Innlent

Banaslys á Siglufirði

Ung stúlka beið bana, önnur slasaðist alvarlega en sú þriðja slapp nær ómeidd, þegar þær urðu fyrir fólksbíl á Langeyrarvegi á Siglufirði uppúr klukkan tíu í gærkvöldi.

Slysið varð með þeim hætti að að þær voru ný farnar út úr rútubíl og voru á leið yfir götuna, þegar fólksbílinn bar að.

Tvær voru fluttar með sjúkrabílum á sjúkrahúsið á Akureyri, þar sem önnur var úrskurðuð látin en hin var lögð á gjörgæsludeild, alvarlega slösuð. Sú þriðja fékk að fara heim að skoðun og aðhlynningu lokinni, á heilbrigðisstofnun Fjallabyggðar.

Rannsóknadeild lögreglunnar á Akureyri annast rannsókn málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×