„Frá því hann kom fyrst fram á sjónarsviðið hefur Baltasar Kormákur skemmt áhorfendum um heim allan með hæfileikum sínum til að gera spennandi og átakamiklar myndir,“ segir Mitch Neuhauser hjá CinemaCon.
Hann bætir við að myndir Baltasars haldi áhorfendum spenntum og kvikmyndin Everest verði engin undantekning. Þeir séu afar ánægðir að fá að heiðra Baltasar.
Meðal leikara í Everest eru Josh Brolin, Jason Clarke, John Hawke, Jake Gyllenhaal, Robin Wright og Keira Knightley. Myndin verður frumsýnd þann 18. september.
