Erlent

Baneitraðar köngulær á ferð

Gunnar Valþórsson skrifar
Í ljós að um baneitraða brasilíska könguló var að ræða sem heimsmetabók Guinness lýsir sem þeirri eitruðustu í veröldinni.
Í ljós að um baneitraða brasilíska könguló var að ræða sem heimsmetabók Guinness lýsir sem þeirri eitruðustu í veröldinni.
Bresk fjölskylda neyddist á dögunum til þess að yfirgefa heimili sitt eftir að í ljós kom að baneitraðar brasilískar kóngulær höfðu smyglað sér inn í húsið í bananaknippi.

Sky-fréttastofan greinir frá þessu en konan lýsir því hvernig hún hafi séð fjöldan allan af köngulóm sem voru að skríða úr eggjum á banananum þegar hún var í þann mund að leggja sér hann til munns. Hún missti hann á teppið í stofunni og köngulórnar dreifðu sér um íbúðina.

Konan fór með bananana aftur í búðina þar sem henni var boðin tíu punda inneign í búðinni. En eftir að fjölskyldan sendi mynd af einni köngulónni til sérfræðinga kom í ljós að um baneitraða brasilíska könguló var að ræða sem heimsmetabók Guinness lýsir sem þeirri eitruðustu í veröldinni.

Sainsburys-verslunin bauðst að lokum til þess að greiða hótelreikning fjölskyldunnar á meðan meindýraeyðar eitruðu rækilega fyrir kvikindunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×