Bankamenn berast á í betrunarvistinni Jakob Bjarnar skrifar 9. júní 2015 10:44 Bankamennirnir hafa komið sér ágætlega fyrir og er það mat annarra fanga að Ólafur Ólafsson sé foringi hópsins: "Hann er algjör boss.“ Kaupþingsmennirnir á Kvíabryggju skera sig nokkuð úr í hópi þeirra fanga sem nú eru í afplánun – ekki fer á milli mála að þeir eru talsvert betur settir en aðrir fangar. Nú er komin nokkur reynsla á veru þeirra fjögurra bankamanna sem dæmdir voru til allangrar fangelsisvistar vegna Al-Thani-málsins; Ólafur Ólafsson, Hreiðar Már Sigurðsson, Sigurður Einarsson og Magnús Guðmundsson. Þeir afplána á Kvíabryggju, hafa nú dvalið þar í um fjóra mánuði og mætti Ólafur fyrstur á staðinn.Hafa komið sér vel fyrir Samkvæmt heimildum Vísis hafa þeir nú komið sér ágætlega fyrir, svo vel reyndar að það leyfir ekki af pirringi meðal annarra fanga. Herbergin þeirra hafa öll verið uppgerð, máluð og ný húsgögn, meðan hinir eru með heimasmíðaðar hillur, sumir hverjir – að sögn eins heimildarmanns Vísis. Engar væringar eru þó en það leggst misvel í mannskapinn þetta að þeir berast á í betrunarvistinni. Lengi var orðrómur uppi innan veggja fangelsismúra íslenskra að bankamennirnir fengju sérmeðferð en Páll Winkel fangelsismálastjóri hefur vísað því alfarið á bug. Það kemur þó ekki í veg fyrir að þeir fjórir eru augljóslega miklum mun efnaðri en samfangarnir.Rándýr tölvu og ljósmyndabúnaður Þá er því haldið fram að bankamennirnir vilji koma sér í mjúkinn hjá þeim sem þeir telja ofarlega í goggunarröð fanganna, þá með matargjöfum, þeir eru komnir með reiðhjól á staðinn svo dýr að enginn annar getur svo mikið sem látið sig dreyma um að eignast slíka gripi og borga fyrir – svo dýr eru hjólin. Þá eru þeir með tölvu og myndavélabúnað í herbergjum sínum uppá á fleiri hundruð þúsunda króna. Það sem fer þó helst í taugarnar á öðrum föngum á Kvíabryggju er sá háttur þeirra að mæta ekki í matinn heldur bíða þar til aðrir eru búnir og koma þá fram með sérfæði sem þeim hefur verið fært af gestum sem þá heimsækja. Þrátt fyrir þetta er það ekki svo að bankamennirnir séu almennt illa liðnir, helst er að menn gefi Ólafi hornauga en samkvæmt heimildum Vísis telja fangarnir hann óskoraðan foringja þessa fjögurra manna „Kaupþingsklans“ á Kvíabryggju: „Hann er algjör boss.“Páll Winkel segir að þeir setji ekki verðmiða á mublur og hjól sem föngum er leyfilegt að hafa með sér á staðinn.visirFangar mega hjóla um svæðiðVísir bar þessi atriði undir fangelsismálastjórann og segir Páll Winkel þetta geta staðist. „Það er þannig að ef menn óska eftir því, þeir sem eru í í opnum fangelsum, og reyndar lokuðum líka að þeir geta látið mála klefana sína, og geta tekið með sér skrifstofustóla, græjur og þetta hefðbundna. Það má vel vera að þeir séu með dýrari týpuna. Það er alls ekki ólíklegt, ég bara veit það ekki. Menn geta einnig verið með litlar kaffivélar á herbergjum sínum og ég geri ráð fyrir því að þeir séu með það. Meginatriðið í þessu er að enginn fái að hafa það sem annar má ekki hafa. En misjafnt sem menn hvað draga með sér,“ segir Páll. Hvað varðar hjólin þá er það svo að fangar mega hjóla um svæðið, bæði á Kvíabryggju og Sogni og fangelsið útvegar ekki hjól. „En, ef menn vilja koma með hjól þá er það leyfilegt. Og aftur; hjól eru til á öllum verðbilum.“ Varðandi sérfæðið, þá þurfti Páll að kanna það sérstaklega, gæsluvarðhaldsfangar eiga rétt á því að fá til sín sérpantaðan mat en um er að ræða afplánunarfanga. Og á daginn kemur að menn mega, í opnu fangelsi, taka við nestispökkum svo fjölskyldan geti borðað saman ef svo ber undir. „Það er leitað í þessum pökkum, eftir hugsanlegu smygli, en það er ekkert út á það að setja. Meginatriðið er þetta að reglurnar séu þannig að ekki sé gert upp á milli fanga, sömu reglur. Eigi einhver einn rétt á að fá nestispakka eða gott hjól, þá gengur það yfir alla línu. Mikilvægi að það sé samræmi og ekki gert uppá milli. En við setjum ekki verðmiða á mubulur eða slíkt.“ Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Hafa aldrei rifist Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Sjá meira
Kaupþingsmennirnir á Kvíabryggju skera sig nokkuð úr í hópi þeirra fanga sem nú eru í afplánun – ekki fer á milli mála að þeir eru talsvert betur settir en aðrir fangar. Nú er komin nokkur reynsla á veru þeirra fjögurra bankamanna sem dæmdir voru til allangrar fangelsisvistar vegna Al-Thani-málsins; Ólafur Ólafsson, Hreiðar Már Sigurðsson, Sigurður Einarsson og Magnús Guðmundsson. Þeir afplána á Kvíabryggju, hafa nú dvalið þar í um fjóra mánuði og mætti Ólafur fyrstur á staðinn.Hafa komið sér vel fyrir Samkvæmt heimildum Vísis hafa þeir nú komið sér ágætlega fyrir, svo vel reyndar að það leyfir ekki af pirringi meðal annarra fanga. Herbergin þeirra hafa öll verið uppgerð, máluð og ný húsgögn, meðan hinir eru með heimasmíðaðar hillur, sumir hverjir – að sögn eins heimildarmanns Vísis. Engar væringar eru þó en það leggst misvel í mannskapinn þetta að þeir berast á í betrunarvistinni. Lengi var orðrómur uppi innan veggja fangelsismúra íslenskra að bankamennirnir fengju sérmeðferð en Páll Winkel fangelsismálastjóri hefur vísað því alfarið á bug. Það kemur þó ekki í veg fyrir að þeir fjórir eru augljóslega miklum mun efnaðri en samfangarnir.Rándýr tölvu og ljósmyndabúnaður Þá er því haldið fram að bankamennirnir vilji koma sér í mjúkinn hjá þeim sem þeir telja ofarlega í goggunarröð fanganna, þá með matargjöfum, þeir eru komnir með reiðhjól á staðinn svo dýr að enginn annar getur svo mikið sem látið sig dreyma um að eignast slíka gripi og borga fyrir – svo dýr eru hjólin. Þá eru þeir með tölvu og myndavélabúnað í herbergjum sínum uppá á fleiri hundruð þúsunda króna. Það sem fer þó helst í taugarnar á öðrum föngum á Kvíabryggju er sá háttur þeirra að mæta ekki í matinn heldur bíða þar til aðrir eru búnir og koma þá fram með sérfæði sem þeim hefur verið fært af gestum sem þá heimsækja. Þrátt fyrir þetta er það ekki svo að bankamennirnir séu almennt illa liðnir, helst er að menn gefi Ólafi hornauga en samkvæmt heimildum Vísis telja fangarnir hann óskoraðan foringja þessa fjögurra manna „Kaupþingsklans“ á Kvíabryggju: „Hann er algjör boss.“Páll Winkel segir að þeir setji ekki verðmiða á mublur og hjól sem föngum er leyfilegt að hafa með sér á staðinn.visirFangar mega hjóla um svæðiðVísir bar þessi atriði undir fangelsismálastjórann og segir Páll Winkel þetta geta staðist. „Það er þannig að ef menn óska eftir því, þeir sem eru í í opnum fangelsum, og reyndar lokuðum líka að þeir geta látið mála klefana sína, og geta tekið með sér skrifstofustóla, græjur og þetta hefðbundna. Það má vel vera að þeir séu með dýrari týpuna. Það er alls ekki ólíklegt, ég bara veit það ekki. Menn geta einnig verið með litlar kaffivélar á herbergjum sínum og ég geri ráð fyrir því að þeir séu með það. Meginatriðið í þessu er að enginn fái að hafa það sem annar má ekki hafa. En misjafnt sem menn hvað draga með sér,“ segir Páll. Hvað varðar hjólin þá er það svo að fangar mega hjóla um svæðið, bæði á Kvíabryggju og Sogni og fangelsið útvegar ekki hjól. „En, ef menn vilja koma með hjól þá er það leyfilegt. Og aftur; hjól eru til á öllum verðbilum.“ Varðandi sérfæðið, þá þurfti Páll að kanna það sérstaklega, gæsluvarðhaldsfangar eiga rétt á því að fá til sín sérpantaðan mat en um er að ræða afplánunarfanga. Og á daginn kemur að menn mega, í opnu fangelsi, taka við nestispökkum svo fjölskyldan geti borðað saman ef svo ber undir. „Það er leitað í þessum pökkum, eftir hugsanlegu smygli, en það er ekkert út á það að setja. Meginatriðið er þetta að reglurnar séu þannig að ekki sé gert upp á milli fanga, sömu reglur. Eigi einhver einn rétt á að fá nestispakka eða gott hjól, þá gengur það yfir alla línu. Mikilvægi að það sé samræmi og ekki gert uppá milli. En við setjum ekki verðmiða á mubulur eða slíkt.“
Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Hafa aldrei rifist Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp