Atvinnustefnu til framtíðar Kristinn Örn Jóhannesson skrifar 29. mars 2011 06:00 Á árunum fyrir hrun var atvinnuvinnuleysi lítið – sem betur fer. Þótt orsakir atvinnuleysisins nú megi rekja til kreppunar má líka færa rök fyrir því að atvinnuleysi hafi verið hér dulbúið um árabil. Sveiflum í atvinnustigi höfum við mætt með gengisfellingum og launalækkunum. Því miður er atvinnulíf hér í reynd tiltölulega fábreytt. Við höfum reitt okkur um of á fáar en stórar gjaldeyrisskapandi atvinnugreinar. Sjávarútvegurinn skilar um 40-50% af gjaldeyristekjum þjóðarinnar en nýtir aðeins um 5% mannaflans. Aflabrögð og verð á sjávarafurðum hefur því gríðarleg áhrif á efnahagslífi.HeróínhagkerfiðStjórnvöld hafa mætt þessu á markvissan en óheppilegan hátt með uppbyggingu orkufreks iðnaðar sem hefur kallað á mannaflsfrekar framkvæmdir í stuttan tíma með tilheyrandi efnahagssveiflum, örum en óstöðugum hagvexti. Lokum slíkra stórframkvæmda fylgir efnahagssamdráttur. Einatt hefur honum verið mætt með frekari stórframkvæmdum, oft á kostnað náttúrunnar. Þetta kalla ég „Heróínhagkerfi" því þegar fráhvarfseinkennin koma fram í hægari hagvexti þarf nýjan skammt framkvæmda. Hagrænum „vellíðunarskammti" er sprautað í æðar hagkerfisins. Hér er skammtímahugsunin ráðandi, ekki hugsað um efnahagslega heilsu til langs tíma. Þessu þarf að breyta. Líklega er aldrei betra tækifæri en nú – og vissulega aldrei meiri þörf. Nú þarf að skilgreina og ákveða atvinnustefnu til framtíðar með fjölbreyttum störfum í fjölþjóðlegu umhverfi. Ísland er eyland í eiginlegum skilningi en í efnahagslegum skilning er landið hluti af alþjóðlegu efnahagskerfi. Í því felast í senn ógnanir og tækifæri. Því fjölbreyttari sem störfin verða því minni verður áhætta þjóðarinnar. Þannig er hægt að draga úr vægi einstakra atvinnugreina og þar með þeim landlægu efnahagssveiflum sem við höfum búið við.Menntun er fjárfesting ekki kostnaðurEn atvinnustefna til framtíðar ein og sér er ekki nóg. Lærum af vinum okkar Finnum. Í kjölfar gríðarlegs efnahagshruns á níunda áratug síðustu aldar skilgreindu þeir og og bjuggu sér til skarpa framtíðarsýn í atvinnumálum byggða á „upplýsingatækni". Atvinnulíf Finna varð betra og stöðugra. Hins vegar ráku menn sig á að ekki var til „rétt menntaða" fólkið í nýju störfin. Ekki hafði verið hugsað til þess að menntastefnan fylgdi framtíðarsýninni í atvinnumálum. Þetta þurfum við að hafa í huga. Stefna í atvinnumálum og stefna í menntamálum verða að fylgjast að. Við þurfum að horfa á menntun sem langtímafjárfestingu í atvinnulífinu en ekki rekstrarkostnað hins opinbera. Fjárfestum í menntun fyrir atvinnulíf framtíðar. Gerum núverandi kerfi atvinnuleysisbóta og Lánasjóðs námsmanna sveigjanlegri, samhæfðari, búum okkur til vænlega framtíð. En núna strax í dag þurfum við að bæta í frekar en að skera niður í fullorðinsfræðslu, kvöldskólum og atvinnutengdu námi og námsskeiðum. Við þurfum að virkja þá óvirku, hvetja og skapa þeim og okkur öllum framtíðarsýn. Framtíðarsýn byggða á menntun við hæfi einstaklinga fyrir atvinnulífið – fyrir heildina. Stéttarfélög eins og VR geta þarna lagt hönd á plóg. Allt þarf að skoða með opnum hug. Atvinnustefna framtíðarinnar er byggð á menntastefnu samtímans. Vinnum saman – þá vinna allir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Sjá meira
Á árunum fyrir hrun var atvinnuvinnuleysi lítið – sem betur fer. Þótt orsakir atvinnuleysisins nú megi rekja til kreppunar má líka færa rök fyrir því að atvinnuleysi hafi verið hér dulbúið um árabil. Sveiflum í atvinnustigi höfum við mætt með gengisfellingum og launalækkunum. Því miður er atvinnulíf hér í reynd tiltölulega fábreytt. Við höfum reitt okkur um of á fáar en stórar gjaldeyrisskapandi atvinnugreinar. Sjávarútvegurinn skilar um 40-50% af gjaldeyristekjum þjóðarinnar en nýtir aðeins um 5% mannaflans. Aflabrögð og verð á sjávarafurðum hefur því gríðarleg áhrif á efnahagslífi.HeróínhagkerfiðStjórnvöld hafa mætt þessu á markvissan en óheppilegan hátt með uppbyggingu orkufreks iðnaðar sem hefur kallað á mannaflsfrekar framkvæmdir í stuttan tíma með tilheyrandi efnahagssveiflum, örum en óstöðugum hagvexti. Lokum slíkra stórframkvæmda fylgir efnahagssamdráttur. Einatt hefur honum verið mætt með frekari stórframkvæmdum, oft á kostnað náttúrunnar. Þetta kalla ég „Heróínhagkerfi" því þegar fráhvarfseinkennin koma fram í hægari hagvexti þarf nýjan skammt framkvæmda. Hagrænum „vellíðunarskammti" er sprautað í æðar hagkerfisins. Hér er skammtímahugsunin ráðandi, ekki hugsað um efnahagslega heilsu til langs tíma. Þessu þarf að breyta. Líklega er aldrei betra tækifæri en nú – og vissulega aldrei meiri þörf. Nú þarf að skilgreina og ákveða atvinnustefnu til framtíðar með fjölbreyttum störfum í fjölþjóðlegu umhverfi. Ísland er eyland í eiginlegum skilningi en í efnahagslegum skilning er landið hluti af alþjóðlegu efnahagskerfi. Í því felast í senn ógnanir og tækifæri. Því fjölbreyttari sem störfin verða því minni verður áhætta þjóðarinnar. Þannig er hægt að draga úr vægi einstakra atvinnugreina og þar með þeim landlægu efnahagssveiflum sem við höfum búið við.Menntun er fjárfesting ekki kostnaðurEn atvinnustefna til framtíðar ein og sér er ekki nóg. Lærum af vinum okkar Finnum. Í kjölfar gríðarlegs efnahagshruns á níunda áratug síðustu aldar skilgreindu þeir og og bjuggu sér til skarpa framtíðarsýn í atvinnumálum byggða á „upplýsingatækni". Atvinnulíf Finna varð betra og stöðugra. Hins vegar ráku menn sig á að ekki var til „rétt menntaða" fólkið í nýju störfin. Ekki hafði verið hugsað til þess að menntastefnan fylgdi framtíðarsýninni í atvinnumálum. Þetta þurfum við að hafa í huga. Stefna í atvinnumálum og stefna í menntamálum verða að fylgjast að. Við þurfum að horfa á menntun sem langtímafjárfestingu í atvinnulífinu en ekki rekstrarkostnað hins opinbera. Fjárfestum í menntun fyrir atvinnulíf framtíðar. Gerum núverandi kerfi atvinnuleysisbóta og Lánasjóðs námsmanna sveigjanlegri, samhæfðari, búum okkur til vænlega framtíð. En núna strax í dag þurfum við að bæta í frekar en að skera niður í fullorðinsfræðslu, kvöldskólum og atvinnutengdu námi og námsskeiðum. Við þurfum að virkja þá óvirku, hvetja og skapa þeim og okkur öllum framtíðarsýn. Framtíðarsýn byggða á menntun við hæfi einstaklinga fyrir atvinnulífið – fyrir heildina. Stéttarfélög eins og VR geta þarna lagt hönd á plóg. Allt þarf að skoða með opnum hug. Atvinnustefna framtíðarinnar er byggð á menntastefnu samtímans. Vinnum saman – þá vinna allir.
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun