Ávarp á alþjóðaleiklistardaginn 2014 Jón Atli Jónasson skrifar 27. mars 2014 07:00 Það var rúmenska leikskáldið Eugéne Ionesco sem sagði að leiksviðið væri staður þar sem manneskjan mætti sjálfri sér. Það sem er í húfi við þau kynni, mín orð ekki hans, er reynslan sem má draga af þeirri viðkynningu. Við hittum okkur sjálf á sviðinu. Stundum í líki fljúgandi barnfóstru eða sjómanns sem syndir í átt að eyju í Norður-Atlantshafinu. Það er frásögnin af manneskjunni sem dregur okkur í leikhúsið. Baráttan sem hún stendur andspænis, afdrif hennar og örlög. Síðustu vikur hefur heimsbyggðin beðið frétta af örlögum rúmlega 240 sálna sem voru um borð í flugi MH370 sem hvarf þann áttunda mars síðastliðinn. Líklega hefur flugvélin hrapað og allir um borð farist með henni. Ef tekst að finna svarta kassa flugvélarinnar verður hugsanlega hægt að varpa meira ljósi á örlög þeirra sem voru um borð. Svarti kassinn er tæki sem skráir niður upplýsingar um flugið og það sem er sagt um borð í flugstjórnarklefanum. Hann gegnir eingöngu því hlutverki um borð í vélinni. Þetta er ekki tæki sem nýtist að öðru leyti við að fljúga henni. Svarti kassinn skrásetur og flytur frásagnir. Við verðum ekki í rónni fyrr en við vitum hver örlög þessa fólks um borð í flugi MH 370 urðu því hluttekningin er okkur eðlislæg þrátt fyrir að það kunni að stangast á við sinnuleysi tímanna sem við lifum. Leit að líkum farþega, braki og ekki síst svarta kassa flugs MH 370 stendur nú yfir á Indlandshafi. Líkurnar á því að nokkuð finnist eru litlar. En við leitum samt. Leikhúsið er líka svartur kassi. Þar sem orð er gert af anda og andi af lífi. Það skrásetur og flytur frásagnir. Það leitar uppi manneskjuna í þeim ásetningi að verða vitni að gleði hennar, sorg og sigrum. Að fundi hennar við sjálfa sig. Það er hlutverk leikhússins. Hvorki meira né minna. Að halda áfram tilrauninni um manneskjuna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Halldór 01.02.2025 Halldór Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Þegar réttarkerfið bregst – hvað kostar það börnin? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Sjá meira
Það var rúmenska leikskáldið Eugéne Ionesco sem sagði að leiksviðið væri staður þar sem manneskjan mætti sjálfri sér. Það sem er í húfi við þau kynni, mín orð ekki hans, er reynslan sem má draga af þeirri viðkynningu. Við hittum okkur sjálf á sviðinu. Stundum í líki fljúgandi barnfóstru eða sjómanns sem syndir í átt að eyju í Norður-Atlantshafinu. Það er frásögnin af manneskjunni sem dregur okkur í leikhúsið. Baráttan sem hún stendur andspænis, afdrif hennar og örlög. Síðustu vikur hefur heimsbyggðin beðið frétta af örlögum rúmlega 240 sálna sem voru um borð í flugi MH370 sem hvarf þann áttunda mars síðastliðinn. Líklega hefur flugvélin hrapað og allir um borð farist með henni. Ef tekst að finna svarta kassa flugvélarinnar verður hugsanlega hægt að varpa meira ljósi á örlög þeirra sem voru um borð. Svarti kassinn er tæki sem skráir niður upplýsingar um flugið og það sem er sagt um borð í flugstjórnarklefanum. Hann gegnir eingöngu því hlutverki um borð í vélinni. Þetta er ekki tæki sem nýtist að öðru leyti við að fljúga henni. Svarti kassinn skrásetur og flytur frásagnir. Við verðum ekki í rónni fyrr en við vitum hver örlög þessa fólks um borð í flugi MH 370 urðu því hluttekningin er okkur eðlislæg þrátt fyrir að það kunni að stangast á við sinnuleysi tímanna sem við lifum. Leit að líkum farþega, braki og ekki síst svarta kassa flugs MH 370 stendur nú yfir á Indlandshafi. Líkurnar á því að nokkuð finnist eru litlar. En við leitum samt. Leikhúsið er líka svartur kassi. Þar sem orð er gert af anda og andi af lífi. Það skrásetur og flytur frásagnir. Það leitar uppi manneskjuna í þeim ásetningi að verða vitni að gleði hennar, sorg og sigrum. Að fundi hennar við sjálfa sig. Það er hlutverk leikhússins. Hvorki meira né minna. Að halda áfram tilrauninni um manneskjuna.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun