Baldvin Z leikstýrir Rétti 3 Freyr Bjarnason skrifar 14. janúar 2015 08:30 Baldvin Z ásamt Jóhönnu Margréti Gísladóttur. Þau eru mjög spennt fyrir þáttunum Rétti 3 sem verða sýndir á Stöð 2 í haust. Vísir/Getty Sagafilm og Stöð 2 hafa undirritað samning um framleiðslu á þriðju þáttaröðinni af Rétti. Tökur hefjast í apríl og fyrsti þátturinn verður sýndur á Stöð 2 í haust. Alls verða þættirnir, sem fjalla um lögfræðingana Loga og Brynhildi, níu talsins. Leikstjóri verður Baldvin Z en kvikmynd hans, Vonarstræti, var vinsælasta íslenska myndin á síðasta ári. Handritshöfundar eru Þorleifur Örn Arnarsson, sem leikstýrði nú síðast Sjálfstæðu fólki í Þjóðleikhúsinu og þar áður Englum alheimsins við góðar undirtektir, og Andri Óttarsson sem er að stíga sín fyrstu skref sem handritshöfundur. „Þetta leggst mjög vel í mig. Þetta er öðru vísi verkefni en ég hef áður tekið að mér. Það er bara spennandi að fara inn á nýjar brautir,“ segir Baldvin Z. „Ég verð að viðurkenna að ég horfi sjálfur ekki mikið á þessa tegund sjónvarpsþátta og það gerir það enn þá meira spennandi að sjá hvernig útkoman verður. Ég las handritið að fyrstu þremur þáttunum og mér fannst það meiriháttar skemmtilegt. Ástæðan fyrir því að ég sló til er bæði vegna handritsins og að málefnið sem þættirnir takast á við er mjög þarft, eða þessi duldi heimur á internetinu,“ segir hann og á við umræðuna sem hefur verið undanfarið um klám á netinu, þar á meðal á Snapchat. Verið er að leggja lokahönd á handritið og óhætt er að segja að þáttaröðin byrji á háu nótunum því hún hefst á því að fjórtán ára stúlka finnst hengd á Stóra sviði Þjóðleikhússins. Stærsta breytingin frá síðustu þáttaröðum er sú að Réttur 3 mun ekki gerast eins mikið í réttarsal og áður. Eitt mál verður ekki lengur rannsakað í hverjum þætti heldur mun þáttaröðin að mestu snúast um þetta eina mál. Sem fyrr verða þau Magnús Jónsson í hlutverki Loga og Jóhanna Vigdís Arnardóttir í hlutverki Brynhildar. Jóhanna Margrét Gísladóttir, sjónvarpsstjóri Stöðvar 2, er mjög ánægð með samninginn. „Þetta er mjög spennandi verkefni enda gengu hinar seríurnar vel. Það er flott að geta sýnt hágæða leikið íslenskt efni á Stöð 2,“ segir Jóhanna Margrét og bætir við að Réttur 3 verði flaggskip haustdagskrárinnar á Stöð 2. Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun Fleiri fréttir Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Sjá meira
Sagafilm og Stöð 2 hafa undirritað samning um framleiðslu á þriðju þáttaröðinni af Rétti. Tökur hefjast í apríl og fyrsti þátturinn verður sýndur á Stöð 2 í haust. Alls verða þættirnir, sem fjalla um lögfræðingana Loga og Brynhildi, níu talsins. Leikstjóri verður Baldvin Z en kvikmynd hans, Vonarstræti, var vinsælasta íslenska myndin á síðasta ári. Handritshöfundar eru Þorleifur Örn Arnarsson, sem leikstýrði nú síðast Sjálfstæðu fólki í Þjóðleikhúsinu og þar áður Englum alheimsins við góðar undirtektir, og Andri Óttarsson sem er að stíga sín fyrstu skref sem handritshöfundur. „Þetta leggst mjög vel í mig. Þetta er öðru vísi verkefni en ég hef áður tekið að mér. Það er bara spennandi að fara inn á nýjar brautir,“ segir Baldvin Z. „Ég verð að viðurkenna að ég horfi sjálfur ekki mikið á þessa tegund sjónvarpsþátta og það gerir það enn þá meira spennandi að sjá hvernig útkoman verður. Ég las handritið að fyrstu þremur þáttunum og mér fannst það meiriháttar skemmtilegt. Ástæðan fyrir því að ég sló til er bæði vegna handritsins og að málefnið sem þættirnir takast á við er mjög þarft, eða þessi duldi heimur á internetinu,“ segir hann og á við umræðuna sem hefur verið undanfarið um klám á netinu, þar á meðal á Snapchat. Verið er að leggja lokahönd á handritið og óhætt er að segja að þáttaröðin byrji á háu nótunum því hún hefst á því að fjórtán ára stúlka finnst hengd á Stóra sviði Þjóðleikhússins. Stærsta breytingin frá síðustu þáttaröðum er sú að Réttur 3 mun ekki gerast eins mikið í réttarsal og áður. Eitt mál verður ekki lengur rannsakað í hverjum þætti heldur mun þáttaröðin að mestu snúast um þetta eina mál. Sem fyrr verða þau Magnús Jónsson í hlutverki Loga og Jóhanna Vigdís Arnardóttir í hlutverki Brynhildar. Jóhanna Margrét Gísladóttir, sjónvarpsstjóri Stöðvar 2, er mjög ánægð með samninginn. „Þetta er mjög spennandi verkefni enda gengu hinar seríurnar vel. Það er flott að geta sýnt hágæða leikið íslenskt efni á Stöð 2,“ segir Jóhanna Margrét og bætir við að Réttur 3 verði flaggskip haustdagskrárinnar á Stöð 2.
Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun Fleiri fréttir Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Sjá meira