Bankastjóri Landsbankans: „Það er blússandi góðæri“ Aðalsteinn Kjartansson skrifar 6. desember 2015 19:59 „Ég held við getum sagt það að það er blússandi góðæri,“ sagði Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, í sjónvarpsþættinum Eyjunni á Stöð 2 í kvöld. „Við sjáum það að staða heimilanna er góð, lítið atvinnuleysi, mikill kaupmáttur, mikill hagvöxtur, skuldsetning eða eignastaða er orðin mjög góð ef við lítum til seinustu ára, sama er með fyrirtækin,“ sagði hann og bætti við að bjart væri fram undan og spár væru um hagvöxt á næstu árum.Góðir tímar á Íslandi „Ég held við séum að lifa góða tíma, svona ef við lítum á heildina,“ sagði hann og tók undir þegar Björn Ingi Hrafnsson þáttastjórnandi spurði hvort kreppan væri ekki búin þó nauðasamningar gömlu bankanna væru enn eftir og að fjármálafyrirtæki væru alltaf var við erfiðleika hjá fólki.120 milljarðar fara úr Landsbankanum þegar slitabúin verða gerð upp.Vísir/AndriSteinþór sagði að uppgjör föllnu bankanna muni hafa mikil á hrif. „Bara í Landsbankanum eigum við vona á því að 120 milljarðar fari bara út og þetta höfum við verið að undirbúa okkur fyrir. Seðlabankinn og FME hafa verið að skoða þetta, sérstaklega seðlabankinn, og við höfum verið að gangast undir álagspróf og þeirra ákvarðanir hafa væntanlega miðast við hvað þeir sáu í því,“ sagði Steinþór sem sagði nauðsynlegt að fara úr því ástandi sem nú er.Bankarnir verða að passa sig Björn Ingi spurði hvort að bankarnir hefðu lært af hruninu og því sem gerðist í aðdraganda þess. „Ég held að það sé gríðarlega mikilvægt að huga vel að því, að fara fram með ábyrgð,“ svaraði Steinþór. Steinþór var gestur Björns Inga í Eyjunni í kvöld.Vísir/Ernir„Ég held að það sé mikilvægt að sjá hvað fór úrskeiðis en það sem núna er öðruvísi er að staða fjármálafyrirtækja er allt önnur,“ sagði hann og sagði að umgjörð banka hefði verið breytt algjörlega eftir hrunið 2008. „Bankarnir verða að passa sig og þeir sem lána verða að passa sig,“ sagði hann. „Mér sýnist svolítið hugsunin hjá fyrirtækjum og heimilum er aðeins önnur en oft áður. Neyslan er ekki að vaxa eins mikið og við hefðum kannski átt von á, sparnaður er að vaxa og menn er uppteknir af því að skulda ekki of mikið. Við verðum að passa okkur en ég held að staðan sé allt önnur en hún hefur verið áður.“Alveg sama um verðtryggingunaSteinþór var einnig spurður út í verðtrygginguna og hvort að bankarnir væru að reyna að koma í veg fyrir að hún væri bönnuð eða afnumin. Því hafnaði hann. „Okkur er svo sem alveg sama með þessa verðtryggingu,“ sagði Steinþór. „Við teljum bara mikilvægt að viðskiptavinirnir hafi val.“ Benti hann á að raunvextir af verðtryggðu væru í raun lægri en af óverðtryggðum lánum í dag. „Verðtryggingin léttir greiðslubyrðina en á móti kemur að eignamyndunin er mun hægari,“ sagði hann. „Það er sama með þá sem eru í leigu, þeir eignast aldrei neitt, bara borga og borga jafnvel meira.“ „Við sem höfum kynnst verðbólgu í þessu landi – flest öll – erum svolítið mikið að velta fyrir okkur tvennu; hver eru raunvextirnir og hver er greiðslubyrðin,“ sagði hann og bætti við að þess vegna væru kannski margir sem veldu sér verðtryggð lán. Mest lesið Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
„Ég held við getum sagt það að það er blússandi góðæri,“ sagði Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, í sjónvarpsþættinum Eyjunni á Stöð 2 í kvöld. „Við sjáum það að staða heimilanna er góð, lítið atvinnuleysi, mikill kaupmáttur, mikill hagvöxtur, skuldsetning eða eignastaða er orðin mjög góð ef við lítum til seinustu ára, sama er með fyrirtækin,“ sagði hann og bætti við að bjart væri fram undan og spár væru um hagvöxt á næstu árum.Góðir tímar á Íslandi „Ég held við séum að lifa góða tíma, svona ef við lítum á heildina,“ sagði hann og tók undir þegar Björn Ingi Hrafnsson þáttastjórnandi spurði hvort kreppan væri ekki búin þó nauðasamningar gömlu bankanna væru enn eftir og að fjármálafyrirtæki væru alltaf var við erfiðleika hjá fólki.120 milljarðar fara úr Landsbankanum þegar slitabúin verða gerð upp.Vísir/AndriSteinþór sagði að uppgjör föllnu bankanna muni hafa mikil á hrif. „Bara í Landsbankanum eigum við vona á því að 120 milljarðar fari bara út og þetta höfum við verið að undirbúa okkur fyrir. Seðlabankinn og FME hafa verið að skoða þetta, sérstaklega seðlabankinn, og við höfum verið að gangast undir álagspróf og þeirra ákvarðanir hafa væntanlega miðast við hvað þeir sáu í því,“ sagði Steinþór sem sagði nauðsynlegt að fara úr því ástandi sem nú er.Bankarnir verða að passa sig Björn Ingi spurði hvort að bankarnir hefðu lært af hruninu og því sem gerðist í aðdraganda þess. „Ég held að það sé gríðarlega mikilvægt að huga vel að því, að fara fram með ábyrgð,“ svaraði Steinþór. Steinþór var gestur Björns Inga í Eyjunni í kvöld.Vísir/Ernir„Ég held að það sé mikilvægt að sjá hvað fór úrskeiðis en það sem núna er öðruvísi er að staða fjármálafyrirtækja er allt önnur,“ sagði hann og sagði að umgjörð banka hefði verið breytt algjörlega eftir hrunið 2008. „Bankarnir verða að passa sig og þeir sem lána verða að passa sig,“ sagði hann. „Mér sýnist svolítið hugsunin hjá fyrirtækjum og heimilum er aðeins önnur en oft áður. Neyslan er ekki að vaxa eins mikið og við hefðum kannski átt von á, sparnaður er að vaxa og menn er uppteknir af því að skulda ekki of mikið. Við verðum að passa okkur en ég held að staðan sé allt önnur en hún hefur verið áður.“Alveg sama um verðtryggingunaSteinþór var einnig spurður út í verðtrygginguna og hvort að bankarnir væru að reyna að koma í veg fyrir að hún væri bönnuð eða afnumin. Því hafnaði hann. „Okkur er svo sem alveg sama með þessa verðtryggingu,“ sagði Steinþór. „Við teljum bara mikilvægt að viðskiptavinirnir hafi val.“ Benti hann á að raunvextir af verðtryggðu væru í raun lægri en af óverðtryggðum lánum í dag. „Verðtryggingin léttir greiðslubyrðina en á móti kemur að eignamyndunin er mun hægari,“ sagði hann. „Það er sama með þá sem eru í leigu, þeir eignast aldrei neitt, bara borga og borga jafnvel meira.“ „Við sem höfum kynnst verðbólgu í þessu landi – flest öll – erum svolítið mikið að velta fyrir okkur tvennu; hver eru raunvextirnir og hver er greiðslubyrðin,“ sagði hann og bætti við að þess vegna væru kannski margir sem veldu sér verðtryggð lán.
Mest lesið Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira