Auðveldari félagsleg aðlögun hælisleitenda í borginni Þorgils Jónsson skrifar 20. febrúar 2014 07:00 Mannréttindastjóri Reykjavíkur segist heyra á þeim hælisleitendum sem flutt hafa til borgarinnar að þeim þyki þeir falla betur inn í mannfjöldann í borginni. Fréttablaðið/Vilhelm Yfirfærsla þjónustu við fimmtíu hælisleitendur frá Reykjanesbæ til Reykjavíkur hefur gengið vel að sögn mannréttindastjóra Reykjavíkurborgar. Um áramót tóku gildi þjónustusamningar innanríkisráðuneytisins við Reykjavíkurborg og Reykjanesbæ um þjónustu við hælisleitendur á meðan mál þeirra eru til meðferðar hér á landi. Í þeim felst að Reykjavík tekur við þjónustunni við fimmtíu einhleypa karlmenn, en í Reykjanesbæ, sem þjónustaði áður alla hælisleitendur, eru nú að því er fram kemur á vef bæjarins 79 manns, aðallega fjölskyldufólk, enda eru þar á meðal 20 börn. Þar segir jafnframt að með þessu hafi létt mikið á þjónustuþörf í bæjarfélaginu, enda sagði talskona félagsþjónustunnar í Reykjanesbæ í viðtali við Fréttablaðið síðasta sumar, þegar um 150 hælisleitendur voru þar, að bærinn hefði ekki burði til að þjónusta svo marga.anna KristinsdóttirAnna Kristinsdóttir, mannréttindastjóri Reykjavíkurborgar, segist ánægð með hvernig verkefnið hefur gengið hingað til. „Margir af þessum mönnum hafa verið hér á landi í langan tíma og þessar breytingar hafa gengið nokkuð áreynslulaust.“ Mennirnir búa, að sögn Önnu, í um fimmtán íbúðum sem borgin leigir á almennum markaði með húsgögnum. Flestar íbúðirnar eru miðsvæðis, enda sér þjónustumiðstöð miðborgar og Hlíða um þjónustuna við hópinn. Anna segir mennina hafa aðgang að margs konar þjónustu á vegum borgarinnar, til dæmis sundlaugum, strætisvögnum og öðru. Hún segir að upplifun mannanna af dvöl hér á landi sé öðruvísi í borginni. „Við höfum heyrt af þeim að það sé öðruvísi að vera hér í fjölmenninu en í fámennara sveitarfélagi, þar sem þú fellur frekar inn í fjöldann hér. Það er ekki svo að almenningur gefi sér hér að um hælisleitendur sé að ræða ef fólk af erlendum uppruna býr í íbúð úti í bæ. Það er kannski helsti munurinn og gerir þessa félagslegu aðlögun auðveldari, sem er einmitt það sem borgarstjóri lagði upp með í byrjun verkefnisins,“ segir Anna. Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Sjá meira
Yfirfærsla þjónustu við fimmtíu hælisleitendur frá Reykjanesbæ til Reykjavíkur hefur gengið vel að sögn mannréttindastjóra Reykjavíkurborgar. Um áramót tóku gildi þjónustusamningar innanríkisráðuneytisins við Reykjavíkurborg og Reykjanesbæ um þjónustu við hælisleitendur á meðan mál þeirra eru til meðferðar hér á landi. Í þeim felst að Reykjavík tekur við þjónustunni við fimmtíu einhleypa karlmenn, en í Reykjanesbæ, sem þjónustaði áður alla hælisleitendur, eru nú að því er fram kemur á vef bæjarins 79 manns, aðallega fjölskyldufólk, enda eru þar á meðal 20 börn. Þar segir jafnframt að með þessu hafi létt mikið á þjónustuþörf í bæjarfélaginu, enda sagði talskona félagsþjónustunnar í Reykjanesbæ í viðtali við Fréttablaðið síðasta sumar, þegar um 150 hælisleitendur voru þar, að bærinn hefði ekki burði til að þjónusta svo marga.anna KristinsdóttirAnna Kristinsdóttir, mannréttindastjóri Reykjavíkurborgar, segist ánægð með hvernig verkefnið hefur gengið hingað til. „Margir af þessum mönnum hafa verið hér á landi í langan tíma og þessar breytingar hafa gengið nokkuð áreynslulaust.“ Mennirnir búa, að sögn Önnu, í um fimmtán íbúðum sem borgin leigir á almennum markaði með húsgögnum. Flestar íbúðirnar eru miðsvæðis, enda sér þjónustumiðstöð miðborgar og Hlíða um þjónustuna við hópinn. Anna segir mennina hafa aðgang að margs konar þjónustu á vegum borgarinnar, til dæmis sundlaugum, strætisvögnum og öðru. Hún segir að upplifun mannanna af dvöl hér á landi sé öðruvísi í borginni. „Við höfum heyrt af þeim að það sé öðruvísi að vera hér í fjölmenninu en í fámennara sveitarfélagi, þar sem þú fellur frekar inn í fjöldann hér. Það er ekki svo að almenningur gefi sér hér að um hælisleitendur sé að ræða ef fólk af erlendum uppruna býr í íbúð úti í bæ. Það er kannski helsti munurinn og gerir þessa félagslegu aðlögun auðveldari, sem er einmitt það sem borgarstjóri lagði upp með í byrjun verkefnisins,“ segir Anna.
Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Sjá meira