Áttræð og sótti um starf sem módel: „Ég var nú bara að gera smá grín“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 14. febrúar 2016 21:04 Hér má sjá tvær þeirra mynda sem Ásdís deildi á þráðinn hjá 66° Norður. myndir/ásdís karlsdóttir „Ég var nú bara að gera smá grín,“ segir Ásdís Karlsdóttir í samtali við Vísi. Í gær auglýsti 66° Norður eftir starfsfólki á Facebook-síðu sinni og Ásdís ákvað að sækja um sem fyrirsæta hjá fyrirtækinu með því að deila á þráðinn myndum af sér í hinum ýmsu stellingum. Það þætti eflaust ekki í frásögur færandi nema fyrir þá staðreynd að Ásdís verður 81 árs í sumar. „Þetta kom nú þannig til að skömmu áður hafði ég tekið þátt í einhverju prófi á netinu sem mælir með starfsvettvangi fyrir mann. Niðurstaða þess var sú að ég ætti að vera módel. Þannig mér datt í hug að setja nokkrar myndir þarna. Ég hef ofboðslega gaman af því að „flippa“ smá og þetta var algert grín,“ segir Ásdís. Aðspurð segir hún að enn sem komið er hafi enginn haft samband við hana enda hafi þetta nú verið grín. Hún bætir þó við að ef sú staða kæmi upp að henni stæði til boða að vera módel í auglýsingu þá myndi hún ekki slá hendinni á móti því tilboði. „Ég er hins vegar að verða 81 árs og það er ekki víst að einhver myndi ráða svo gamla konu. Mér þykir hins vegar miður að þegar verið er að auglýsa flíkur þá er það yfirleitt bara gert fyrir ungar stúlkur. Það er til að mynda mjög erfitt fyrir mig, hérna á Akureyri, að ganga inn í tískuverslun og finna kjól sem gæti virkað fyrir mig.“ Ásdís er menntaður íþróttakennari og starfaði sem slíkur við Verkmenntaskólann á Akureyri í tuttugu ár eða allt þar til hún varð 67 ára. Þá var hún um skeið heimavinnandi húsmóðir en hún eignaðist alls sex börn og barnabörnin eru orðin átján. Eitt barnabarn hennar er ansi þekkt nafn innan íslensku rappsenunnar en Ásdís er amma Kött Grá Pjé. „Ég kíkti á tónleika með honum fyrir einu eða tveimur árum þar sem ég var alveg langelsti gesturinn inni á Græna Hattinum,“ segir hún og hlær. „Ég skoða netið bæði í gegnum tölvu og svo er ég líka með iPad sem ég nota. Tölvuna nota ég aðallega til að rita æviminningar mínar sem ég ætla afkomendunum. En það er líka hægt að nota þetta til að skemmta sér. Síðan reyni ég að fara í göngutúra og hreyfa mig helst daglega,“ segir Ásdís og bætir við að lokum, „hví ætti maður ekki leika sér og hafa gaman þegar maður er gamall?“ Tengdar fréttir Erindið sem allir eru að tala um Rapparinn Kött Grá Pjé fer yfir vísanirnar og duldar líkingar í erindinu sínu í laginu Brennum allt. Hann grípur í bókmenntir, kvikmyndir, skoðanir þýsks listamanns og stöðu Hönnu Birnu Kristjánsdóttur. 24. ágúst 2015 09:00 Stundum þarf trylling í sálina Akureyrski tónlistarmaðurinn Kött Grá Pje vill helst ekki fara í buxur um helgar nema þegar hann vantar "trylling í sálina“, þá fer hann út á lífið. Biblían liggur á náttborðinu og í morgunmat verður köld pítsa. 13. febrúar 2016 11:00 Mest lesið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Lífið Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Lífið Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Lífið Fleiri fréttir Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Sjá meira
„Ég var nú bara að gera smá grín,“ segir Ásdís Karlsdóttir í samtali við Vísi. Í gær auglýsti 66° Norður eftir starfsfólki á Facebook-síðu sinni og Ásdís ákvað að sækja um sem fyrirsæta hjá fyrirtækinu með því að deila á þráðinn myndum af sér í hinum ýmsu stellingum. Það þætti eflaust ekki í frásögur færandi nema fyrir þá staðreynd að Ásdís verður 81 árs í sumar. „Þetta kom nú þannig til að skömmu áður hafði ég tekið þátt í einhverju prófi á netinu sem mælir með starfsvettvangi fyrir mann. Niðurstaða þess var sú að ég ætti að vera módel. Þannig mér datt í hug að setja nokkrar myndir þarna. Ég hef ofboðslega gaman af því að „flippa“ smá og þetta var algert grín,“ segir Ásdís. Aðspurð segir hún að enn sem komið er hafi enginn haft samband við hana enda hafi þetta nú verið grín. Hún bætir þó við að ef sú staða kæmi upp að henni stæði til boða að vera módel í auglýsingu þá myndi hún ekki slá hendinni á móti því tilboði. „Ég er hins vegar að verða 81 árs og það er ekki víst að einhver myndi ráða svo gamla konu. Mér þykir hins vegar miður að þegar verið er að auglýsa flíkur þá er það yfirleitt bara gert fyrir ungar stúlkur. Það er til að mynda mjög erfitt fyrir mig, hérna á Akureyri, að ganga inn í tískuverslun og finna kjól sem gæti virkað fyrir mig.“ Ásdís er menntaður íþróttakennari og starfaði sem slíkur við Verkmenntaskólann á Akureyri í tuttugu ár eða allt þar til hún varð 67 ára. Þá var hún um skeið heimavinnandi húsmóðir en hún eignaðist alls sex börn og barnabörnin eru orðin átján. Eitt barnabarn hennar er ansi þekkt nafn innan íslensku rappsenunnar en Ásdís er amma Kött Grá Pjé. „Ég kíkti á tónleika með honum fyrir einu eða tveimur árum þar sem ég var alveg langelsti gesturinn inni á Græna Hattinum,“ segir hún og hlær. „Ég skoða netið bæði í gegnum tölvu og svo er ég líka með iPad sem ég nota. Tölvuna nota ég aðallega til að rita æviminningar mínar sem ég ætla afkomendunum. En það er líka hægt að nota þetta til að skemmta sér. Síðan reyni ég að fara í göngutúra og hreyfa mig helst daglega,“ segir Ásdís og bætir við að lokum, „hví ætti maður ekki leika sér og hafa gaman þegar maður er gamall?“
Tengdar fréttir Erindið sem allir eru að tala um Rapparinn Kött Grá Pjé fer yfir vísanirnar og duldar líkingar í erindinu sínu í laginu Brennum allt. Hann grípur í bókmenntir, kvikmyndir, skoðanir þýsks listamanns og stöðu Hönnu Birnu Kristjánsdóttur. 24. ágúst 2015 09:00 Stundum þarf trylling í sálina Akureyrski tónlistarmaðurinn Kött Grá Pje vill helst ekki fara í buxur um helgar nema þegar hann vantar "trylling í sálina“, þá fer hann út á lífið. Biblían liggur á náttborðinu og í morgunmat verður köld pítsa. 13. febrúar 2016 11:00 Mest lesið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Lífið Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Lífið Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Lífið Fleiri fréttir Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Sjá meira
Erindið sem allir eru að tala um Rapparinn Kött Grá Pjé fer yfir vísanirnar og duldar líkingar í erindinu sínu í laginu Brennum allt. Hann grípur í bókmenntir, kvikmyndir, skoðanir þýsks listamanns og stöðu Hönnu Birnu Kristjánsdóttur. 24. ágúst 2015 09:00
Stundum þarf trylling í sálina Akureyrski tónlistarmaðurinn Kött Grá Pje vill helst ekki fara í buxur um helgar nema þegar hann vantar "trylling í sálina“, þá fer hann út á lífið. Biblían liggur á náttborðinu og í morgunmat verður köld pítsa. 13. febrúar 2016 11:00