Innlent

Bændur á Miðhúsum biðja um göng fyrir kindur

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Umferðarþungi ógnar Miðhúsafé.
Umferðarþungi ógnar Miðhúsafé. vísir/stefán
Hjónin á bænum Miðhúsum í Bláskógabyggð vilja að Vegagerðin útbúi göng undir þjóðveginn svo kindur þeirra komist áfallalaust á milli túna jarðarinnar. Undanfarin misseri hafi umferð stóraukist og líkur séu á að hún eigi eftir að aukast enn frekar.

„Í haust höfum við hvað eftir annað lent í vandræðum með að koma fé yfir veginn sökum umferðar og er þess skemmst að minnast að í október misstum við fjórar ær hér neðan við bæinn. Og er þá ótalið tjón á bílnum og áfall bílstjórans," segir í bréfi Miðhúsabænda til Vegagerðarinnar. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar hefur tekið undir óskir þeirra um að Vegagerðin geri sérstök göng fyrir kindurnar sem beitt er á umrædd tún á vorin og að hausti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×