Auglýsingasölu RÚV settar meiri skorður í nýju lagafrumvarpi 21. mars 2012 10:00 Katrín Jakobsdóttir mun leggja frumvarpið fram á Alþingi á næstu dögum. Hún vill takmarka auglýsingaþátttöku RÚV án þess að skerða tekjur fyrirtækisins. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Ríkisútvarpið (RÚV) þarf að takmarka hlutfall auglýsinga í dagskrá sinni við átta mínútur á klukkustund, banni við sölu fyrirtækisins á auglýsingum á veraldarvefnum verður viðhaldið og því gert að setja og birta gjaldskrá fyrir viðskiptaboð á vefsíðu sinni þar sem afsláttarkjör fyrir kostunaraðila og auglýsendur séu gagnsæ og standi öllum viðskiptamönnum til boða fyrir sambærilegt umfang viðskipta. Þetta kemur fram í nýju frumvarpi til laga um RÚV sem lagt verður fram á Alþingi á næstu dögum, samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu. Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, kynnti drög að nýju frumvarpi um starfsemi RÚV í febrúar síðastliðnum og var hagsmunaaðilum gert mögulegt að gera athugasemdir við það. Á meðal þess sem var nýtt í frumvarpsdrögunum var takmörkun á þátttöku RÚV á auglýsingamarkaði. Samkvæmt því mátti hlutfall auglýsinga í dagskrá RÚV ekki fara yfir tíu mínútur á klukkutíma, bannað var að slíta í sundur dagskrárliði til að koma að auglýsingum, vöruinnsetning var gerð óheimil í innlendri dagskrárgerð og RÚV var gert að birta gjaldskrá fyrir auglýsingar opinberlega. Samkeppnisaðilar RÚV gagnrýndu takmarkanirnar harkalega og sögðu þær hafa lítil sem engin áhrif á auglýsingatekjur þess. Í tölum sem teknar voru saman fyrir Fréttablaðið kom meðal annars fram að meðallengd sjónvarpsauglýsinga RÚV á kjörtíma, 18 til 23, var 3,7 mínútur á klukkutíma, eða um þriðjungur af því hlutfalli sem frumvarpsdrögin vildu takmarka þær við. Í desember, sem er helsti auglýsingamánuður ársins, fór lengd auglýsingahólfa á RÚV einungis tíu sinnum yfir tíu mínútur. Takmörkunin myndi því ekki hafa teljandi áhrif á sölu RÚV á sjónvarpsauglýsingum nema nokkra klukkutíma á ári. Til viðbótar var bann við sölu RÚV á auglýsingum á vefnum afnumið í nýju frumvarpsdrögunum, en það er mest vaxandi auglýsingamarkaðurinn í dag. Í frumvarpinu sem lagt verður fyrir Alþingi hefur verið tekið tillit til þessara þátta. Búið er að stytta leyfilega lengd auglýsingahólfa niður í átta mínútur á klukkutíma. Samkvæmt athugasemdum við frumvarpið mun það skerða tekjur RÚV um 80 milljónir króna á ári. Þá hefur ákvæði um bann við sölu auglýsinga á vefnum verið bætt við það auk ákvæðis um að jafnræðis skuli gæta gagnvart viðskiptamönnum RÚV með því að birta afsláttarkjör fyrir kostunaraðila og auglýsendur. Þau skulu vera gagnsæ og standa öllum viðskiptamönnum til boða fyrir sambærilegt umfang viðskipta. Áætlað er að bann við því að slíta sundur dagskrárliði með auglýsingum, nema í sérstökum undantekningartilvikum, muni hafa í för með sér 165 milljóna króna tekjuskerðingu fyrir RÚV. Samkvæmt frumvarpinu munu þessar aðgerðir því samanlagt skerða árlegar auglýsingatekjur RÚV um 245 milljónir króna hið minnsta. Heildartekjur RÚV af auglýsingum og kostunum á einstökum dagskrárliðum í sjónvarpi og útvarpi voru 1.556 milljónir króna á síðasta rekstrarári, sem lauk 31. ágúst 2011. Samkvæmt tölum frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu var RÚV með 19% hlutdeild á auglýsingamarkaði árið 2010 ef allar auglýsingar voru tilteknar. Tekjur RÚV vegna auglýsinga jukust um 140 milljónir króna á á tímabilinu 2008-2010 á meðan tekjur annarra fjölmiðlafyrirtækja vegna þeirra drógust saman um tæplega 2,1 milljarð króna. RÚV bætti mest við sig á sjónvarpsauglýsingamarkaði þar sem markaðshlutdeild fyrirtækisins jókst úr tæplega 33% í 42%. Hlutdeild 365 miðla, sem meðal annars gefa út Fréttablaðið og reka Stöð 2, á heildarauglýsingamarkaði var um 56% árið 2009. Þar af var 365 með um helming allra tekna af sjónvarpsauglýsingum það ár. thordur@frettabladid.is Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Spotify liggur niðri Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Ríkisútvarpið (RÚV) þarf að takmarka hlutfall auglýsinga í dagskrá sinni við átta mínútur á klukkustund, banni við sölu fyrirtækisins á auglýsingum á veraldarvefnum verður viðhaldið og því gert að setja og birta gjaldskrá fyrir viðskiptaboð á vefsíðu sinni þar sem afsláttarkjör fyrir kostunaraðila og auglýsendur séu gagnsæ og standi öllum viðskiptamönnum til boða fyrir sambærilegt umfang viðskipta. Þetta kemur fram í nýju frumvarpi til laga um RÚV sem lagt verður fram á Alþingi á næstu dögum, samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu. Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, kynnti drög að nýju frumvarpi um starfsemi RÚV í febrúar síðastliðnum og var hagsmunaaðilum gert mögulegt að gera athugasemdir við það. Á meðal þess sem var nýtt í frumvarpsdrögunum var takmörkun á þátttöku RÚV á auglýsingamarkaði. Samkvæmt því mátti hlutfall auglýsinga í dagskrá RÚV ekki fara yfir tíu mínútur á klukkutíma, bannað var að slíta í sundur dagskrárliði til að koma að auglýsingum, vöruinnsetning var gerð óheimil í innlendri dagskrárgerð og RÚV var gert að birta gjaldskrá fyrir auglýsingar opinberlega. Samkeppnisaðilar RÚV gagnrýndu takmarkanirnar harkalega og sögðu þær hafa lítil sem engin áhrif á auglýsingatekjur þess. Í tölum sem teknar voru saman fyrir Fréttablaðið kom meðal annars fram að meðallengd sjónvarpsauglýsinga RÚV á kjörtíma, 18 til 23, var 3,7 mínútur á klukkutíma, eða um þriðjungur af því hlutfalli sem frumvarpsdrögin vildu takmarka þær við. Í desember, sem er helsti auglýsingamánuður ársins, fór lengd auglýsingahólfa á RÚV einungis tíu sinnum yfir tíu mínútur. Takmörkunin myndi því ekki hafa teljandi áhrif á sölu RÚV á sjónvarpsauglýsingum nema nokkra klukkutíma á ári. Til viðbótar var bann við sölu RÚV á auglýsingum á vefnum afnumið í nýju frumvarpsdrögunum, en það er mest vaxandi auglýsingamarkaðurinn í dag. Í frumvarpinu sem lagt verður fyrir Alþingi hefur verið tekið tillit til þessara þátta. Búið er að stytta leyfilega lengd auglýsingahólfa niður í átta mínútur á klukkutíma. Samkvæmt athugasemdum við frumvarpið mun það skerða tekjur RÚV um 80 milljónir króna á ári. Þá hefur ákvæði um bann við sölu auglýsinga á vefnum verið bætt við það auk ákvæðis um að jafnræðis skuli gæta gagnvart viðskiptamönnum RÚV með því að birta afsláttarkjör fyrir kostunaraðila og auglýsendur. Þau skulu vera gagnsæ og standa öllum viðskiptamönnum til boða fyrir sambærilegt umfang viðskipta. Áætlað er að bann við því að slíta sundur dagskrárliði með auglýsingum, nema í sérstökum undantekningartilvikum, muni hafa í för með sér 165 milljóna króna tekjuskerðingu fyrir RÚV. Samkvæmt frumvarpinu munu þessar aðgerðir því samanlagt skerða árlegar auglýsingatekjur RÚV um 245 milljónir króna hið minnsta. Heildartekjur RÚV af auglýsingum og kostunum á einstökum dagskrárliðum í sjónvarpi og útvarpi voru 1.556 milljónir króna á síðasta rekstrarári, sem lauk 31. ágúst 2011. Samkvæmt tölum frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu var RÚV með 19% hlutdeild á auglýsingamarkaði árið 2010 ef allar auglýsingar voru tilteknar. Tekjur RÚV vegna auglýsinga jukust um 140 milljónir króna á á tímabilinu 2008-2010 á meðan tekjur annarra fjölmiðlafyrirtækja vegna þeirra drógust saman um tæplega 2,1 milljarð króna. RÚV bætti mest við sig á sjónvarpsauglýsingamarkaði þar sem markaðshlutdeild fyrirtækisins jókst úr tæplega 33% í 42%. Hlutdeild 365 miðla, sem meðal annars gefa út Fréttablaðið og reka Stöð 2, á heildarauglýsingamarkaði var um 56% árið 2009. Þar af var 365 með um helming allra tekna af sjónvarpsauglýsingum það ár. thordur@frettabladid.is
Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Spotify liggur niðri Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira