Bændaforingi telur of margt fé í landinu Sveinn Arnarsson skrifar 27. febrúar 2017 05:00 Miklir erfiðleikar setðja að útflutningi á lambakjöti um þessar mundir. vísir/pjetur „Eins og staðan er núna á erlendum mörkuðum erum við að tapa um 150 til 200 krónum á hverju einasta kílói sem við sendum til útflutnings,“ segir Björn Víkingur Björnsson, forstjóri Fjallalambs á Kópaskeri.Sigurður Eyþórsson, framkvæmdastjóri Bændasamtakanna.vísir/pjeturSigurður Eyþórsson, framkvæmdastjóri Bændasamtakanna, segir ytri aðstæður ekki hafa verið hagfelldar fyrir útflutning á lambakjöti síðustu misseri. Gengi krónunnar sé of hátt. Að auki hafi lokanir Rússlandsmarkaða haft mikil áhrif. „Ljóst er að núverandi ástand getur ekki varað í mörg ár í viðbót án þess að það hafi veruleg neikvæð áhrif,“ segir Sigurður. Of margt fé sé í landinu miðað við núverandi ástand. „Ef ytri aðstæður lagast ekki fyrir útflutt lambakjöt á næstu árum þarf að fækka fé.“ Síðustu þrjá mánuðina 2016 voru rúm 1.300 tonn af lambakjöti flutt úr landi í sláturtíð haustsins. Meðalverð þessara afurða er 605 krónur kílóið. Þetta segir Björn Víkingur vera allt of lágt verð til að standa undir sér lengi. „Við erum að kaupa skrokkinn inn af bændum á 550 krónur kílóið. Þegar sláturkostnaður við dilkinn er reiknaður saman við er augljóst að við erum að tapa á hverju einasta kílói.“ Þótt meðalverð sé aðeins rúmar 600 krónur á kíló fáist gott verð fyrir ferska hryggvöðva og aðra ferska vöðva í útflutningi. Það sé of lítið hlutfall í stóra samhenginu. „Við viljum framleiða á erlenda markaði og höfum verið að fá gott verð í gegnum tíðina. Hins vegar er staðan núna önnur og við verðum að skoða hana gaumgæfilega,“ bætir Björn Víkingur við.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.Björn Víkingur Björnsson, forstjóri Fjallalambsvísir/pjetur Mest lesið Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Erlent Fleiri fréttir Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Sjá meira
„Eins og staðan er núna á erlendum mörkuðum erum við að tapa um 150 til 200 krónum á hverju einasta kílói sem við sendum til útflutnings,“ segir Björn Víkingur Björnsson, forstjóri Fjallalambs á Kópaskeri.Sigurður Eyþórsson, framkvæmdastjóri Bændasamtakanna.vísir/pjeturSigurður Eyþórsson, framkvæmdastjóri Bændasamtakanna, segir ytri aðstæður ekki hafa verið hagfelldar fyrir útflutning á lambakjöti síðustu misseri. Gengi krónunnar sé of hátt. Að auki hafi lokanir Rússlandsmarkaða haft mikil áhrif. „Ljóst er að núverandi ástand getur ekki varað í mörg ár í viðbót án þess að það hafi veruleg neikvæð áhrif,“ segir Sigurður. Of margt fé sé í landinu miðað við núverandi ástand. „Ef ytri aðstæður lagast ekki fyrir útflutt lambakjöt á næstu árum þarf að fækka fé.“ Síðustu þrjá mánuðina 2016 voru rúm 1.300 tonn af lambakjöti flutt úr landi í sláturtíð haustsins. Meðalverð þessara afurða er 605 krónur kílóið. Þetta segir Björn Víkingur vera allt of lágt verð til að standa undir sér lengi. „Við erum að kaupa skrokkinn inn af bændum á 550 krónur kílóið. Þegar sláturkostnaður við dilkinn er reiknaður saman við er augljóst að við erum að tapa á hverju einasta kílói.“ Þótt meðalverð sé aðeins rúmar 600 krónur á kíló fáist gott verð fyrir ferska hryggvöðva og aðra ferska vöðva í útflutningi. Það sé of lítið hlutfall í stóra samhenginu. „Við viljum framleiða á erlenda markaði og höfum verið að fá gott verð í gegnum tíðina. Hins vegar er staðan núna önnur og við verðum að skoða hana gaumgæfilega,“ bætir Björn Víkingur við.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.Björn Víkingur Björnsson, forstjóri Fjallalambsvísir/pjetur
Mest lesið Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Erlent Fleiri fréttir Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Sjá meira