Áttatíu metra hótelskip varpi ankeri varanlega í Hafnarfirði Garðar Örn Úlfarsson skrifar 27. maí 2014 07:00 Dýkpunarframkvæmdir og hafnargerð þarf til áður hægt verður að hefja rekstur hótel- og veitingaskips við Kirkjutorg hjá Hafnarfjarðarhöfn. Fréttablaðið/Valli „Númer eitt er þetta atvinnuskapandi í Hafnarfirði og kemur bænum á kortið,“ segir Magnús Garðarsson í Veitingalist sem sótt hefur um leyfi fyrir hótel- og veitingaskipi í Hafnarfjarðarhöfn. Að sögn Magnúsar verður um að ræða 79 metra langt hótelskip með 62 herbergjum sem öll hafa eigið bað og bjarta glugga. Þar er 130 manna veitingstaður og bar og fundarherbergi. Fleyið er í „retro-stíl.“Magnús Garðarsson veitingamaður í Veitingalist.Fréttablaðið/PállSmíðað þegar nóg var til af peningum „Skipið var smíðað í Búdapest í Ungverjalandi árið 1962 þegar það var nóg til af peningum og var ekkert til sparað. Það var allt tekið í gegn 2011 og við erum að láta breyta því enn meira og gera það að þriggja stjörnu hóteli áður en það kemur til landsins,“ segir Magnús.Úlfar Eysteinsson veitingamaður í Þremur frökkum.Fréttablaðið/ValliÞrír frakkar um borð Einn forsvarsmanna verkefnsins er Hafnfirðingurinn Úlfar Eysteinsson á veitingastaðnum Þremur frökkum. Úlfar mun sjá um rekstur veitingastaðarins um borð en Magnús segir enn eftir að ganga frá samningum um rekstur hótelhlutans. Ýmsir þættir séu enn ófrágengnir. „En skipið er væntanlegt hingað í júlí og á að verða tilbúið 1. september,“ segir hann. Nokkrir staðir hafa verið ræddir fyrir skipið. Efst á listanum núna er að það verði bundið við flotbryggju út af svokölluðu Kirkjurtorgi.Már Sveinbjörnsson hafnarstjóri í HafnarfirðiFréttablaðið/PjeturHöfnin jákvæð en margt óskoðað „Við höfum verið að skoða með jákvæðum huga hvort það er möguleiki að útbúa aðstöðu fyrir þetta,“ segir Már Sveinbjörnsson hafnarstjóri Hafnarfjarðarhafnar. Hótelskipið geti ekki verið við hefðbundna bryggju vegna mikils munar á flóði og fjöru. Lausnin gæti því verið flotbryggja. Tveir staðir komi nú helst til greina og þá helst framan við Kirkjurtorg þar sem auðvelt sé að tengja aðkomuna að gatnakerfinu og staðurinn gæti tengst nauðslegri stækkun aðstöðunna fyir smábáta í Flensborgarhöfn. „Þetta er hugmynd sem hugsanlega gæti gengið en þarf að skoða miklu betur. Ef að af þessu yrði gæti það aldrei orðið fyrr en á næsta ári,“ segir hafnarstjórinn og minnir á að öllu skipulags- og hönnunarferli sé ólokið auk þess afla þurfi leyfa frá eftirlitsaðilum. „Það á eftir að skoða talsvert mikið ennþá áður en það verða teknar ákvarðanir.“ Tengdar fréttir Hótelskipið í Hafnarfirði verði þriggja stjörnu Forsvarsmenn Veitingalistar, sem standa að verkefninu, segist vera að láta breyta skipinu enn frekar en gert var við endurnýjun árið 2011. 27. maí 2014 10:53 Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Fleiri fréttir „Ekkert markvert hefur heyrst frá formanni flokksins Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Sjá meira
„Númer eitt er þetta atvinnuskapandi í Hafnarfirði og kemur bænum á kortið,“ segir Magnús Garðarsson í Veitingalist sem sótt hefur um leyfi fyrir hótel- og veitingaskipi í Hafnarfjarðarhöfn. Að sögn Magnúsar verður um að ræða 79 metra langt hótelskip með 62 herbergjum sem öll hafa eigið bað og bjarta glugga. Þar er 130 manna veitingstaður og bar og fundarherbergi. Fleyið er í „retro-stíl.“Magnús Garðarsson veitingamaður í Veitingalist.Fréttablaðið/PállSmíðað þegar nóg var til af peningum „Skipið var smíðað í Búdapest í Ungverjalandi árið 1962 þegar það var nóg til af peningum og var ekkert til sparað. Það var allt tekið í gegn 2011 og við erum að láta breyta því enn meira og gera það að þriggja stjörnu hóteli áður en það kemur til landsins,“ segir Magnús.Úlfar Eysteinsson veitingamaður í Þremur frökkum.Fréttablaðið/ValliÞrír frakkar um borð Einn forsvarsmanna verkefnsins er Hafnfirðingurinn Úlfar Eysteinsson á veitingastaðnum Þremur frökkum. Úlfar mun sjá um rekstur veitingastaðarins um borð en Magnús segir enn eftir að ganga frá samningum um rekstur hótelhlutans. Ýmsir þættir séu enn ófrágengnir. „En skipið er væntanlegt hingað í júlí og á að verða tilbúið 1. september,“ segir hann. Nokkrir staðir hafa verið ræddir fyrir skipið. Efst á listanum núna er að það verði bundið við flotbryggju út af svokölluðu Kirkjurtorgi.Már Sveinbjörnsson hafnarstjóri í HafnarfirðiFréttablaðið/PjeturHöfnin jákvæð en margt óskoðað „Við höfum verið að skoða með jákvæðum huga hvort það er möguleiki að útbúa aðstöðu fyrir þetta,“ segir Már Sveinbjörnsson hafnarstjóri Hafnarfjarðarhafnar. Hótelskipið geti ekki verið við hefðbundna bryggju vegna mikils munar á flóði og fjöru. Lausnin gæti því verið flotbryggja. Tveir staðir komi nú helst til greina og þá helst framan við Kirkjurtorg þar sem auðvelt sé að tengja aðkomuna að gatnakerfinu og staðurinn gæti tengst nauðslegri stækkun aðstöðunna fyir smábáta í Flensborgarhöfn. „Þetta er hugmynd sem hugsanlega gæti gengið en þarf að skoða miklu betur. Ef að af þessu yrði gæti það aldrei orðið fyrr en á næsta ári,“ segir hafnarstjórinn og minnir á að öllu skipulags- og hönnunarferli sé ólokið auk þess afla þurfi leyfa frá eftirlitsaðilum. „Það á eftir að skoða talsvert mikið ennþá áður en það verða teknar ákvarðanir.“
Tengdar fréttir Hótelskipið í Hafnarfirði verði þriggja stjörnu Forsvarsmenn Veitingalistar, sem standa að verkefninu, segist vera að láta breyta skipinu enn frekar en gert var við endurnýjun árið 2011. 27. maí 2014 10:53 Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Fleiri fréttir „Ekkert markvert hefur heyrst frá formanni flokksins Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Sjá meira
Hótelskipið í Hafnarfirði verði þriggja stjörnu Forsvarsmenn Veitingalistar, sem standa að verkefninu, segist vera að láta breyta skipinu enn frekar en gert var við endurnýjun árið 2011. 27. maí 2014 10:53