Bætt íslenskukennsla eflir aðlögun fólks Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 3. febrúar 2014 07:00 Zane Brikovska. Að mati verkefnastjóra fjölmenningarmála á Akureyri eiga flestir innflytjendur að læra íslensku. Vísir/Auðunn „Þótt innflytjendur hafi lögvarinn rétt til túlkunar fyrirbyggir það ekki vandamál,“ segir Zane Brikovska, verkefnastjóri fjölmenningarmála hjá Akureyrarbæ. „Ef maður býr í sjö ár á Íslandi og krefst enn að fá túlk þegar farið er til heimilislæknis þá er skiljanlegt að ástandið valdi gremju og tregðu hjá ríki og sveitarfélögum að standa undir kostnaði.“ Vísir hefur fjallað um túlkaþjónustu á Íslandi og að stofnanir kalli ekki alltaf út túlk þrátt fyrir lögvarinn rétt. Einnig að starfsmenn Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu meti í hverju tilfelli hvort ástæða sé til að kalla út túlk. Zane bendir á að samkvæmt tölum frá Heilsugæslunni á Akureyri hafi kostnaður vegna túlkaþjónustu aukist jafnt og þétt síðustu árin. Árið 2010 var upphæðin 168 þúsund krónur en árið 2012 var hún komin upp í 463 þúsund. Hún segir að það eitt að fá meira fjármagn fyrir túlkaþjónustu fyrir innflytjendur muni ekki hjálpa þeim við aðlögun í samfélaginu þegar til lengri tíma er litið. Þvert á móti dragi of mikil túlkaþjónusta úr hvatningu til að læra íslensku. „Það þarf aftur á móti að bæta íslenskukennsluna. Fjöldi rannsókna og persónuleg reynsla fólks hefur sýnt fram á að enn skortir á sameiginlega uppbyggingu á kennsluferlinu og hæfa kennara til að tryggja gæðin.“ „Ef maður sem hefur farið á fjögur íslenskunámskeið, sem hvert kostar á fjórða tug þúsund, og er enn ekki fær um einfalt hversdagsmál á íslensku þá má spyrja um gæði námskeiðanna.“ Zane segir að stundum veki reiði þegar horft er á innflytjendur sem fórnarlömb, frekar eigi að hjálpa þeim að vera sjálfbjarga. „Ef gæði íslenskunámskeiðs yrðu tryggð þá er engin ástæða lengur til þess að rukka ríki eða sveitarfélag fyrir túlkaþjónustuna heldur frekar innflytjandann sjálfan ef afstaða hans er einfaldlega sú að læra ekki íslensku.“ Spurð hvort sjálfsagt sé að allir geti lært íslensku segir Zane að auðvitað yrðu að vera undanþágur fyrir til að mynda fólk sem flytur til Íslands seint á ævinni og á erfitt með að læra nýtt mál. Zane segir Alþjóðastofu á Akureyri gefa út leiðbeiningabækling um túlkaþjónustu hjá félagsþjónustu, skóladeild og heilsugæslu Akureyrarbæjar. Það sé gert til að aðstoða sveitarfélagið við að meta þörf á túlkaþjónustu fyrir hvert og eitt tilfelli. Tekið sé tillit til alvarleika málsins og lengd búsetu á Íslandi. Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sjá meira
„Þótt innflytjendur hafi lögvarinn rétt til túlkunar fyrirbyggir það ekki vandamál,“ segir Zane Brikovska, verkefnastjóri fjölmenningarmála hjá Akureyrarbæ. „Ef maður býr í sjö ár á Íslandi og krefst enn að fá túlk þegar farið er til heimilislæknis þá er skiljanlegt að ástandið valdi gremju og tregðu hjá ríki og sveitarfélögum að standa undir kostnaði.“ Vísir hefur fjallað um túlkaþjónustu á Íslandi og að stofnanir kalli ekki alltaf út túlk þrátt fyrir lögvarinn rétt. Einnig að starfsmenn Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu meti í hverju tilfelli hvort ástæða sé til að kalla út túlk. Zane bendir á að samkvæmt tölum frá Heilsugæslunni á Akureyri hafi kostnaður vegna túlkaþjónustu aukist jafnt og þétt síðustu árin. Árið 2010 var upphæðin 168 þúsund krónur en árið 2012 var hún komin upp í 463 þúsund. Hún segir að það eitt að fá meira fjármagn fyrir túlkaþjónustu fyrir innflytjendur muni ekki hjálpa þeim við aðlögun í samfélaginu þegar til lengri tíma er litið. Þvert á móti dragi of mikil túlkaþjónusta úr hvatningu til að læra íslensku. „Það þarf aftur á móti að bæta íslenskukennsluna. Fjöldi rannsókna og persónuleg reynsla fólks hefur sýnt fram á að enn skortir á sameiginlega uppbyggingu á kennsluferlinu og hæfa kennara til að tryggja gæðin.“ „Ef maður sem hefur farið á fjögur íslenskunámskeið, sem hvert kostar á fjórða tug þúsund, og er enn ekki fær um einfalt hversdagsmál á íslensku þá má spyrja um gæði námskeiðanna.“ Zane segir að stundum veki reiði þegar horft er á innflytjendur sem fórnarlömb, frekar eigi að hjálpa þeim að vera sjálfbjarga. „Ef gæði íslenskunámskeiðs yrðu tryggð þá er engin ástæða lengur til þess að rukka ríki eða sveitarfélag fyrir túlkaþjónustuna heldur frekar innflytjandann sjálfan ef afstaða hans er einfaldlega sú að læra ekki íslensku.“ Spurð hvort sjálfsagt sé að allir geti lært íslensku segir Zane að auðvitað yrðu að vera undanþágur fyrir til að mynda fólk sem flytur til Íslands seint á ævinni og á erfitt með að læra nýtt mál. Zane segir Alþjóðastofu á Akureyri gefa út leiðbeiningabækling um túlkaþjónustu hjá félagsþjónustu, skóladeild og heilsugæslu Akureyrarbæjar. Það sé gert til að aðstoða sveitarfélagið við að meta þörf á túlkaþjónustu fyrir hvert og eitt tilfelli. Tekið sé tillit til alvarleika málsins og lengd búsetu á Íslandi.
Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sjá meira