Handbolti

Baldvin: Þetta getur verið hættuleg staða

Stefán Árni Pálsson skrifar
Þetta var góður sigur hjá okkur og liðheildin var sterk í kvöld," sagði Baldvin Þorsteinsson, leikmaður FH, eftir sigurinn gegn Akureyri í kvöld.

„Við börðumst allan tíman alveg eins og vitleysingar og það fór langt með þennan sigur".

Baldvin Þorsteinsson var í liði KA-mann árið 2002 þegar þeir lentu 2-0 undir gegn Val í úrslitaeinvíginu en náðu að vinna þrjá næstu leiki og hampa Íslandsmeistaratitlinum.

„Þetta er dálítið hættuleg staða og við verðum að átta okkur á því að þetta er langt frá því að vera búið. Þetta hafa verið hörkuleikir og það munar voðalega litlu á þessum liðum, því getur Akureyri alveg unnið næstu þrjá leiki".




Fleiri fréttir

Sjá meira


×