Auðmenn virðast njóta sérkjara í bönkunum Þorbjörn Þórðarson skrifar 4. september 2010 18:33 Svo virðist sem auðmenn njóti sérkjara hjá íslenskum bankastofnunum. Umboðsmaður skuldara segir svokallaða kyrrstöðusamninga ekki þekkjast sem úrræði í almennum bankaviðskiptum. Engu að síður hafa Björgólfur Thor og eigendur fjárfestingarfélagsins Gaums fengið slíka samninga. Fréttastofa Ríkissjónvarpsins greindi frá því í gær að Arion banki hefði gert samkomulag við fjárfestingarfélagið Gaum og Jóhannes Jónsson kaupmann um að ekki yrði höfðað mál gegn honum, svokallaðan kyrrstöðusamning, en áður hafði fréttastofa Stöðvar 2 greint frá því að Björgólfur Thor Björgólfsson, fjárfestir, hefði gert samkomulag við innlenda lánardrottna sína um að ekki yrði gengið að persónulegum ábyrgðum hans. Orðið kyrrstöðusamningur, sem er þýðing á enska hugtakinu „stand-still agreement." Hugtakið þekkist ekki í íslenskri lögfræði en umboðsmaður skuldara hefur ákveðið að rita lánardrottnum fjárfestingarfélagsins Gaums og Björgólfs Thors Björgólfssonar bréf til að óska eftir skýringum. Um er að ræða samkomulag um að höfða ekki mál og fullnusta ekki ákvæði í áður gerðum samningum. Í sinni einföldustu mynd þýðir þetta að bankinn gengur ekki að skuldaranum og krefst greiðslu. Ásta Sigrún Helgadóttir, umboðsmaður skuldara, segir að við fyrstu sýn sé um að ræða úrræði sem þekkist almennt ekki í íslensku viðskiptalífi. Samkvæmt lögum um umboðsmann skuldara getur umboðsmaður óskað eftir upplýsingum hjá fyrirtækjum um öll mál og er þeim skylt að svara erindi embættisins. „Ég sá þessa frétt og hún vekur miklar spurningar um þessi vinnubrögð. Og ég tel að þetta sé eitthvað sem þarf að skoða," segir Ásta Sigrún. Hvernig hyggstu beita þér í málinu? „Það sem ég mun gera er að senda skriflega fyrirspurn til Arion banka og Landsbankans um þessa kyrrstöðusamninga, hvers eðlis þeir eru, eru einstaklingar sem njóta þessara kjara og ég mun óska eftir skriflegum svörum." Samkvæmt upplýsingum frá aðstandendum fjárfestingarfélagsins Gaums er samkomulag eigenda fyrirtækisins við Arion banka í samræmi við sambærilega samninga sem gerðir hafa verið við fyrirtæki sem sæta fjárhagslegri endurskipulagningu í íslensku viðskiptalífi. Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Sjá meira
Svo virðist sem auðmenn njóti sérkjara hjá íslenskum bankastofnunum. Umboðsmaður skuldara segir svokallaða kyrrstöðusamninga ekki þekkjast sem úrræði í almennum bankaviðskiptum. Engu að síður hafa Björgólfur Thor og eigendur fjárfestingarfélagsins Gaums fengið slíka samninga. Fréttastofa Ríkissjónvarpsins greindi frá því í gær að Arion banki hefði gert samkomulag við fjárfestingarfélagið Gaum og Jóhannes Jónsson kaupmann um að ekki yrði höfðað mál gegn honum, svokallaðan kyrrstöðusamning, en áður hafði fréttastofa Stöðvar 2 greint frá því að Björgólfur Thor Björgólfsson, fjárfestir, hefði gert samkomulag við innlenda lánardrottna sína um að ekki yrði gengið að persónulegum ábyrgðum hans. Orðið kyrrstöðusamningur, sem er þýðing á enska hugtakinu „stand-still agreement." Hugtakið þekkist ekki í íslenskri lögfræði en umboðsmaður skuldara hefur ákveðið að rita lánardrottnum fjárfestingarfélagsins Gaums og Björgólfs Thors Björgólfssonar bréf til að óska eftir skýringum. Um er að ræða samkomulag um að höfða ekki mál og fullnusta ekki ákvæði í áður gerðum samningum. Í sinni einföldustu mynd þýðir þetta að bankinn gengur ekki að skuldaranum og krefst greiðslu. Ásta Sigrún Helgadóttir, umboðsmaður skuldara, segir að við fyrstu sýn sé um að ræða úrræði sem þekkist almennt ekki í íslensku viðskiptalífi. Samkvæmt lögum um umboðsmann skuldara getur umboðsmaður óskað eftir upplýsingum hjá fyrirtækjum um öll mál og er þeim skylt að svara erindi embættisins. „Ég sá þessa frétt og hún vekur miklar spurningar um þessi vinnubrögð. Og ég tel að þetta sé eitthvað sem þarf að skoða," segir Ásta Sigrún. Hvernig hyggstu beita þér í málinu? „Það sem ég mun gera er að senda skriflega fyrirspurn til Arion banka og Landsbankans um þessa kyrrstöðusamninga, hvers eðlis þeir eru, eru einstaklingar sem njóta þessara kjara og ég mun óska eftir skriflegum svörum." Samkvæmt upplýsingum frá aðstandendum fjárfestingarfélagsins Gaums er samkomulag eigenda fyrirtækisins við Arion banka í samræmi við sambærilega samninga sem gerðir hafa verið við fyrirtæki sem sæta fjárhagslegri endurskipulagningu í íslensku viðskiptalífi.
Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Sjá meira