Aukið eftirlit með heimagistingum á borð við Airbnb sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 30. júlí 2015 12:45 Skattayfirvöld hafa þurft að bregðast hratt við auknum vinsældum leigusíðna á borð við AirBnb. Eftirlit með þeim hefur verið hert í samvinnu við lögreglu og eru hundruð mála nú til skoðunar hjá ríkisskattstjóra. Þó hefur reynst erfitt að fylgjast með viðskiptum sem fara fram á síðunum. „Við höfum fylgst vel með þessu. Eins og þetta er sett upp í dag að þegar er farið inn á þessar síður þá er ekki hægt að fá upplýsingar um hverjir eru seljendur og hvaða eignir er verið að leigja út. Þannig að það gerir þetta eftirlit flóknara,“ segir Sigurður Jensson, forstöðumaður eftirlitssviðs ríkisskattstjóra. „Við höfum reynt að fara aðrar leiðir í þessu og gerum það með þeim hætti að við höfum skoðað greiðslur erlendis frá inn á íslenska bankareikninga. Þannig er farið í frávikagreiningu og þá uppgötvað misferli í skattskilum,“ bætir hann við. Sigurður segir mál sem varði greiðslur erlendis frá skipta hundruðum. Þó sé erfitt að segja til um nákvæman fjölda greiðslur vegna leigusíðna. „En þetta er umtalsvert,“ segir hann. Hátt í tvö þúsund íbúðir eru á lista yfir heimagistingar Airbnb, en þar leigja einstaklingar út eigin íbúð til ferðamanna sem koma hingað til lands. Sækja þarf um, og greiða fyrir sérstakt rekstrarleyfi til sýslumanns, áður en rekstur hefst og starfsleyfi til heilbrigðiseftirlitsins. Fjölmörg dæmi eru þó um að það sé ekki gert, en slíkur rekstur drýgir tekjur leigusala umtalsvert. Leiguverð á íbúðum er afar misjafnt eða allt frá nokkrum þúsund krónum upp í tugi þúsund króna fyrir glæsilegar íbúðir í hjarta Reykjavíkur. Á síðasta ári var fimm gistiheimilum lokað þar sem rekstrarleyfi voru ekki fyrir hendi. Engum hefur verið lokað á þessu ári, en nokkur lokunartilmæli hafa verið gefin út, að sögn Sigurðar. Tengdar fréttir Ferðamennirnir á Íslandi: Ætla að taka þær beygjur sem þeim dettur í hug Hidde og Sietske frá Hollandi hafa leigt bílaleigubíl en ekki ákveðið neitt annað. 9. júlí 2015 13:45 Deila um ágæti Airbnb: Plága eða jákvæð þróun? Egill Helgason segir Airbnb hafa vond áhrif á mannlífið en Hjálmar Gíslason segir Egil fara með bölvaða vitleysu. 16. júlí 2015 14:00 Staða á leigumarkaði ekki eins slæm síðan á stríðsárum Meðal annars vegna aukins ferðamannafjölda, að sögn Hólmsteins Brekkan, formanns Samtaka leigjenda. 29. júlí 2015 13:12 Leigusamningum við námsmenn rift vegna áframleigu Námsmenn eru farnir að gera sér mat úr auknum straumi ferðamanna. 29. júlí 2015 19:30 Leigir þessi af þér á Airbnb? Endurgerð auglýsingar minnir alla á að ýmsar hættur geta fylgt því að leigja íbúðina sína til ókunnugra. 22. júlí 2015 11:52 Mest lesið Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Innlent Sólmyrkvi á laugardaginn Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Fleiri fréttir Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Sjá meira
Skattayfirvöld hafa þurft að bregðast hratt við auknum vinsældum leigusíðna á borð við AirBnb. Eftirlit með þeim hefur verið hert í samvinnu við lögreglu og eru hundruð mála nú til skoðunar hjá ríkisskattstjóra. Þó hefur reynst erfitt að fylgjast með viðskiptum sem fara fram á síðunum. „Við höfum fylgst vel með þessu. Eins og þetta er sett upp í dag að þegar er farið inn á þessar síður þá er ekki hægt að fá upplýsingar um hverjir eru seljendur og hvaða eignir er verið að leigja út. Þannig að það gerir þetta eftirlit flóknara,“ segir Sigurður Jensson, forstöðumaður eftirlitssviðs ríkisskattstjóra. „Við höfum reynt að fara aðrar leiðir í þessu og gerum það með þeim hætti að við höfum skoðað greiðslur erlendis frá inn á íslenska bankareikninga. Þannig er farið í frávikagreiningu og þá uppgötvað misferli í skattskilum,“ bætir hann við. Sigurður segir mál sem varði greiðslur erlendis frá skipta hundruðum. Þó sé erfitt að segja til um nákvæman fjölda greiðslur vegna leigusíðna. „En þetta er umtalsvert,“ segir hann. Hátt í tvö þúsund íbúðir eru á lista yfir heimagistingar Airbnb, en þar leigja einstaklingar út eigin íbúð til ferðamanna sem koma hingað til lands. Sækja þarf um, og greiða fyrir sérstakt rekstrarleyfi til sýslumanns, áður en rekstur hefst og starfsleyfi til heilbrigðiseftirlitsins. Fjölmörg dæmi eru þó um að það sé ekki gert, en slíkur rekstur drýgir tekjur leigusala umtalsvert. Leiguverð á íbúðum er afar misjafnt eða allt frá nokkrum þúsund krónum upp í tugi þúsund króna fyrir glæsilegar íbúðir í hjarta Reykjavíkur. Á síðasta ári var fimm gistiheimilum lokað þar sem rekstrarleyfi voru ekki fyrir hendi. Engum hefur verið lokað á þessu ári, en nokkur lokunartilmæli hafa verið gefin út, að sögn Sigurðar.
Tengdar fréttir Ferðamennirnir á Íslandi: Ætla að taka þær beygjur sem þeim dettur í hug Hidde og Sietske frá Hollandi hafa leigt bílaleigubíl en ekki ákveðið neitt annað. 9. júlí 2015 13:45 Deila um ágæti Airbnb: Plága eða jákvæð þróun? Egill Helgason segir Airbnb hafa vond áhrif á mannlífið en Hjálmar Gíslason segir Egil fara með bölvaða vitleysu. 16. júlí 2015 14:00 Staða á leigumarkaði ekki eins slæm síðan á stríðsárum Meðal annars vegna aukins ferðamannafjölda, að sögn Hólmsteins Brekkan, formanns Samtaka leigjenda. 29. júlí 2015 13:12 Leigusamningum við námsmenn rift vegna áframleigu Námsmenn eru farnir að gera sér mat úr auknum straumi ferðamanna. 29. júlí 2015 19:30 Leigir þessi af þér á Airbnb? Endurgerð auglýsingar minnir alla á að ýmsar hættur geta fylgt því að leigja íbúðina sína til ókunnugra. 22. júlí 2015 11:52 Mest lesið Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Innlent Sólmyrkvi á laugardaginn Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Fleiri fréttir Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Sjá meira
Ferðamennirnir á Íslandi: Ætla að taka þær beygjur sem þeim dettur í hug Hidde og Sietske frá Hollandi hafa leigt bílaleigubíl en ekki ákveðið neitt annað. 9. júlí 2015 13:45
Deila um ágæti Airbnb: Plága eða jákvæð þróun? Egill Helgason segir Airbnb hafa vond áhrif á mannlífið en Hjálmar Gíslason segir Egil fara með bölvaða vitleysu. 16. júlí 2015 14:00
Staða á leigumarkaði ekki eins slæm síðan á stríðsárum Meðal annars vegna aukins ferðamannafjölda, að sögn Hólmsteins Brekkan, formanns Samtaka leigjenda. 29. júlí 2015 13:12
Leigusamningum við námsmenn rift vegna áframleigu Námsmenn eru farnir að gera sér mat úr auknum straumi ferðamanna. 29. júlí 2015 19:30
Leigir þessi af þér á Airbnb? Endurgerð auglýsingar minnir alla á að ýmsar hættur geta fylgt því að leigja íbúðina sína til ókunnugra. 22. júlí 2015 11:52