Bætt íslenskukennsla eflir aðlögun fólks Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 3. febrúar 2014 07:00 Zane Brikovska. Að mati verkefnastjóra fjölmenningarmála á Akureyri eiga flestir innflytjendur að læra íslensku. Vísir/Auðunn „Þótt innflytjendur hafi lögvarinn rétt til túlkunar fyrirbyggir það ekki vandamál,“ segir Zane Brikovska, verkefnastjóri fjölmenningarmála hjá Akureyrarbæ. „Ef maður býr í sjö ár á Íslandi og krefst enn að fá túlk þegar farið er til heimilislæknis þá er skiljanlegt að ástandið valdi gremju og tregðu hjá ríki og sveitarfélögum að standa undir kostnaði.“ Vísir hefur fjallað um túlkaþjónustu á Íslandi og að stofnanir kalli ekki alltaf út túlk þrátt fyrir lögvarinn rétt. Einnig að starfsmenn Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu meti í hverju tilfelli hvort ástæða sé til að kalla út túlk. Zane bendir á að samkvæmt tölum frá Heilsugæslunni á Akureyri hafi kostnaður vegna túlkaþjónustu aukist jafnt og þétt síðustu árin. Árið 2010 var upphæðin 168 þúsund krónur en árið 2012 var hún komin upp í 463 þúsund. Hún segir að það eitt að fá meira fjármagn fyrir túlkaþjónustu fyrir innflytjendur muni ekki hjálpa þeim við aðlögun í samfélaginu þegar til lengri tíma er litið. Þvert á móti dragi of mikil túlkaþjónusta úr hvatningu til að læra íslensku. „Það þarf aftur á móti að bæta íslenskukennsluna. Fjöldi rannsókna og persónuleg reynsla fólks hefur sýnt fram á að enn skortir á sameiginlega uppbyggingu á kennsluferlinu og hæfa kennara til að tryggja gæðin.“ „Ef maður sem hefur farið á fjögur íslenskunámskeið, sem hvert kostar á fjórða tug þúsund, og er enn ekki fær um einfalt hversdagsmál á íslensku þá má spyrja um gæði námskeiðanna.“ Zane segir að stundum veki reiði þegar horft er á innflytjendur sem fórnarlömb, frekar eigi að hjálpa þeim að vera sjálfbjarga. „Ef gæði íslenskunámskeiðs yrðu tryggð þá er engin ástæða lengur til þess að rukka ríki eða sveitarfélag fyrir túlkaþjónustuna heldur frekar innflytjandann sjálfan ef afstaða hans er einfaldlega sú að læra ekki íslensku.“ Spurð hvort sjálfsagt sé að allir geti lært íslensku segir Zane að auðvitað yrðu að vera undanþágur fyrir til að mynda fólk sem flytur til Íslands seint á ævinni og á erfitt með að læra nýtt mál. Zane segir Alþjóðastofu á Akureyri gefa út leiðbeiningabækling um túlkaþjónustu hjá félagsþjónustu, skóladeild og heilsugæslu Akureyrarbæjar. Það sé gert til að aðstoða sveitarfélagið við að meta þörf á túlkaþjónustu fyrir hvert og eitt tilfelli. Tekið sé tillit til alvarleika málsins og lengd búsetu á Íslandi. Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Fleiri fréttir Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Sjá meira
„Þótt innflytjendur hafi lögvarinn rétt til túlkunar fyrirbyggir það ekki vandamál,“ segir Zane Brikovska, verkefnastjóri fjölmenningarmála hjá Akureyrarbæ. „Ef maður býr í sjö ár á Íslandi og krefst enn að fá túlk þegar farið er til heimilislæknis þá er skiljanlegt að ástandið valdi gremju og tregðu hjá ríki og sveitarfélögum að standa undir kostnaði.“ Vísir hefur fjallað um túlkaþjónustu á Íslandi og að stofnanir kalli ekki alltaf út túlk þrátt fyrir lögvarinn rétt. Einnig að starfsmenn Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu meti í hverju tilfelli hvort ástæða sé til að kalla út túlk. Zane bendir á að samkvæmt tölum frá Heilsugæslunni á Akureyri hafi kostnaður vegna túlkaþjónustu aukist jafnt og þétt síðustu árin. Árið 2010 var upphæðin 168 þúsund krónur en árið 2012 var hún komin upp í 463 þúsund. Hún segir að það eitt að fá meira fjármagn fyrir túlkaþjónustu fyrir innflytjendur muni ekki hjálpa þeim við aðlögun í samfélaginu þegar til lengri tíma er litið. Þvert á móti dragi of mikil túlkaþjónusta úr hvatningu til að læra íslensku. „Það þarf aftur á móti að bæta íslenskukennsluna. Fjöldi rannsókna og persónuleg reynsla fólks hefur sýnt fram á að enn skortir á sameiginlega uppbyggingu á kennsluferlinu og hæfa kennara til að tryggja gæðin.“ „Ef maður sem hefur farið á fjögur íslenskunámskeið, sem hvert kostar á fjórða tug þúsund, og er enn ekki fær um einfalt hversdagsmál á íslensku þá má spyrja um gæði námskeiðanna.“ Zane segir að stundum veki reiði þegar horft er á innflytjendur sem fórnarlömb, frekar eigi að hjálpa þeim að vera sjálfbjarga. „Ef gæði íslenskunámskeiðs yrðu tryggð þá er engin ástæða lengur til þess að rukka ríki eða sveitarfélag fyrir túlkaþjónustuna heldur frekar innflytjandann sjálfan ef afstaða hans er einfaldlega sú að læra ekki íslensku.“ Spurð hvort sjálfsagt sé að allir geti lært íslensku segir Zane að auðvitað yrðu að vera undanþágur fyrir til að mynda fólk sem flytur til Íslands seint á ævinni og á erfitt með að læra nýtt mál. Zane segir Alþjóðastofu á Akureyri gefa út leiðbeiningabækling um túlkaþjónustu hjá félagsþjónustu, skóladeild og heilsugæslu Akureyrarbæjar. Það sé gert til að aðstoða sveitarfélagið við að meta þörf á túlkaþjónustu fyrir hvert og eitt tilfelli. Tekið sé tillit til alvarleika málsins og lengd búsetu á Íslandi.
Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Fleiri fréttir Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Sjá meira