Baltasar Kormákur um karakterinn í Eiðnum: „Ég held að ég væri ansi hættulegur í svona aðstæðum“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. ágúst 2016 22:31 Kvikmynd Baltasars Kormáks Eiðurinn verður frumsýnd í byrjun næsta mánaðar. Baltasar leikstýrir ekki aðeins myndinni heldur leikur hann eitt af aðalhlutverkunum. Hann ræddi myndina í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 í kvöld en þrátt fyrir að ekki sé búið að frumsýna myndina er nú þegar búið að selja hana til þriggja landa. Baltasar segist ekki hafa fengið jafnmikil viðbrögð áður við neinni íslenskri mynd sem hann hefur gert en eins og kunnugt er hefur hann leikstýrt nokkrum kvikmyndum í Hollywood. Eiðurinn segir frá Finni, sem þykir skara fram úr í starfi sínu sem hjartaskurðlæknir. En þegar hann áttar sig á að dóttir hans er komin í neyslu og kynnir þekktan dópsala fyrir fjölskyldunni sem nýja kærastann, koma fram brestir í einkalífinu. Finnur ákveður að taka í taumana og er staðráðinn í að koma dótturinni á réttan kjöl, hvað sem það kostar. „Þetta er saga margra stúlkna sem er sögð náttúrulega í sögu þessarar stúlku sem leikin er af Heru Hilmarsdóttur. Ég hef oft hugsað um þetta. Það eru endalausar tilkynningar í blöðunum um stelpur sem eru týndar, af hverju fóru þær svona út af sporinu. Þetta eru stelpur á ákveðnum aldri, oft með ákveðið útlit jafnvel og svo aðeins farið út af brautarteinunum. Þetta er saga af einum þessum stelpum þó hún beinlínis týnist ekki í sögunni en hún kynnist manni sem að afvegaleiðir hana að einhverju leyti og hún er ekki alveg með báða fæturna á jörðinni. Svo er þetta saga föður þessarar stúlku,“ segir Baltasar. Hann segir það mjög misjafnt hversu langt foreldrar séu tilbúnir að ganga til að bjarga barninu sínu en hann telur þó að flestir geti tengt við tilfinninguna. „Ég held að ég væri ansi hættulegur sem manneskja í svona aðstæðum. Við sjáum í kringum okkur, þessa hræðilegu atburði þar sem krakkar eru að farast úr notkun læknalyfja eða eiturlyfja eða hvað þetta nú er og þegar þú veist þetta og stúlkan þín er kannski komin á brúnina þarna... hversu langt væri ég til í að fara? Ég hef sem betur fer ekki lent í þessum aðstæðum en ég veit ekki hvort ég... ég yrði svolítið hræddur við sjálfan mig í þessum aðstæðum,“ segir Baltasar. Hann kveðst ekki myndu geta setið hjá og horft á þetta gerast fyrir hans. „Þá er ég ekki endilega að segja að foreldrar eigi ekki að gera það en ég er ekki viss um að ég gæti það og það er kannski einhver sturlun sem býr innra með fólki. Ég hef stundum talað um að við eigum það til í okkar samfélagi að líta á hið illa komi utan frá með flóttamönnum eða innflytjendum en hið illa býr yfirleitt innra með okkur og þegar það losnar úr læðingi þá verðum við hættuleg.“ Spjall hans og Telmu Tómasson má sjá í spilaranum hér fyrir ofan og stiklu úr Eiðnum má sjá hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Ljósmyndasýning frá tökum á kvikmyndinni Eiðurinn Lilja Jónsdóttir opnar ljósmyndasýningu á Kex Hostel klukkan 17 í dag. 19. ágúst 2016 11:40 Eiðurinn valin til aðalkeppni á San Sebastian hátíðinni Um mikinn heiður er að ræða. 26. ágúst 2016 13:52 Baltasar frumsýnir fyrsta sýnishornið úr Eiðnum Spennumyndin Eiðurinn er ný kvikmynd eftir Baltasar Kormák. Myndin verður frumsýnd á Íslandi 9.september og á kvikmyndahátíðinni í Toronto sömu helgi. Nú má sjá nýja stiklu úr myndinni sem kom út í dag. 8. ágúst 2016 16:15 Mest lesið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Kvikmynd Baltasars Kormáks Eiðurinn verður frumsýnd í byrjun næsta mánaðar. Baltasar leikstýrir ekki aðeins myndinni heldur leikur hann eitt af aðalhlutverkunum. Hann ræddi myndina í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 í kvöld en þrátt fyrir að ekki sé búið að frumsýna myndina er nú þegar búið að selja hana til þriggja landa. Baltasar segist ekki hafa fengið jafnmikil viðbrögð áður við neinni íslenskri mynd sem hann hefur gert en eins og kunnugt er hefur hann leikstýrt nokkrum kvikmyndum í Hollywood. Eiðurinn segir frá Finni, sem þykir skara fram úr í starfi sínu sem hjartaskurðlæknir. En þegar hann áttar sig á að dóttir hans er komin í neyslu og kynnir þekktan dópsala fyrir fjölskyldunni sem nýja kærastann, koma fram brestir í einkalífinu. Finnur ákveður að taka í taumana og er staðráðinn í að koma dótturinni á réttan kjöl, hvað sem það kostar. „Þetta er saga margra stúlkna sem er sögð náttúrulega í sögu þessarar stúlku sem leikin er af Heru Hilmarsdóttur. Ég hef oft hugsað um þetta. Það eru endalausar tilkynningar í blöðunum um stelpur sem eru týndar, af hverju fóru þær svona út af sporinu. Þetta eru stelpur á ákveðnum aldri, oft með ákveðið útlit jafnvel og svo aðeins farið út af brautarteinunum. Þetta er saga af einum þessum stelpum þó hún beinlínis týnist ekki í sögunni en hún kynnist manni sem að afvegaleiðir hana að einhverju leyti og hún er ekki alveg með báða fæturna á jörðinni. Svo er þetta saga föður þessarar stúlku,“ segir Baltasar. Hann segir það mjög misjafnt hversu langt foreldrar séu tilbúnir að ganga til að bjarga barninu sínu en hann telur þó að flestir geti tengt við tilfinninguna. „Ég held að ég væri ansi hættulegur sem manneskja í svona aðstæðum. Við sjáum í kringum okkur, þessa hræðilegu atburði þar sem krakkar eru að farast úr notkun læknalyfja eða eiturlyfja eða hvað þetta nú er og þegar þú veist þetta og stúlkan þín er kannski komin á brúnina þarna... hversu langt væri ég til í að fara? Ég hef sem betur fer ekki lent í þessum aðstæðum en ég veit ekki hvort ég... ég yrði svolítið hræddur við sjálfan mig í þessum aðstæðum,“ segir Baltasar. Hann kveðst ekki myndu geta setið hjá og horft á þetta gerast fyrir hans. „Þá er ég ekki endilega að segja að foreldrar eigi ekki að gera það en ég er ekki viss um að ég gæti það og það er kannski einhver sturlun sem býr innra með fólki. Ég hef stundum talað um að við eigum það til í okkar samfélagi að líta á hið illa komi utan frá með flóttamönnum eða innflytjendum en hið illa býr yfirleitt innra með okkur og þegar það losnar úr læðingi þá verðum við hættuleg.“ Spjall hans og Telmu Tómasson má sjá í spilaranum hér fyrir ofan og stiklu úr Eiðnum má sjá hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Ljósmyndasýning frá tökum á kvikmyndinni Eiðurinn Lilja Jónsdóttir opnar ljósmyndasýningu á Kex Hostel klukkan 17 í dag. 19. ágúst 2016 11:40 Eiðurinn valin til aðalkeppni á San Sebastian hátíðinni Um mikinn heiður er að ræða. 26. ágúst 2016 13:52 Baltasar frumsýnir fyrsta sýnishornið úr Eiðnum Spennumyndin Eiðurinn er ný kvikmynd eftir Baltasar Kormák. Myndin verður frumsýnd á Íslandi 9.september og á kvikmyndahátíðinni í Toronto sömu helgi. Nú má sjá nýja stiklu úr myndinni sem kom út í dag. 8. ágúst 2016 16:15 Mest lesið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Ljósmyndasýning frá tökum á kvikmyndinni Eiðurinn Lilja Jónsdóttir opnar ljósmyndasýningu á Kex Hostel klukkan 17 í dag. 19. ágúst 2016 11:40
Eiðurinn valin til aðalkeppni á San Sebastian hátíðinni Um mikinn heiður er að ræða. 26. ágúst 2016 13:52
Baltasar frumsýnir fyrsta sýnishornið úr Eiðnum Spennumyndin Eiðurinn er ný kvikmynd eftir Baltasar Kormák. Myndin verður frumsýnd á Íslandi 9.september og á kvikmyndahátíðinni í Toronto sömu helgi. Nú má sjá nýja stiklu úr myndinni sem kom út í dag. 8. ágúst 2016 16:15