Innlent

Bænastundir vegna sjóslyssins á morgun

Sá sem komst lífs af dvelur nú á sjúkrahúsi í Álasundi í Noregi.
Sá sem komst lífs af dvelur nú á sjúkrahúsi í Álasundi í Noregi. mynd/ óli kr. ármannsson.
Bænastundir verða haldnar á morgun í Ytri Njarðvíkurkirkju og Grafarvogskirkju vegna sjóslyssins í gær þegar togarinn Hallgrímur SI-77 fórst. Þær hefjast báðar klukkan 18. Nöfn mannanna þriggja sem taldir eru af voru gerð opinber í dag. Sá fjórði dvelur á sjúkrahúsi í Álasundi. Ólíklegt þykir að hann verði útskrifaður í dag vegna andlegs ástands en honum hefur nú verið veitt áfallahjálp til að takast á við afleiðingar slyssins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×