Bandaríkin í hættu á tæknilegu þjóðargjaldþroti 11. júlí 2011 09:05 Fari svo að Demókrötum og Repúblikönum á bandaríska þinginu takist ekki að sameinast um að lyfta skuldahámarki landsins fyrir 2. ágúst er hætta á að Bandaríkin lendi í tæknilegu þjóðargjaldþroti. Þetta kemur fram í viðtali við Jes Asmundssen aðalhagfræðing Handelsbanken á vefsíðunni epn.dk. „Ef ekki næst samkomulag hefur það í för með sér að hið opinbera getur ekki borgað reikninga sína né gefið út ný ríkisskuldabréf,“ segir Asmundssen. Árlegur halli hins opinbera í Bandaríkjunum nemur nú 10-11% af landsframleiðslu landsins sem er meira en á Spáni svo dæmi sé tekið. Deilur þingmanna á Bandaríkjaþingi í málinu snúast um hve mikið eigi að skera niður og hve mikið eigi að hækka skatta til að mæta vandanum. Demókratar vilja hækka skatta fremur en skera niður opinber útgjöld en Repúblikanar vilja mikinn niðurskurð en engar skattahækkanir. Asmundsen segir að í versta falli muni fara svo að ekki verði hægt að greiða opinberum starfsmönnum í Bandaríkjunum laun eftir næstu mánaðarmót ef ekki næst samkomulag á þinginu. Mest lesið Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hrun á asískum mörkuðum eftir tollahækkanir Trump Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Fari svo að Demókrötum og Repúblikönum á bandaríska þinginu takist ekki að sameinast um að lyfta skuldahámarki landsins fyrir 2. ágúst er hætta á að Bandaríkin lendi í tæknilegu þjóðargjaldþroti. Þetta kemur fram í viðtali við Jes Asmundssen aðalhagfræðing Handelsbanken á vefsíðunni epn.dk. „Ef ekki næst samkomulag hefur það í för með sér að hið opinbera getur ekki borgað reikninga sína né gefið út ný ríkisskuldabréf,“ segir Asmundssen. Árlegur halli hins opinbera í Bandaríkjunum nemur nú 10-11% af landsframleiðslu landsins sem er meira en á Spáni svo dæmi sé tekið. Deilur þingmanna á Bandaríkjaþingi í málinu snúast um hve mikið eigi að skera niður og hve mikið eigi að hækka skatta til að mæta vandanum. Demókratar vilja hækka skatta fremur en skera niður opinber útgjöld en Repúblikanar vilja mikinn niðurskurð en engar skattahækkanir. Asmundsen segir að í versta falli muni fara svo að ekki verði hægt að greiða opinberum starfsmönnum í Bandaríkjunum laun eftir næstu mánaðarmót ef ekki næst samkomulag á þinginu.
Mest lesið Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hrun á asískum mörkuðum eftir tollahækkanir Trump Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira