Bandaríkjamenn fóru á mótorhjólum um hálendi Íslands Kjartan Atli Kjartansson skrifar 22. október 2014 13:50 Hér má sjá kappana að verki. Mótorhjólateymið Desert Assassins hefur birt myndband af ferðalagi sínu um óbyggðir Íslands. Mótorhjólaknaparnir ferðuðust á vélhjólum um hálendið, fóru yfir ár, gras, möl og annað undirlendi. Myndbandið hefur vakið athygli og hjá sumum reiði en þeir telja að þarna sé um lögbrot að ræða; að um utanvegarakstur sé að ræða. Samkvæmt heimildum Vísis hefur myndbandið verið sent til Umhverfisstofnunar. Hér má sjá myndbandið. Erfitt er að segja nákvæmlega til um hvar vélhjólakapparnir eru nákvæmlega í myndbandinu. Líklegast er stærstur hluti myndbandsins tekinn upp á hálendinu norðan og austan við Heklu; Landmannaleið sem einnig er kölluð Dómadalsleið. Frostastaðavatni virðist bregða fyrir. Þeir gætu einnig hafa farið Fjallabaksleið nyrðri og verið í kringum Skjólkvía við Heklu, eða við einhver nýleg hraun úr Heklu. Þá voru þeir greinilega einnig á hálendinu sunnan og austan við Langjökul, hugsanlega farið í Kerlingarfjöll, kannski farið leið sunnan við Hofsjökul og með vesturbökkum Þjórsár. Kannski tekið línuveginn sunnan Langjökuls meðfram Hlöðufelli. Þá gætu einnig verið myndskot frá Hengilssvæðinu, hugsanlega í Dyrafjöllum og jafnvel einnig norðan við Ölkelduháls. Í myndbandinu birtast viðtöl við vélhjólakappana þar sem þeir lýsa upplifun sinni af íslenskum óbyggðum. Á áttundu mínútu myndbandsins segir einn kappinn frá því þegar þeir ákváðu að hætta að keyra á slóðum og fara ótroðnar slóðir. Rétt eftir að sú ákvörðun var tekin datt einn þeirra af hjólinu og lenti með andlitið á hrjúfum hraunmola með þeim afleiðingum að hann skarst í andlitinu. Þegar þeir keyrðu í kringum Heklu sagði einn þeirra: „Þetta er eins og að keyra á púðri, nema að þú ert að keyra á eldfjalli.“ Hann segir fegurðina hafa verið stórkostlega þegar þeir fóru niður dal í kringum Heklu. Kapparnir voru sáttir með ferðalag sitt til Íslands og segja fjölbreytileikann í landslaginu hafa heillað sig sérstaklega. Hér að neðan má sjá tíst frá velhjólaköppunum bandarísku.Day 5 was brutal but had its moments. Hourly posts coming your way on the DA Facebook page. #jcrhonda… http://t.co/5Fb8aWUiG5— Desert Assassins (@desertassassins) September 1, 2014 Day 4 of #riptoiceland in the books. Check out photos and words on the DA Facebook page.… http://t.co/973N4ka1m3— Desert Assassins (@desertassassins) August 31, 2014 14 stitches, the flu and f'ing Joi... day four begins. Check the DA Facebook page full story.… http://t.co/jft9m8whfZ— Desert Assassins (@desertassassins) August 30, 2014 Day 3 photos on DA Facebook. #jcrhonda #desertassassins @da_pab http://t.co/LMIcxGummX— Desert Assassins (@desertassassins) August 30, 2014 Water, heat and the moon. Check the action on the DA Facebook page. #jcrhonda #desertassassins… http://t.co/dxIlIZmdk9— Desert Assassins (@desertassassins) August 28, 2014 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Sjá meira
Mótorhjólateymið Desert Assassins hefur birt myndband af ferðalagi sínu um óbyggðir Íslands. Mótorhjólaknaparnir ferðuðust á vélhjólum um hálendið, fóru yfir ár, gras, möl og annað undirlendi. Myndbandið hefur vakið athygli og hjá sumum reiði en þeir telja að þarna sé um lögbrot að ræða; að um utanvegarakstur sé að ræða. Samkvæmt heimildum Vísis hefur myndbandið verið sent til Umhverfisstofnunar. Hér má sjá myndbandið. Erfitt er að segja nákvæmlega til um hvar vélhjólakapparnir eru nákvæmlega í myndbandinu. Líklegast er stærstur hluti myndbandsins tekinn upp á hálendinu norðan og austan við Heklu; Landmannaleið sem einnig er kölluð Dómadalsleið. Frostastaðavatni virðist bregða fyrir. Þeir gætu einnig hafa farið Fjallabaksleið nyrðri og verið í kringum Skjólkvía við Heklu, eða við einhver nýleg hraun úr Heklu. Þá voru þeir greinilega einnig á hálendinu sunnan og austan við Langjökul, hugsanlega farið í Kerlingarfjöll, kannski farið leið sunnan við Hofsjökul og með vesturbökkum Þjórsár. Kannski tekið línuveginn sunnan Langjökuls meðfram Hlöðufelli. Þá gætu einnig verið myndskot frá Hengilssvæðinu, hugsanlega í Dyrafjöllum og jafnvel einnig norðan við Ölkelduháls. Í myndbandinu birtast viðtöl við vélhjólakappana þar sem þeir lýsa upplifun sinni af íslenskum óbyggðum. Á áttundu mínútu myndbandsins segir einn kappinn frá því þegar þeir ákváðu að hætta að keyra á slóðum og fara ótroðnar slóðir. Rétt eftir að sú ákvörðun var tekin datt einn þeirra af hjólinu og lenti með andlitið á hrjúfum hraunmola með þeim afleiðingum að hann skarst í andlitinu. Þegar þeir keyrðu í kringum Heklu sagði einn þeirra: „Þetta er eins og að keyra á púðri, nema að þú ert að keyra á eldfjalli.“ Hann segir fegurðina hafa verið stórkostlega þegar þeir fóru niður dal í kringum Heklu. Kapparnir voru sáttir með ferðalag sitt til Íslands og segja fjölbreytileikann í landslaginu hafa heillað sig sérstaklega. Hér að neðan má sjá tíst frá velhjólaköppunum bandarísku.Day 5 was brutal but had its moments. Hourly posts coming your way on the DA Facebook page. #jcrhonda… http://t.co/5Fb8aWUiG5— Desert Assassins (@desertassassins) September 1, 2014 Day 4 of #riptoiceland in the books. Check out photos and words on the DA Facebook page.… http://t.co/973N4ka1m3— Desert Assassins (@desertassassins) August 31, 2014 14 stitches, the flu and f'ing Joi... day four begins. Check the DA Facebook page full story.… http://t.co/jft9m8whfZ— Desert Assassins (@desertassassins) August 30, 2014 Day 3 photos on DA Facebook. #jcrhonda #desertassassins @da_pab http://t.co/LMIcxGummX— Desert Assassins (@desertassassins) August 30, 2014 Water, heat and the moon. Check the action on the DA Facebook page. #jcrhonda #desertassassins… http://t.co/dxIlIZmdk9— Desert Assassins (@desertassassins) August 28, 2014
Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Sjá meira