Innlent

Bændur vilja ferðamenn í réttir

Bændur eiga sumstaðar í erfiðleikum að manna gangnamannaflokka til að fara á fjall í haust til smalamennsku. sú hugmynd hefur kviknað að virkja jafnvel erlenda ferðamenn til aðstoðar, í formi ævintýraferða.

Þeir þyrftu ekki að vara þaulvarnir hesatmenn, því nú til dags er líka smalað á fjórhjólum, sexhjólum og tveimur jafn fljótum. Þá auðveldar nýjasta samskiptatækni við að leiðbeina ferðamönnunum við leitina og fleiri þættir þykja styðja hugmyndina.- annars eru bændur nú farnir að undirbúa göngurnar, eða að fara á fjall, eins og það er líka kallað, enda styttist nú óðum í fyrstu fjárréttir.

Rösklega 580 þúsund fjár var slátrað í fyrrahaust og er búist við að sú tala hækki upp í 600 þúsund í haust, meðal annars vegna þess að einhverjir bændur munu fækka fé sínu í haust umfram áætlanir.

Það má rekja til þess að heyfengur er víða minni en til stóð, þar sem ekki var nægileg grasspretta í sumar vegna þurrka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×