Bæjarfulltrúi VG í Mosfellsbæ í þrot Valur Grettisson skrifar 9. október 2013 08:00 Bæjarfulltrúi Mosfellsbæjar, Karl Tómasson, keypti nýtt hús fyrir myntkörfulán. fréttablaðið/gva „Þetta er bara mikið áfall fyrir okkur eins og fyrir alla sem í svona lenda,“ segir Karl Tómasson, forseti bæjarstjórnar Mosfellsbæjar og bæjarfulltrúi Vinstri grænna, en hann var úrskurðaður gjaldþrota í maí síðastliðnum. Hann snýr í dag aftur til starfa í bæjarstjórn. Meðferð þrotabúsins lauk 1. október síðastliðinn en samkvæmt Lögbirtingablaðinu voru lýstar kröfur í bú hans alls 176 milljónir króna. Ekkert fékkst upp í kröfurnar. „Gjaldþrot mitt er í sjálfu sér ekkert launungarmál. Ég hef ekki falið það fyrir neinum og er búinn að gera öllum grein fyrir stöðu mála,“ segir Karl en hann tók sér leyfi frá bæjarstjórn á meðan skiptastjóri leysti upp búið. „Það sem gerðist var að við ákváðum að gera upp hús hér í Mosfellsbænum. Síðan fluttum við án þess að selja húsið áður,“ segir Karl. „Lánið fyrir nýja húsinu var svo í erlendri mynt.“ Hrunið skall á með öllum sínum þunga og skuldir Karls tvöfölduðust á örskömmum tíma. „Þetta er bara ömurlegt,“ segir Karl um tilfinninguna að ganga í gegnum gjaldþrotið. „Það er ekki eins og ég hafi staðið í einhverju braski eða í hlutabréfakaupum,“ bætir hann við. „Ég lenti bara eins illa í því og mögulegt var.“ Spurður um hæfi sitt sem bæjarfulltrúi í Mosfellsbæ svarar Karl: „Ég hef ekki leynt neinn neinu, hvorki samstarfsmenn, vini né fjölskyldu.“Haraldur SverrissonKarl bætir við að hann sjálfur hafi heldur ekkert breyst. „Ég mun vinna áfram eins og ég hef gert og samstarfsmenn mínir treysta mér fullkomlega til þess að halda áfram,“ segir Karl. Oddviti Sjálfstæðisflokksins og bæjarstjóri í Mosfellsbæ, Haraldur Sverrisson, svarar aðspurður að Karl hafi tilkynnt samstarfsmönnum sínum strax í maí um stöðu mála. VG og Sjálfstæðisflokkurinn mynda meirihluta í Mosfellsbæ. Haraldur segir að þá þegar hafi það verið kannað hvort Karli væri sætt í bæjarstjórn. Þá kom í ljós að hann yrði að taka sér leyfi frá skyldum sínum sem bæjarfulltrúi lögum samkvæmt á meðan hann færi í gegnum gjaldþrotameðferð. Honum væri síðan frjálst að taka sæti aftur eftir að skiptalok hefðu verið auglýst í Lögbirtingablaðinu. Aðspurður hvort bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins treysti Karli, svarar Haraldur: „Að sjálfsögðu. Við höfum átt í góðu samstarfi við hann og berum fullt traust til hans sem og annarra á lista VG.“ Karl tekur aftur sæti sem forseti bæjarstjórnar í dag. Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
„Þetta er bara mikið áfall fyrir okkur eins og fyrir alla sem í svona lenda,“ segir Karl Tómasson, forseti bæjarstjórnar Mosfellsbæjar og bæjarfulltrúi Vinstri grænna, en hann var úrskurðaður gjaldþrota í maí síðastliðnum. Hann snýr í dag aftur til starfa í bæjarstjórn. Meðferð þrotabúsins lauk 1. október síðastliðinn en samkvæmt Lögbirtingablaðinu voru lýstar kröfur í bú hans alls 176 milljónir króna. Ekkert fékkst upp í kröfurnar. „Gjaldþrot mitt er í sjálfu sér ekkert launungarmál. Ég hef ekki falið það fyrir neinum og er búinn að gera öllum grein fyrir stöðu mála,“ segir Karl en hann tók sér leyfi frá bæjarstjórn á meðan skiptastjóri leysti upp búið. „Það sem gerðist var að við ákváðum að gera upp hús hér í Mosfellsbænum. Síðan fluttum við án þess að selja húsið áður,“ segir Karl. „Lánið fyrir nýja húsinu var svo í erlendri mynt.“ Hrunið skall á með öllum sínum þunga og skuldir Karls tvöfölduðust á örskömmum tíma. „Þetta er bara ömurlegt,“ segir Karl um tilfinninguna að ganga í gegnum gjaldþrotið. „Það er ekki eins og ég hafi staðið í einhverju braski eða í hlutabréfakaupum,“ bætir hann við. „Ég lenti bara eins illa í því og mögulegt var.“ Spurður um hæfi sitt sem bæjarfulltrúi í Mosfellsbæ svarar Karl: „Ég hef ekki leynt neinn neinu, hvorki samstarfsmenn, vini né fjölskyldu.“Haraldur SverrissonKarl bætir við að hann sjálfur hafi heldur ekkert breyst. „Ég mun vinna áfram eins og ég hef gert og samstarfsmenn mínir treysta mér fullkomlega til þess að halda áfram,“ segir Karl. Oddviti Sjálfstæðisflokksins og bæjarstjóri í Mosfellsbæ, Haraldur Sverrisson, svarar aðspurður að Karl hafi tilkynnt samstarfsmönnum sínum strax í maí um stöðu mála. VG og Sjálfstæðisflokkurinn mynda meirihluta í Mosfellsbæ. Haraldur segir að þá þegar hafi það verið kannað hvort Karli væri sætt í bæjarstjórn. Þá kom í ljós að hann yrði að taka sér leyfi frá skyldum sínum sem bæjarfulltrúi lögum samkvæmt á meðan hann færi í gegnum gjaldþrotameðferð. Honum væri síðan frjálst að taka sæti aftur eftir að skiptalok hefðu verið auglýst í Lögbirtingablaðinu. Aðspurður hvort bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins treysti Karli, svarar Haraldur: „Að sjálfsögðu. Við höfum átt í góðu samstarfi við hann og berum fullt traust til hans sem og annarra á lista VG.“ Karl tekur aftur sæti sem forseti bæjarstjórnar í dag.
Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira