Innlent

Banaslys á Siglufirði

Ung stúlka beið bana, önnur slasaðist alvarlega en sú þriðja slapp nær ómeidd, þegar þær urðu fyrir fólksbíl á Langeyrarvegi á Siglufirði uppúr klukkan tíu í gærkvöldi.

Slysið varð með þeim hætti að að þær voru ný farnar út úr rútubíl og voru á leið yfir götuna, þegar fólksbílinn bar að.

Tvær voru fluttar með sjúkrabílum á sjúkrahúsið á Akureyri, þar sem önnur var úrskurðuð látin en hin var lögð á gjörgæsludeild, alvarlega slösuð. Sú þriðja fékk að fara heim að skoðun og aðhlynningu lokinni, á heilbrigðisstofnun Fjallabyggðar.

Rannsóknadeild lögreglunnar á Akureyri annast rannsókn málsins.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×