Innlent

Bakarí á Selfossi lokar og sex missa vinnuna

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Almar Þór Þorgeirsson, bakari og eiginkona hans, Ólöf Ingibergsdóttir en þau gáfu Selfyssingum sjö þúsund rúnstykki 16. janúar síðastliðinn með þökk fyrir viðskiptin síðustu ár.
Almar Þór Þorgeirsson, bakari og eiginkona hans, Ólöf Ingibergsdóttir en þau gáfu Selfyssingum sjö þúsund rúnstykki 16. janúar síðastliðinn með þökk fyrir viðskiptin síðustu ár. Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson
„Já, því miður, við erum að fara að loka því við erum að missa húsnæðið okkar á Selfossi,“ segir Almar Þór Þorgeirsson, bakari og eigandi Almarsbakarís á Selfossi sem lokar um næstu mánaðamót.

Leigusalarnir voru ekki tilbúnir að halda þessu samstarfi áfram því þeim fannst bakaríið ekki nógu flott. Það missa sex manns vinnuna en vonandi getum við tekið einhverja yfir í bakaríið okkar í Hveragerði.“ 

Almar rekur einnig bakarí í Sunnumörk í Hveragerði en bakaríið á Selfossi er staðsett í Krónuhúsinu beint á móti Ráðhúsi Árborgar við Austurveginn.

„Við viljum endilega vera áfram á Selfossi en höfum ekki fundið neitt hentugt húsnæði. Það virðist vera mikill skortur á slíku húsnæði á staðnum. Húsið sem við leigjum í dag er um 220 fermetrar og erum við að borga um 414 þúsund í leigu á mánuði,“ bætir Almar við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×