Baldur Þórður Snær Júlíusson skrifar 20. febrúar 2012 08:00 Hæstiréttur dæmdi á föstudag Baldur Guðlaugsson, fyrrum ráðuneytisstjóra, í tveggja ára fangelsi fyrir innherjasvik. Baldur seldi hlutabréf sín í Landsbankanum fyrir 192,6 milljónir króna 17. og 18. september 2008, þremur vikum fyrir fall bankans, þrátt fyrir að hann sæti í samráðshópi stjórnvalda um fjármálastöðugleika. Hæstiréttur staðfesti niðurstöðu héraðsdóms þess efnis að Baldur hafi í fimm tilgreindum tilvikum, frá 22. júlí til 16. september 2008 búið yfir innherjaupplýsingum um stöðu Landsbankans vegna setu sinnar í hópnum þegar hann seldi bréf sín. Dómur Hæstaréttar yfir Baldri er merkilegur fyrir margar sakir. Í fyrsta lagi er þetta fyrsti dómur sem Hæstiréttur fellir í innherjasvikamáli. Í raun er þetta einungis annað innherjamálið sem fer fyrir dóm á Íslandi. Í hinu var sýknað árið 2001 og þeirri niðurstöðu ekki áfrýjað til Hæstaréttar. Í öðru lagi eru engin fordæmi fyrir því að jafn háttsettur embættismaður hafi verið dæmdur fyrir alvarlegt lögbrot. Baldur starfaði líka sem lögmaður í áratugi, var fyrirferðamikill í viðskiptum, tengdist stjórnmálum og hafði rík tengsl innan innsta valdakjarna landsins árum saman. Það sést best á því að sex af tólf Hæstaréttardómurum lýstu sig vanhæfa til að dæma hann vegna tengsla. Mál Baldurs var því ákveðinn prófsteinn á kunningjasamfélagið. Í þriðja lagi er augljóst að Baldur bjó yfir mun meiri og nákvæmari upplýsingum en nánast allir aðrir um stöðu Landsbankans. Það var handfylli manna sem hafði aðgang að þeim upplýsingum sem fram komu á fundum samráðshópsins. Í dómi Hæstaréttar segir meðal annars að bankastjórar Landsbankans hafi upplýst hópinn um kröfur breska fjármálaeftirlitsins í ágúst 2008 sem þeir töldu að gætu haft „ófyrirsjáanlegar afleiðingar" fyrir bankann. Jónína Lárusdóttir, þáverandi ráðuneytisstjóri í viðskiptaráðuneytinu, sagði við skýrslutöku hjá lögreglu vegna máls Baldurs að hún teldi trúnaðarupplýsingarnar sem komu fram á fundum hópsins „svo viðkvæmar að hætta væri á áhlaupi á bankana yrðu þær opinberar". Hún hafi því geymt fundargerðir hópsins í læstum skáp. Bolli Bollason, þáverandi ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu, og Tryggvi Pálsson, þáverandi framkvæmdastjóri fjármálasviðs Seðlabankans, sögðu báðir fyrir dómi að þeir hefðu átt hlutabréf í íslenskum bönkum. Þeir töldu sér ekki stætt að selja þau vegna setu sinnar í samráðshópnum. Mörgum grunaði að bankarnir stæðu illa. En örfáir vissu það. Baldur var einn þeirra. Hefði hann ekki fallið undir skilgreiningu laga sem innherji þá væru lögin í ólagi. Þá væru þau ekki að þjóna tilgangi sínum. Það á engum að vera það sérstakt fagnaðarefni þegar maður er dæmdur til fangelsisvistar fyrir lögbrot. Það er hins vegar mikilvægt að staðfesta að lög og reglur virki og að þau nái jafnt yfir alla. Miðað við þann fjölda mála sem er til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara má þó ætla Baldur verði ekki sá síðasti sem verður dæmdur. Það er nauðsynlegt að muna að uppgjörinu við það sem gerðist á Íslandi lýkur ekki við það að dæma gerendur í fangelsi. Þaðan munu menn snúa um síðir. Þá reynir á íslenskt samfélag að virða þau málalok, samþykkja að menn hafi tekið út sína refsingu og gera þeim kleift að verða nýtir þátttakendur í samfélaginu að nýju. Það eiga allir skilið að fá tækifæri til að bæta fyrir mistök sín. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórður Snær Júlíusson Mest lesið Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir Skoðun
Hæstiréttur dæmdi á föstudag Baldur Guðlaugsson, fyrrum ráðuneytisstjóra, í tveggja ára fangelsi fyrir innherjasvik. Baldur seldi hlutabréf sín í Landsbankanum fyrir 192,6 milljónir króna 17. og 18. september 2008, þremur vikum fyrir fall bankans, þrátt fyrir að hann sæti í samráðshópi stjórnvalda um fjármálastöðugleika. Hæstiréttur staðfesti niðurstöðu héraðsdóms þess efnis að Baldur hafi í fimm tilgreindum tilvikum, frá 22. júlí til 16. september 2008 búið yfir innherjaupplýsingum um stöðu Landsbankans vegna setu sinnar í hópnum þegar hann seldi bréf sín. Dómur Hæstaréttar yfir Baldri er merkilegur fyrir margar sakir. Í fyrsta lagi er þetta fyrsti dómur sem Hæstiréttur fellir í innherjasvikamáli. Í raun er þetta einungis annað innherjamálið sem fer fyrir dóm á Íslandi. Í hinu var sýknað árið 2001 og þeirri niðurstöðu ekki áfrýjað til Hæstaréttar. Í öðru lagi eru engin fordæmi fyrir því að jafn háttsettur embættismaður hafi verið dæmdur fyrir alvarlegt lögbrot. Baldur starfaði líka sem lögmaður í áratugi, var fyrirferðamikill í viðskiptum, tengdist stjórnmálum og hafði rík tengsl innan innsta valdakjarna landsins árum saman. Það sést best á því að sex af tólf Hæstaréttardómurum lýstu sig vanhæfa til að dæma hann vegna tengsla. Mál Baldurs var því ákveðinn prófsteinn á kunningjasamfélagið. Í þriðja lagi er augljóst að Baldur bjó yfir mun meiri og nákvæmari upplýsingum en nánast allir aðrir um stöðu Landsbankans. Það var handfylli manna sem hafði aðgang að þeim upplýsingum sem fram komu á fundum samráðshópsins. Í dómi Hæstaréttar segir meðal annars að bankastjórar Landsbankans hafi upplýst hópinn um kröfur breska fjármálaeftirlitsins í ágúst 2008 sem þeir töldu að gætu haft „ófyrirsjáanlegar afleiðingar" fyrir bankann. Jónína Lárusdóttir, þáverandi ráðuneytisstjóri í viðskiptaráðuneytinu, sagði við skýrslutöku hjá lögreglu vegna máls Baldurs að hún teldi trúnaðarupplýsingarnar sem komu fram á fundum hópsins „svo viðkvæmar að hætta væri á áhlaupi á bankana yrðu þær opinberar". Hún hafi því geymt fundargerðir hópsins í læstum skáp. Bolli Bollason, þáverandi ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu, og Tryggvi Pálsson, þáverandi framkvæmdastjóri fjármálasviðs Seðlabankans, sögðu báðir fyrir dómi að þeir hefðu átt hlutabréf í íslenskum bönkum. Þeir töldu sér ekki stætt að selja þau vegna setu sinnar í samráðshópnum. Mörgum grunaði að bankarnir stæðu illa. En örfáir vissu það. Baldur var einn þeirra. Hefði hann ekki fallið undir skilgreiningu laga sem innherji þá væru lögin í ólagi. Þá væru þau ekki að þjóna tilgangi sínum. Það á engum að vera það sérstakt fagnaðarefni þegar maður er dæmdur til fangelsisvistar fyrir lögbrot. Það er hins vegar mikilvægt að staðfesta að lög og reglur virki og að þau nái jafnt yfir alla. Miðað við þann fjölda mála sem er til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara má þó ætla Baldur verði ekki sá síðasti sem verður dæmdur. Það er nauðsynlegt að muna að uppgjörinu við það sem gerðist á Íslandi lýkur ekki við það að dæma gerendur í fangelsi. Þaðan munu menn snúa um síðir. Þá reynir á íslenskt samfélag að virða þau málalok, samþykkja að menn hafi tekið út sína refsingu og gera þeim kleift að verða nýtir þátttakendur í samfélaginu að nýju. Það eiga allir skilið að fá tækifæri til að bæta fyrir mistök sín.