Viðskipti erlent

Bandaríkin í hættu á tæknilegu þjóðargjaldþroti

Fari svo að Demókrötum og Repúblikönum á bandaríska þinginu takist ekki að sameinast um að lyfta skuldahámarki landsins fyrir 2. ágúst er hætta á að Bandaríkin lendi í tæknilegu þjóðargjaldþroti.

Þetta kemur fram í viðtali við Jes Asmundssen aðalhagfræðing Handelsbanken á vefsíðunni epn.dk. „Ef ekki næst samkomulag hefur það í för með sér að hið opinbera getur ekki borgað reikninga sína né gefið út ný ríkisskuldabréf,“ segir Asmundssen.

Árlegur halli hins opinbera í Bandaríkjunum nemur nú 10-11% af landsframleiðslu landsins sem er meira en á Spáni svo dæmi sé tekið.

Deilur þingmanna á Bandaríkjaþingi í málinu snúast um hve mikið eigi að skera niður og hve mikið eigi að hækka skatta til að mæta vandanum. Demókratar vilja hækka skatta fremur en skera niður opinber útgjöld en Repúblikanar vilja mikinn niðurskurð en engar skattahækkanir.

Asmundsen segir að í versta falli muni fara svo að ekki verði hægt að greiða opinberum starfsmönnum í Bandaríkjunum laun eftir næstu mánaðarmót ef ekki næst samkomulag á þinginu.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×