackass beaten up by well known Icelandic artists Bam Margera, musician and member of the Jackass crew, got into a brawl at the Secret Solstice music festival in Iceland tonight around 11 pm local time. 21. júní 2015 00:36 Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Sjá meira
Landsþekktir tónlistarmenn réðust á Bam Margera Bam Margera var í annarlegu ástandi og áreitti starfsmenn Secret Solstice 20. júní 2015 23:54
Famous Jackass beaten up by well known Icelandic artists Bam Margera, musician and member of the Jackass crew, got into a brawl at the Secret Solstice music festival in Iceland tonight around 11 pm local time. 21. júní 2015 00:36