Bakland Guðmundar óánægðir Evrópusinnar í Framsókn Þorbjörn Þórðarson skrifar 23. ágúst 2011 12:00 Guðmundur Steingrímsson ásamt Guðna Ágústssyni, fyrrverandi formanni flokksins, þegar allt lék í lyndi. Guðni tilheyrir ekki baklandi Guðmundar, og er ekki á leið úr Framsókn. Bakland Guðmundar Steingrímssonar við stofnun hins nýja stjórnmálaflokks á miðju stjórnmálanna eru Evrópusinnaðir framsóknarmenn sem yfirgefið hafa flokkinn á síðustu dögum. Guðmundur segist ekki vita hvort hann hafi sterkt bakland til að stofna nýjan flokk en segir miðjusækin frjálslyndan flokk vanta sárlega og því verði hann að láta á það reyna. Guðmundur sagði í kvöldfréttum okkar í gær að það væri víða krafa um nýjan valkost á miðjunni. Frjálslyndan, víðsýnan, alþjóðlega sinnnaðan, grænan miðjuflokk. Hann saðist hafa fundið þessa kröfu í sjálfum sér og að honum hafi fundist mjög leiðinlegt að uppgötva að hann væri ekki í slíkum flokki. Því hafi hann þurft að segja sig úr Framsóknarflokknum. Hvað var það sem fyllti mælinn að þínu viti sem fékk þig til að sannfærast að þetta væri rétt skref? „Það var svolítið langur aðdragandi að þessari ákvörðun og þetta hefur safnast upp. Það er svolítið merkilegt að finna það alveg kristaltært, og ég hef ákvað að nota sumarið til þess að komast að því hvort sú tilfinning væri rétt, að finna það alveg að maður á ekki samhljóm eða samleið með flokki sem maður er í. Og það rann upp fyrir mér á síðasta flokksþingi, og hefur verið að gerjast með mér síðan." Það er svolítið stórt skref að stofna nýja stjórnmálaflokk. Hefurðu bakland til þess? „Ég veit það ekki. Það verður bara að koma í ljós. Mér finnst það hljóta að vera heiðarlegt að gera tilraun," segir Guðmundur. Sem segist ekki vita í hvaða kjördæmi hann muni bjóða fram sjálfur, en hann situr nú fyrir Norðvesturkjördæmi. Þrír framsóknarmenn sögðu sig úr flokknum um síðustu helgi eftir grein sem formaður flokksins birti í Morgunblaðinu á fimmtudag. Einn þeirra, er Andrés Pétursson, formaður Evrópusamtakanna og fyrrum trúnaðarmaður Framsóknar í Kópavogi. Andrés sagði í grein sem hann skrifaði um helgina að grein Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar í Morgunblaðinu á fimmtudag hefði verið dropinn sem fyllti mælinn. Andrés sagði að Sigmundur Davíð hefði ítrekað hunsað ályktanir flokksþings Framsóknar, eins og í Evrópumálum, frá því hann var kjörinn formaður. Andrés sagðist í samtali við fréttastofu þekkja marga sem væru að leita sér að vettvangi á miðju stjórnmálanna. Hann sagði að sér þætti líklegt að hann myndi styðja hinn nýja flokk Guðmundar enda væri Guðmundur afar frambærilegur stjórnmálamaður sem ætti fullt erindi og gæti leitt afl af þessu tagi. Fleiri Framsóknarmenn hafa yfirgefið flokkinn auk þeirra þriggja sem hættu um síðustu helgi. Einar Skúlason, varaþingmaður fyrir Framsóknarflokkinn sem leiddi jafnframt flokkinn í Reykjavík fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar, sagði úr flokknum í gær. Þá er Gísli Tryggvason, stjórnlagaráðsmaður, einnig hættur. „Ég ætla voðalega lítið að starfa í stjórnmálum, en ef ég fer út í þau verð ég örugglega með Guðmundi. Mér líst mjög vel á það sem hann hefur að segja. Á von á því að styðja hann," segir Einar Skúlason. Gísli Tryggvason, lögfræðingur og stjórnlagaráðsmaður er einnig hættur í Framsókn. Gísli sagði við fréttastofu að hann hefði engin áform að ganga í nýjan flokk. „Ég vil ekkert segja um þetta núna," segir Gísli. Guðmundur Steingrímsson á í dag fund með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni þar sem hann mun formlega segja sig úr Framsóknarflokknum og þingflokki Framsóknar. Tengdar fréttir Guðmundur hittir Sigmund fyrir hádegi Guðmundur Steingrímsson þingmaður hittir Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann Framsóknarflokksins klukkan ellefu í dag þar sem hann mun segja sig formlega úr flokknum. 23. ágúst 2011 09:49 Flokkur Guðmundar verður "frjálslyndur valkostur á miðjunni" Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi hefur tekið ákvörðun um að yfirgefa flokkinn vegna hugmyndafræðilegs ágreinings við forystu Framsóknar. Hann hyggst stofna nýjan stjórnmálaflokk á miðju stjórnmálanna. 22. ágúst 2011 18:46 Evrópumál kljúfa fólk frá Framsóknarflokki Guðmundur Steingrímsson alþingismaður segir sig úr Framsóknarflokknum í dag. 23. ágúst 2011 03:00 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Erlent Fleiri fréttir Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Sjá meira
Bakland Guðmundar Steingrímssonar við stofnun hins nýja stjórnmálaflokks á miðju stjórnmálanna eru Evrópusinnaðir framsóknarmenn sem yfirgefið hafa flokkinn á síðustu dögum. Guðmundur segist ekki vita hvort hann hafi sterkt bakland til að stofna nýjan flokk en segir miðjusækin frjálslyndan flokk vanta sárlega og því verði hann að láta á það reyna. Guðmundur sagði í kvöldfréttum okkar í gær að það væri víða krafa um nýjan valkost á miðjunni. Frjálslyndan, víðsýnan, alþjóðlega sinnnaðan, grænan miðjuflokk. Hann saðist hafa fundið þessa kröfu í sjálfum sér og að honum hafi fundist mjög leiðinlegt að uppgötva að hann væri ekki í slíkum flokki. Því hafi hann þurft að segja sig úr Framsóknarflokknum. Hvað var það sem fyllti mælinn að þínu viti sem fékk þig til að sannfærast að þetta væri rétt skref? „Það var svolítið langur aðdragandi að þessari ákvörðun og þetta hefur safnast upp. Það er svolítið merkilegt að finna það alveg kristaltært, og ég hef ákvað að nota sumarið til þess að komast að því hvort sú tilfinning væri rétt, að finna það alveg að maður á ekki samhljóm eða samleið með flokki sem maður er í. Og það rann upp fyrir mér á síðasta flokksþingi, og hefur verið að gerjast með mér síðan." Það er svolítið stórt skref að stofna nýja stjórnmálaflokk. Hefurðu bakland til þess? „Ég veit það ekki. Það verður bara að koma í ljós. Mér finnst það hljóta að vera heiðarlegt að gera tilraun," segir Guðmundur. Sem segist ekki vita í hvaða kjördæmi hann muni bjóða fram sjálfur, en hann situr nú fyrir Norðvesturkjördæmi. Þrír framsóknarmenn sögðu sig úr flokknum um síðustu helgi eftir grein sem formaður flokksins birti í Morgunblaðinu á fimmtudag. Einn þeirra, er Andrés Pétursson, formaður Evrópusamtakanna og fyrrum trúnaðarmaður Framsóknar í Kópavogi. Andrés sagði í grein sem hann skrifaði um helgina að grein Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar í Morgunblaðinu á fimmtudag hefði verið dropinn sem fyllti mælinn. Andrés sagði að Sigmundur Davíð hefði ítrekað hunsað ályktanir flokksþings Framsóknar, eins og í Evrópumálum, frá því hann var kjörinn formaður. Andrés sagðist í samtali við fréttastofu þekkja marga sem væru að leita sér að vettvangi á miðju stjórnmálanna. Hann sagði að sér þætti líklegt að hann myndi styðja hinn nýja flokk Guðmundar enda væri Guðmundur afar frambærilegur stjórnmálamaður sem ætti fullt erindi og gæti leitt afl af þessu tagi. Fleiri Framsóknarmenn hafa yfirgefið flokkinn auk þeirra þriggja sem hættu um síðustu helgi. Einar Skúlason, varaþingmaður fyrir Framsóknarflokkinn sem leiddi jafnframt flokkinn í Reykjavík fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar, sagði úr flokknum í gær. Þá er Gísli Tryggvason, stjórnlagaráðsmaður, einnig hættur. „Ég ætla voðalega lítið að starfa í stjórnmálum, en ef ég fer út í þau verð ég örugglega með Guðmundi. Mér líst mjög vel á það sem hann hefur að segja. Á von á því að styðja hann," segir Einar Skúlason. Gísli Tryggvason, lögfræðingur og stjórnlagaráðsmaður er einnig hættur í Framsókn. Gísli sagði við fréttastofu að hann hefði engin áform að ganga í nýjan flokk. „Ég vil ekkert segja um þetta núna," segir Gísli. Guðmundur Steingrímsson á í dag fund með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni þar sem hann mun formlega segja sig úr Framsóknarflokknum og þingflokki Framsóknar.
Tengdar fréttir Guðmundur hittir Sigmund fyrir hádegi Guðmundur Steingrímsson þingmaður hittir Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann Framsóknarflokksins klukkan ellefu í dag þar sem hann mun segja sig formlega úr flokknum. 23. ágúst 2011 09:49 Flokkur Guðmundar verður "frjálslyndur valkostur á miðjunni" Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi hefur tekið ákvörðun um að yfirgefa flokkinn vegna hugmyndafræðilegs ágreinings við forystu Framsóknar. Hann hyggst stofna nýjan stjórnmálaflokk á miðju stjórnmálanna. 22. ágúst 2011 18:46 Evrópumál kljúfa fólk frá Framsóknarflokki Guðmundur Steingrímsson alþingismaður segir sig úr Framsóknarflokknum í dag. 23. ágúst 2011 03:00 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Erlent Fleiri fréttir Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Sjá meira
Guðmundur hittir Sigmund fyrir hádegi Guðmundur Steingrímsson þingmaður hittir Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann Framsóknarflokksins klukkan ellefu í dag þar sem hann mun segja sig formlega úr flokknum. 23. ágúst 2011 09:49
Flokkur Guðmundar verður "frjálslyndur valkostur á miðjunni" Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi hefur tekið ákvörðun um að yfirgefa flokkinn vegna hugmyndafræðilegs ágreinings við forystu Framsóknar. Hann hyggst stofna nýjan stjórnmálaflokk á miðju stjórnmálanna. 22. ágúst 2011 18:46
Evrópumál kljúfa fólk frá Framsóknarflokki Guðmundur Steingrímsson alþingismaður segir sig úr Framsóknarflokknum í dag. 23. ágúst 2011 03:00