Bætir ekki andrúmsloftið í viðræðunum Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 13. apríl 2012 18:34 Steingrímur J. Sigfússon segir þátttöku framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins í Icesave málinu pólitískt mál þar sem sambandið taki afstöðu gegn Íslandi. Honum þyki þetta fruntaleg framkoma sem sé ekki til þess fallin að bæta andrúmsloftið í aðildarviðræðunum. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur farið fram á það að taka þátt í málarekstri ESA gegn Íslandi vegna Icesave. Þetta þýðir að framkvæmdastjórnin mun styðja ESA í málinu. Efnahags- og viðskiptaráðherra segir þetta ekki koma sér á óvart. „Auðvitað er þetta líka pólitískt mál og Evrópusambandið gengur þarna formlega í lið og tekur afstöðu gegn Íslandi og það er auðvitað pólitískt mál sem að ég verð að segja að Evrópusambandið hefði vel mátt láta vera mín vegna. Mér finnst það býsna fruntalegt að láta sér ekki nægja þá að einstök aðildarríki, eins og kannski Bretar og Hollendingar, sem við bjuggum okkur alveg undir að myndu reyna að fara inn í málið að þeir geri það, en að Evrópusambandið sem blokk skuli stilla sér svona upp það finnst mér býsna svert pólitískt og það svona bætir ekki stemminguna svo vægt sé til orða tekið," segir Steingrímur. Þegar eiga Íslendingar í deilum við Evrópusambandið um makrílveiðar. Steingrímur segir að reyna muni á það á næstu vikum hvort að sú deila tefji fyrir því að sjávarútvegskaflinn opnist. „Ef það gerist þá verður það í viðbót mjög alvarlegur atburður og þá er komið einn eitt korn í mælinn." Steingrímur segir andrúmsloftið skipta miklu máli í aðildarviðræðum Íslendinga og Evrópusambandsins. „Að menn séu að ræða saman í góðri trú og af velvild. Ef að ítrekað kemur til hluta af hálfu Evrópusambandsins sem að við hljótum að túlka sem ákveðna andstöðu þeirra þá hefur það áhrif á andrúmsloftið. Það hlýtur öllum að vera það ljóst. Það fækkar væntanlega í svona fáliðuðu vinabandalagi þeirra hér," segir hann að lokum. Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon segir þátttöku framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins í Icesave málinu pólitískt mál þar sem sambandið taki afstöðu gegn Íslandi. Honum þyki þetta fruntaleg framkoma sem sé ekki til þess fallin að bæta andrúmsloftið í aðildarviðræðunum. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur farið fram á það að taka þátt í málarekstri ESA gegn Íslandi vegna Icesave. Þetta þýðir að framkvæmdastjórnin mun styðja ESA í málinu. Efnahags- og viðskiptaráðherra segir þetta ekki koma sér á óvart. „Auðvitað er þetta líka pólitískt mál og Evrópusambandið gengur þarna formlega í lið og tekur afstöðu gegn Íslandi og það er auðvitað pólitískt mál sem að ég verð að segja að Evrópusambandið hefði vel mátt láta vera mín vegna. Mér finnst það býsna fruntalegt að láta sér ekki nægja þá að einstök aðildarríki, eins og kannski Bretar og Hollendingar, sem við bjuggum okkur alveg undir að myndu reyna að fara inn í málið að þeir geri það, en að Evrópusambandið sem blokk skuli stilla sér svona upp það finnst mér býsna svert pólitískt og það svona bætir ekki stemminguna svo vægt sé til orða tekið," segir Steingrímur. Þegar eiga Íslendingar í deilum við Evrópusambandið um makrílveiðar. Steingrímur segir að reyna muni á það á næstu vikum hvort að sú deila tefji fyrir því að sjávarútvegskaflinn opnist. „Ef það gerist þá verður það í viðbót mjög alvarlegur atburður og þá er komið einn eitt korn í mælinn." Steingrímur segir andrúmsloftið skipta miklu máli í aðildarviðræðum Íslendinga og Evrópusambandsins. „Að menn séu að ræða saman í góðri trú og af velvild. Ef að ítrekað kemur til hluta af hálfu Evrópusambandsins sem að við hljótum að túlka sem ákveðna andstöðu þeirra þá hefur það áhrif á andrúmsloftið. Það hlýtur öllum að vera það ljóst. Það fækkar væntanlega í svona fáliðuðu vinabandalagi þeirra hér," segir hann að lokum.
Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira