Bandaríkjamenn fóru á mótorhjólum um hálendi Íslands Kjartan Atli Kjartansson skrifar 22. október 2014 13:50 Hér má sjá kappana að verki. Mótorhjólateymið Desert Assassins hefur birt myndband af ferðalagi sínu um óbyggðir Íslands. Mótorhjólaknaparnir ferðuðust á vélhjólum um hálendið, fóru yfir ár, gras, möl og annað undirlendi. Myndbandið hefur vakið athygli og hjá sumum reiði en þeir telja að þarna sé um lögbrot að ræða; að um utanvegarakstur sé að ræða. Samkvæmt heimildum Vísis hefur myndbandið verið sent til Umhverfisstofnunar. Hér má sjá myndbandið. Erfitt er að segja nákvæmlega til um hvar vélhjólakapparnir eru nákvæmlega í myndbandinu. Líklegast er stærstur hluti myndbandsins tekinn upp á hálendinu norðan og austan við Heklu; Landmannaleið sem einnig er kölluð Dómadalsleið. Frostastaðavatni virðist bregða fyrir. Þeir gætu einnig hafa farið Fjallabaksleið nyrðri og verið í kringum Skjólkvía við Heklu, eða við einhver nýleg hraun úr Heklu. Þá voru þeir greinilega einnig á hálendinu sunnan og austan við Langjökul, hugsanlega farið í Kerlingarfjöll, kannski farið leið sunnan við Hofsjökul og með vesturbökkum Þjórsár. Kannski tekið línuveginn sunnan Langjökuls meðfram Hlöðufelli. Þá gætu einnig verið myndskot frá Hengilssvæðinu, hugsanlega í Dyrafjöllum og jafnvel einnig norðan við Ölkelduháls. Í myndbandinu birtast viðtöl við vélhjólakappana þar sem þeir lýsa upplifun sinni af íslenskum óbyggðum. Á áttundu mínútu myndbandsins segir einn kappinn frá því þegar þeir ákváðu að hætta að keyra á slóðum og fara ótroðnar slóðir. Rétt eftir að sú ákvörðun var tekin datt einn þeirra af hjólinu og lenti með andlitið á hrjúfum hraunmola með þeim afleiðingum að hann skarst í andlitinu. Þegar þeir keyrðu í kringum Heklu sagði einn þeirra: „Þetta er eins og að keyra á púðri, nema að þú ert að keyra á eldfjalli.“ Hann segir fegurðina hafa verið stórkostlega þegar þeir fóru niður dal í kringum Heklu. Kapparnir voru sáttir með ferðalag sitt til Íslands og segja fjölbreytileikann í landslaginu hafa heillað sig sérstaklega. Hér að neðan má sjá tíst frá velhjólaköppunum bandarísku.Day 5 was brutal but had its moments. Hourly posts coming your way on the DA Facebook page. #jcrhonda… http://t.co/5Fb8aWUiG5— Desert Assassins (@desertassassins) September 1, 2014 Day 4 of #riptoiceland in the books. Check out photos and words on the DA Facebook page.… http://t.co/973N4ka1m3— Desert Assassins (@desertassassins) August 31, 2014 14 stitches, the flu and f'ing Joi... day four begins. Check the DA Facebook page full story.… http://t.co/jft9m8whfZ— Desert Assassins (@desertassassins) August 30, 2014 Day 3 photos on DA Facebook. #jcrhonda #desertassassins @da_pab http://t.co/LMIcxGummX— Desert Assassins (@desertassassins) August 30, 2014 Water, heat and the moon. Check the action on the DA Facebook page. #jcrhonda #desertassassins… http://t.co/dxIlIZmdk9— Desert Assassins (@desertassassins) August 28, 2014 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sjá meira
Mótorhjólateymið Desert Assassins hefur birt myndband af ferðalagi sínu um óbyggðir Íslands. Mótorhjólaknaparnir ferðuðust á vélhjólum um hálendið, fóru yfir ár, gras, möl og annað undirlendi. Myndbandið hefur vakið athygli og hjá sumum reiði en þeir telja að þarna sé um lögbrot að ræða; að um utanvegarakstur sé að ræða. Samkvæmt heimildum Vísis hefur myndbandið verið sent til Umhverfisstofnunar. Hér má sjá myndbandið. Erfitt er að segja nákvæmlega til um hvar vélhjólakapparnir eru nákvæmlega í myndbandinu. Líklegast er stærstur hluti myndbandsins tekinn upp á hálendinu norðan og austan við Heklu; Landmannaleið sem einnig er kölluð Dómadalsleið. Frostastaðavatni virðist bregða fyrir. Þeir gætu einnig hafa farið Fjallabaksleið nyrðri og verið í kringum Skjólkvía við Heklu, eða við einhver nýleg hraun úr Heklu. Þá voru þeir greinilega einnig á hálendinu sunnan og austan við Langjökul, hugsanlega farið í Kerlingarfjöll, kannski farið leið sunnan við Hofsjökul og með vesturbökkum Þjórsár. Kannski tekið línuveginn sunnan Langjökuls meðfram Hlöðufelli. Þá gætu einnig verið myndskot frá Hengilssvæðinu, hugsanlega í Dyrafjöllum og jafnvel einnig norðan við Ölkelduháls. Í myndbandinu birtast viðtöl við vélhjólakappana þar sem þeir lýsa upplifun sinni af íslenskum óbyggðum. Á áttundu mínútu myndbandsins segir einn kappinn frá því þegar þeir ákváðu að hætta að keyra á slóðum og fara ótroðnar slóðir. Rétt eftir að sú ákvörðun var tekin datt einn þeirra af hjólinu og lenti með andlitið á hrjúfum hraunmola með þeim afleiðingum að hann skarst í andlitinu. Þegar þeir keyrðu í kringum Heklu sagði einn þeirra: „Þetta er eins og að keyra á púðri, nema að þú ert að keyra á eldfjalli.“ Hann segir fegurðina hafa verið stórkostlega þegar þeir fóru niður dal í kringum Heklu. Kapparnir voru sáttir með ferðalag sitt til Íslands og segja fjölbreytileikann í landslaginu hafa heillað sig sérstaklega. Hér að neðan má sjá tíst frá velhjólaköppunum bandarísku.Day 5 was brutal but had its moments. Hourly posts coming your way on the DA Facebook page. #jcrhonda… http://t.co/5Fb8aWUiG5— Desert Assassins (@desertassassins) September 1, 2014 Day 4 of #riptoiceland in the books. Check out photos and words on the DA Facebook page.… http://t.co/973N4ka1m3— Desert Assassins (@desertassassins) August 31, 2014 14 stitches, the flu and f'ing Joi... day four begins. Check the DA Facebook page full story.… http://t.co/jft9m8whfZ— Desert Assassins (@desertassassins) August 30, 2014 Day 3 photos on DA Facebook. #jcrhonda #desertassassins @da_pab http://t.co/LMIcxGummX— Desert Assassins (@desertassassins) August 30, 2014 Water, heat and the moon. Check the action on the DA Facebook page. #jcrhonda #desertassassins… http://t.co/dxIlIZmdk9— Desert Assassins (@desertassassins) August 28, 2014
Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sjá meira