Innlent

Átt þú þessa skó?

Jóhannes Stefánsson skrifar
Lögreglan notar samfélagsmiðla til að auðvelda fólki að nálgast eigur sínar.
Lögreglan notar samfélagsmiðla til að auðvelda fólki að nálgast eigur sínar. Vísir/Stefán
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur nú brugðið á það ráð að setja inn myndir af óskilamunum á netið í von um að réttir eigendur finnist. Þetta kemur fram á fésbókarsíðu lögreglunnar.

Átt þú þessa skó? Þeir eru meðal fjölda annarra muna sem lögreglan hefur sett inn á vefinn.
Myndirnar eru birtar á Pinterest-síðu lögreglunnar en þar má sjá fjölda reiðhjóla, gsm-síma og annarra muna eins og myndavéla, lykla og jafnvel skó.

Fjöldi fólks hefur deilt síðunni að beiðni lögreglunnar sem er mjög virk á samfélagsmiðlunum.

Munir sem ekki komast í hendur eigenda og eru ekki persónulegs eðlis eru jafnan seldir á uppboðum. Samkvæmt upplýsingum lögreglu rennur andvirði uppboðanna til mannúðarmála.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×