Auðmenn virðast njóta sérkjara í bönkunum Þorbjörn Þórðarson skrifar 4. september 2010 18:33 Svo virðist sem auðmenn njóti sérkjara hjá íslenskum bankastofnunum. Umboðsmaður skuldara segir svokallaða kyrrstöðusamninga ekki þekkjast sem úrræði í almennum bankaviðskiptum. Engu að síður hafa Björgólfur Thor og eigendur fjárfestingarfélagsins Gaums fengið slíka samninga. Fréttastofa Ríkissjónvarpsins greindi frá því í gær að Arion banki hefði gert samkomulag við fjárfestingarfélagið Gaum og Jóhannes Jónsson kaupmann um að ekki yrði höfðað mál gegn honum, svokallaðan kyrrstöðusamning, en áður hafði fréttastofa Stöðvar 2 greint frá því að Björgólfur Thor Björgólfsson, fjárfestir, hefði gert samkomulag við innlenda lánardrottna sína um að ekki yrði gengið að persónulegum ábyrgðum hans. Orðið kyrrstöðusamningur, sem er þýðing á enska hugtakinu „stand-still agreement." Hugtakið þekkist ekki í íslenskri lögfræði en umboðsmaður skuldara hefur ákveðið að rita lánardrottnum fjárfestingarfélagsins Gaums og Björgólfs Thors Björgólfssonar bréf til að óska eftir skýringum. Um er að ræða samkomulag um að höfða ekki mál og fullnusta ekki ákvæði í áður gerðum samningum. Í sinni einföldustu mynd þýðir þetta að bankinn gengur ekki að skuldaranum og krefst greiðslu. Ásta Sigrún Helgadóttir, umboðsmaður skuldara, segir að við fyrstu sýn sé um að ræða úrræði sem þekkist almennt ekki í íslensku viðskiptalífi. Samkvæmt lögum um umboðsmann skuldara getur umboðsmaður óskað eftir upplýsingum hjá fyrirtækjum um öll mál og er þeim skylt að svara erindi embættisins. „Ég sá þessa frétt og hún vekur miklar spurningar um þessi vinnubrögð. Og ég tel að þetta sé eitthvað sem þarf að skoða," segir Ásta Sigrún. Hvernig hyggstu beita þér í málinu? „Það sem ég mun gera er að senda skriflega fyrirspurn til Arion banka og Landsbankans um þessa kyrrstöðusamninga, hvers eðlis þeir eru, eru einstaklingar sem njóta þessara kjara og ég mun óska eftir skriflegum svörum." Samkvæmt upplýsingum frá aðstandendum fjárfestingarfélagsins Gaums er samkomulag eigenda fyrirtækisins við Arion banka í samræmi við sambærilega samninga sem gerðir hafa verið við fyrirtæki sem sæta fjárhagslegri endurskipulagningu í íslensku viðskiptalífi. Mest lesið Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Súpan með pappírnum innkölluð Neytendur Ráðin framkvæmdastjóri Frama Viðskipti innlent Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Neytendur Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Viðskipti innlent Kalt stríð sé í gangi á netinu Viðskipti innlent Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Viðskipti innlent Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Fleiri fréttir Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Sjá meira
Svo virðist sem auðmenn njóti sérkjara hjá íslenskum bankastofnunum. Umboðsmaður skuldara segir svokallaða kyrrstöðusamninga ekki þekkjast sem úrræði í almennum bankaviðskiptum. Engu að síður hafa Björgólfur Thor og eigendur fjárfestingarfélagsins Gaums fengið slíka samninga. Fréttastofa Ríkissjónvarpsins greindi frá því í gær að Arion banki hefði gert samkomulag við fjárfestingarfélagið Gaum og Jóhannes Jónsson kaupmann um að ekki yrði höfðað mál gegn honum, svokallaðan kyrrstöðusamning, en áður hafði fréttastofa Stöðvar 2 greint frá því að Björgólfur Thor Björgólfsson, fjárfestir, hefði gert samkomulag við innlenda lánardrottna sína um að ekki yrði gengið að persónulegum ábyrgðum hans. Orðið kyrrstöðusamningur, sem er þýðing á enska hugtakinu „stand-still agreement." Hugtakið þekkist ekki í íslenskri lögfræði en umboðsmaður skuldara hefur ákveðið að rita lánardrottnum fjárfestingarfélagsins Gaums og Björgólfs Thors Björgólfssonar bréf til að óska eftir skýringum. Um er að ræða samkomulag um að höfða ekki mál og fullnusta ekki ákvæði í áður gerðum samningum. Í sinni einföldustu mynd þýðir þetta að bankinn gengur ekki að skuldaranum og krefst greiðslu. Ásta Sigrún Helgadóttir, umboðsmaður skuldara, segir að við fyrstu sýn sé um að ræða úrræði sem þekkist almennt ekki í íslensku viðskiptalífi. Samkvæmt lögum um umboðsmann skuldara getur umboðsmaður óskað eftir upplýsingum hjá fyrirtækjum um öll mál og er þeim skylt að svara erindi embættisins. „Ég sá þessa frétt og hún vekur miklar spurningar um þessi vinnubrögð. Og ég tel að þetta sé eitthvað sem þarf að skoða," segir Ásta Sigrún. Hvernig hyggstu beita þér í málinu? „Það sem ég mun gera er að senda skriflega fyrirspurn til Arion banka og Landsbankans um þessa kyrrstöðusamninga, hvers eðlis þeir eru, eru einstaklingar sem njóta þessara kjara og ég mun óska eftir skriflegum svörum." Samkvæmt upplýsingum frá aðstandendum fjárfestingarfélagsins Gaums er samkomulag eigenda fyrirtækisins við Arion banka í samræmi við sambærilega samninga sem gerðir hafa verið við fyrirtæki sem sæta fjárhagslegri endurskipulagningu í íslensku viðskiptalífi.
Mest lesið Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Súpan með pappírnum innkölluð Neytendur Ráðin framkvæmdastjóri Frama Viðskipti innlent Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Neytendur Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Viðskipti innlent Kalt stríð sé í gangi á netinu Viðskipti innlent Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Viðskipti innlent Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Fleiri fréttir Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Sjá meira