Auðveldari félagsleg aðlögun hælisleitenda í borginni Þorgils Jónsson skrifar 20. febrúar 2014 07:00 Mannréttindastjóri Reykjavíkur segist heyra á þeim hælisleitendum sem flutt hafa til borgarinnar að þeim þyki þeir falla betur inn í mannfjöldann í borginni. Fréttablaðið/Vilhelm Yfirfærsla þjónustu við fimmtíu hælisleitendur frá Reykjanesbæ til Reykjavíkur hefur gengið vel að sögn mannréttindastjóra Reykjavíkurborgar. Um áramót tóku gildi þjónustusamningar innanríkisráðuneytisins við Reykjavíkurborg og Reykjanesbæ um þjónustu við hælisleitendur á meðan mál þeirra eru til meðferðar hér á landi. Í þeim felst að Reykjavík tekur við þjónustunni við fimmtíu einhleypa karlmenn, en í Reykjanesbæ, sem þjónustaði áður alla hælisleitendur, eru nú að því er fram kemur á vef bæjarins 79 manns, aðallega fjölskyldufólk, enda eru þar á meðal 20 börn. Þar segir jafnframt að með þessu hafi létt mikið á þjónustuþörf í bæjarfélaginu, enda sagði talskona félagsþjónustunnar í Reykjanesbæ í viðtali við Fréttablaðið síðasta sumar, þegar um 150 hælisleitendur voru þar, að bærinn hefði ekki burði til að þjónusta svo marga.anna KristinsdóttirAnna Kristinsdóttir, mannréttindastjóri Reykjavíkurborgar, segist ánægð með hvernig verkefnið hefur gengið hingað til. „Margir af þessum mönnum hafa verið hér á landi í langan tíma og þessar breytingar hafa gengið nokkuð áreynslulaust.“ Mennirnir búa, að sögn Önnu, í um fimmtán íbúðum sem borgin leigir á almennum markaði með húsgögnum. Flestar íbúðirnar eru miðsvæðis, enda sér þjónustumiðstöð miðborgar og Hlíða um þjónustuna við hópinn. Anna segir mennina hafa aðgang að margs konar þjónustu á vegum borgarinnar, til dæmis sundlaugum, strætisvögnum og öðru. Hún segir að upplifun mannanna af dvöl hér á landi sé öðruvísi í borginni. „Við höfum heyrt af þeim að það sé öðruvísi að vera hér í fjölmenninu en í fámennara sveitarfélagi, þar sem þú fellur frekar inn í fjöldann hér. Það er ekki svo að almenningur gefi sér hér að um hælisleitendur sé að ræða ef fólk af erlendum uppruna býr í íbúð úti í bæ. Það er kannski helsti munurinn og gerir þessa félagslegu aðlögun auðveldari, sem er einmitt það sem borgarstjóri lagði upp með í byrjun verkefnisins,“ segir Anna. Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Fleiri fréttir Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Sjá meira
Yfirfærsla þjónustu við fimmtíu hælisleitendur frá Reykjanesbæ til Reykjavíkur hefur gengið vel að sögn mannréttindastjóra Reykjavíkurborgar. Um áramót tóku gildi þjónustusamningar innanríkisráðuneytisins við Reykjavíkurborg og Reykjanesbæ um þjónustu við hælisleitendur á meðan mál þeirra eru til meðferðar hér á landi. Í þeim felst að Reykjavík tekur við þjónustunni við fimmtíu einhleypa karlmenn, en í Reykjanesbæ, sem þjónustaði áður alla hælisleitendur, eru nú að því er fram kemur á vef bæjarins 79 manns, aðallega fjölskyldufólk, enda eru þar á meðal 20 börn. Þar segir jafnframt að með þessu hafi létt mikið á þjónustuþörf í bæjarfélaginu, enda sagði talskona félagsþjónustunnar í Reykjanesbæ í viðtali við Fréttablaðið síðasta sumar, þegar um 150 hælisleitendur voru þar, að bærinn hefði ekki burði til að þjónusta svo marga.anna KristinsdóttirAnna Kristinsdóttir, mannréttindastjóri Reykjavíkurborgar, segist ánægð með hvernig verkefnið hefur gengið hingað til. „Margir af þessum mönnum hafa verið hér á landi í langan tíma og þessar breytingar hafa gengið nokkuð áreynslulaust.“ Mennirnir búa, að sögn Önnu, í um fimmtán íbúðum sem borgin leigir á almennum markaði með húsgögnum. Flestar íbúðirnar eru miðsvæðis, enda sér þjónustumiðstöð miðborgar og Hlíða um þjónustuna við hópinn. Anna segir mennina hafa aðgang að margs konar þjónustu á vegum borgarinnar, til dæmis sundlaugum, strætisvögnum og öðru. Hún segir að upplifun mannanna af dvöl hér á landi sé öðruvísi í borginni. „Við höfum heyrt af þeim að það sé öðruvísi að vera hér í fjölmenninu en í fámennara sveitarfélagi, þar sem þú fellur frekar inn í fjöldann hér. Það er ekki svo að almenningur gefi sér hér að um hælisleitendur sé að ræða ef fólk af erlendum uppruna býr í íbúð úti í bæ. Það er kannski helsti munurinn og gerir þessa félagslegu aðlögun auðveldari, sem er einmitt það sem borgarstjóri lagði upp með í byrjun verkefnisins,“ segir Anna.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Fleiri fréttir Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Sjá meira