Auglýsa eftir þátttakendum í hópmálsókn gegn Björgólfi Thor Birgir Olgeirsson skrifar 23. júní 2015 20:37 Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/GVA Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Samtök sparifjáreigenda og lífeyrissjóðurinn Stapi auglýsa eftir þátttakendum í hópmálsókn gegn Björgólfi Thor Björgólfssyni með heilsíðuauglýsingu í Fréttablaðinu á morgun. Það er Jóhannes Bjarni Björnsson, lögmaður á Lögmannsstofunni Landslögum, sem rekur málið fyrir hönd þeirra. Þeir sem standa að málsókninni telja að rannsókn og gagnaöflun hafi leitt til þess að fram séu komin gögn sem gefi sterklega til kynna að Björgólfur Thor hafi með saknæmum hætti komið í veg fyrir að hluthafar fengu upplýsingar um umfangsmiklar og líklega ólögmætar lánveitingar tengdar Björgólfi. Og brotið gegn reglum um yfirtökuskyldu. Ragnhildur Sverrisdóttir, talsmaður Björgólfs Thors, segir Vilhjálm Bjarnason og félaga hafa byggt ályktanir sínar um meintar blekkingar á þeirri staðreynd að samstarfsmenn Björgólfs Thors áttu lítinn hlut í félagi, sem aftur átti hlut í Landsbankanum.Sjá einnig: Vill fá fyrrverandi hluthafa með í hópmálssókn gegn Björgólfi ThorBjörgólfur Thor.Vísir/VilhelmTilkynninguna má lesa í heild hér fyrir neðan:Yfirlýsing frá Ragnhildi Sverrisdóttur, talsmanni Björgólfs Thors:Vilhjálmur Bjarnason og félagar hafa byggt ályktanir sínar um meintar blekkingar á þeirri staðreynd, að samstarfsmenn Björgólfs Thors áttu lítinn hlut í félagi, sem aftur átti hlut í Landsbankanum. Slíkt eignarhald var og er fullkomlega eðlilegt og allar upplýsingar um það lágu fyrir á hverjum tíma hjá Landsbankanum og Fjármálaeftirlitinu.Að sama skapi lágu fyrir tæmandi upplýsingar um skuldbindingar Björgólfs Thors gagnvart Landsbankanum. Umræddur eignarhlutur hefur ekkert með þær skuldbindingar að gera.Þá er rétt að benda á, að í skuldauppgjöri Björgólfs Thors fólst að hann gerði upp allar skuldir sínar við Landsbanka Íslands. Lán bankans til hans og fyrirtækja tengdum honum voru sannarlega mikil, en að sama skapi voru inneignir miklar og tryggingar öruggar, sem sést best á skuldauppgjörinu.Tæp fimm ár eru frá fyrstu fréttum um að Ólafur Kristinsson lögmaður ætlaði að efna til hópmálsóknar gegn Björgólfi Thor. Ári síðar sagðist hann hafa nokkur hundruð fyrrverandi hluthafa í Landsbankanum með sér í liði, hefði fengið stuðningsyfirlýsingu frá lífeyrissjóðum og fleiri sjóðir ætluðu að taka afstöðu þá um helgina, þ.e. í september 2011. Afstaða lífeyrissjóðanna er ljós. Þeir halda sig fjarri, að Stapa einum undanskildum.Vilhjálmur Bjarnason gekk til liðs við Ólaf árið 2012 og höfðaði vitnamál til að afla gagna. Ekkert kom fram í því máli, sem studdi við tilgátur þeirra um skaðabótaskyldu. Björgólfur Thor hefur ávallt verið þeirrar skoðunar að eðlilegra sé að reka dómsmál í réttarsal, en ekki í fjölmiðlum. Af hans hálfu verður málinu svarað ítarlega á þeim vettvangi. Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Segir Hitler-samanburð þreyttan Erlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Erlent Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Innlent 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Erlent Fleiri fréttir Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Sjá meira
Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Samtök sparifjáreigenda og lífeyrissjóðurinn Stapi auglýsa eftir þátttakendum í hópmálsókn gegn Björgólfi Thor Björgólfssyni með heilsíðuauglýsingu í Fréttablaðinu á morgun. Það er Jóhannes Bjarni Björnsson, lögmaður á Lögmannsstofunni Landslögum, sem rekur málið fyrir hönd þeirra. Þeir sem standa að málsókninni telja að rannsókn og gagnaöflun hafi leitt til þess að fram séu komin gögn sem gefi sterklega til kynna að Björgólfur Thor hafi með saknæmum hætti komið í veg fyrir að hluthafar fengu upplýsingar um umfangsmiklar og líklega ólögmætar lánveitingar tengdar Björgólfi. Og brotið gegn reglum um yfirtökuskyldu. Ragnhildur Sverrisdóttir, talsmaður Björgólfs Thors, segir Vilhjálm Bjarnason og félaga hafa byggt ályktanir sínar um meintar blekkingar á þeirri staðreynd að samstarfsmenn Björgólfs Thors áttu lítinn hlut í félagi, sem aftur átti hlut í Landsbankanum.Sjá einnig: Vill fá fyrrverandi hluthafa með í hópmálssókn gegn Björgólfi ThorBjörgólfur Thor.Vísir/VilhelmTilkynninguna má lesa í heild hér fyrir neðan:Yfirlýsing frá Ragnhildi Sverrisdóttur, talsmanni Björgólfs Thors:Vilhjálmur Bjarnason og félagar hafa byggt ályktanir sínar um meintar blekkingar á þeirri staðreynd, að samstarfsmenn Björgólfs Thors áttu lítinn hlut í félagi, sem aftur átti hlut í Landsbankanum. Slíkt eignarhald var og er fullkomlega eðlilegt og allar upplýsingar um það lágu fyrir á hverjum tíma hjá Landsbankanum og Fjármálaeftirlitinu.Að sama skapi lágu fyrir tæmandi upplýsingar um skuldbindingar Björgólfs Thors gagnvart Landsbankanum. Umræddur eignarhlutur hefur ekkert með þær skuldbindingar að gera.Þá er rétt að benda á, að í skuldauppgjöri Björgólfs Thors fólst að hann gerði upp allar skuldir sínar við Landsbanka Íslands. Lán bankans til hans og fyrirtækja tengdum honum voru sannarlega mikil, en að sama skapi voru inneignir miklar og tryggingar öruggar, sem sést best á skuldauppgjörinu.Tæp fimm ár eru frá fyrstu fréttum um að Ólafur Kristinsson lögmaður ætlaði að efna til hópmálsóknar gegn Björgólfi Thor. Ári síðar sagðist hann hafa nokkur hundruð fyrrverandi hluthafa í Landsbankanum með sér í liði, hefði fengið stuðningsyfirlýsingu frá lífeyrissjóðum og fleiri sjóðir ætluðu að taka afstöðu þá um helgina, þ.e. í september 2011. Afstaða lífeyrissjóðanna er ljós. Þeir halda sig fjarri, að Stapa einum undanskildum.Vilhjálmur Bjarnason gekk til liðs við Ólaf árið 2012 og höfðaði vitnamál til að afla gagna. Ekkert kom fram í því máli, sem studdi við tilgátur þeirra um skaðabótaskyldu. Björgólfur Thor hefur ávallt verið þeirrar skoðunar að eðlilegra sé að reka dómsmál í réttarsal, en ekki í fjölmiðlum. Af hans hálfu verður málinu svarað ítarlega á þeim vettvangi.
Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Segir Hitler-samanburð þreyttan Erlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Erlent Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Innlent 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Erlent Fleiri fréttir Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Sjá meira