Bankasýslan réði reynsluminnsta umsækjandann Erla Hlynsdóttir skrifar 2. október 2011 18:45 Páll Magnússon, nýráðinn forstjóri Bankasýslu ríkisins, er sá umsækjenda um starfið sem minnsta reynslu hefur af störfum fyrir fjármálastofnanir. Stjórnarformaður Bankasýslunnar neitar því að tengsl Páls við einkavæðingu bankanna sé ókostur fyrir starfið. Aðrir umsækjendur um stöðuna voru: - Karl Finnbogason sem starfar sem sérfræðingur hjá eignastýringu Bankasýslu ríkisins. Hann er með framhaldsmenntun í hagfræði og hefur um þriggja ára reynsla af stjórnunarstörfum hjá fjármálastofnunum. - Kolbrún Jónsdóttir viðskiptafræðingur. Hún situr í stjórn Íslandsbanka fyrir hönd Bankasýslu ríkisins og hefur rúmlega áratugs reynslu af stjórnunarstörfum hjá fjármálastofnunum - Ólafur Örn Ingólfsson hagfræðingur sótti einnig um. Hann hefur um 30 ára reynsla af störfum í fjármálastofnunum, stærstan hluta sem stjórnandi. Páll Magnússon er með BA í guðfræði og MPA í opinberri stjórnsýslu. Hann hefur sinnt fjölda trúnaðarstarfa fyrir Framsóknarflokkinn; var bæjarritari hjá Kópavogsbæ, sviðsstjóri stjórnsýslusviðs, aðstoðarmaður ráðherra og stjórnarmaður hjá Landsvirkjun. Af þessu er ljóst að Páll er með minnstu menntunina og minnstu reynsluna þegar kemur að störfum hjá fjármálastofnunum. „Það er rétt hjá þér að Páll skoraði ekki fremst umsækjenda á þessum sviði en heildarmatið var honum í vil en það eru margir þættir sem eru metnir," segir Þorsteinn Þorsteinsson, stjórnarformaður Bankasýslunnar. Það er stjórn stofnunarinnar sem sá alfarið um ráðninguna, í samvinnu við Capacent. Aðspurður segir Þorsteinn að það hafi ekki verið neitt eitt atriðið sem gerði útslagið vegna ráðningar Páls. „Nei, ég mynd ekki segja það hefði verið eitt kannski. Hann stóð sig mjög vel í viðtölum og kom vel fyrir og fékk mjög góðmeðmæli," segir hann. Þorsteinn nefnir sérstaklega að Páll hefur víðtæka reynslu úr stjórnkerfinu og það hafi vegið þungt. Trúnaðarstörf fyrir Framsóknarflokkinn eru áberandi á ferillsskrá Páls. Þorsteinn neitar því aðspurður að pólitík hafi ráðið för við ráðninguna. „Nei, það var alls ekki nein pólitík," segir hann. Páll var aðstoðarmaður Valgerðar Sverrisdóttur, fyrrverandi viðskiptaráðherra, þegar bankarnir voru einkavæddir.Nú er hann óneitanlega nokkuð tengdur einkavæðingunni og þessi einkavæðing var gagnrýnd í rannsóknarskýrslu Alþingis. Finnst þér þetta ekki óheppilegt? „Við ákváðum að líta ekki til þessa sérstaklega og töldum að við hefðum ekki rétt til þess í raun og veru að setja á hann neinn mínus fyrir þetta atriði sérstaklega," segir Þorsteinn. Ráðning Páls var í höndum þriggja stjórnarmanna Bankasýslunnar og fulltrúa frá Capacent. Þorsteinn segir að þessir aðilar hafi komið að ráðningarferlinu frá upphafi. Tengdar fréttir Páll ráðinn forstjóri Bankasýslu ríkisins Páll Magnússon bæjarritari Kópavogsbæjar hefur verið ráðinn forstjóri Bankasýslu ríkisins. Hann tekur við starfinu af Elínu Jónsdóttur, sem gegnt hefur starfi forstjóra frá því að stofununin hóf störf í ársbyrjun 2010. 30. september 2011 14:20 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Fleiri fréttir Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Sjá meira
Páll Magnússon, nýráðinn forstjóri Bankasýslu ríkisins, er sá umsækjenda um starfið sem minnsta reynslu hefur af störfum fyrir fjármálastofnanir. Stjórnarformaður Bankasýslunnar neitar því að tengsl Páls við einkavæðingu bankanna sé ókostur fyrir starfið. Aðrir umsækjendur um stöðuna voru: - Karl Finnbogason sem starfar sem sérfræðingur hjá eignastýringu Bankasýslu ríkisins. Hann er með framhaldsmenntun í hagfræði og hefur um þriggja ára reynsla af stjórnunarstörfum hjá fjármálastofnunum. - Kolbrún Jónsdóttir viðskiptafræðingur. Hún situr í stjórn Íslandsbanka fyrir hönd Bankasýslu ríkisins og hefur rúmlega áratugs reynslu af stjórnunarstörfum hjá fjármálastofnunum - Ólafur Örn Ingólfsson hagfræðingur sótti einnig um. Hann hefur um 30 ára reynsla af störfum í fjármálastofnunum, stærstan hluta sem stjórnandi. Páll Magnússon er með BA í guðfræði og MPA í opinberri stjórnsýslu. Hann hefur sinnt fjölda trúnaðarstarfa fyrir Framsóknarflokkinn; var bæjarritari hjá Kópavogsbæ, sviðsstjóri stjórnsýslusviðs, aðstoðarmaður ráðherra og stjórnarmaður hjá Landsvirkjun. Af þessu er ljóst að Páll er með minnstu menntunina og minnstu reynsluna þegar kemur að störfum hjá fjármálastofnunum. „Það er rétt hjá þér að Páll skoraði ekki fremst umsækjenda á þessum sviði en heildarmatið var honum í vil en það eru margir þættir sem eru metnir," segir Þorsteinn Þorsteinsson, stjórnarformaður Bankasýslunnar. Það er stjórn stofnunarinnar sem sá alfarið um ráðninguna, í samvinnu við Capacent. Aðspurður segir Þorsteinn að það hafi ekki verið neitt eitt atriðið sem gerði útslagið vegna ráðningar Páls. „Nei, ég mynd ekki segja það hefði verið eitt kannski. Hann stóð sig mjög vel í viðtölum og kom vel fyrir og fékk mjög góðmeðmæli," segir hann. Þorsteinn nefnir sérstaklega að Páll hefur víðtæka reynslu úr stjórnkerfinu og það hafi vegið þungt. Trúnaðarstörf fyrir Framsóknarflokkinn eru áberandi á ferillsskrá Páls. Þorsteinn neitar því aðspurður að pólitík hafi ráðið för við ráðninguna. „Nei, það var alls ekki nein pólitík," segir hann. Páll var aðstoðarmaður Valgerðar Sverrisdóttur, fyrrverandi viðskiptaráðherra, þegar bankarnir voru einkavæddir.Nú er hann óneitanlega nokkuð tengdur einkavæðingunni og þessi einkavæðing var gagnrýnd í rannsóknarskýrslu Alþingis. Finnst þér þetta ekki óheppilegt? „Við ákváðum að líta ekki til þessa sérstaklega og töldum að við hefðum ekki rétt til þess í raun og veru að setja á hann neinn mínus fyrir þetta atriði sérstaklega," segir Þorsteinn. Ráðning Páls var í höndum þriggja stjórnarmanna Bankasýslunnar og fulltrúa frá Capacent. Þorsteinn segir að þessir aðilar hafi komið að ráðningarferlinu frá upphafi.
Tengdar fréttir Páll ráðinn forstjóri Bankasýslu ríkisins Páll Magnússon bæjarritari Kópavogsbæjar hefur verið ráðinn forstjóri Bankasýslu ríkisins. Hann tekur við starfinu af Elínu Jónsdóttur, sem gegnt hefur starfi forstjóra frá því að stofununin hóf störf í ársbyrjun 2010. 30. september 2011 14:20 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Fleiri fréttir Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Sjá meira
Páll ráðinn forstjóri Bankasýslu ríkisins Páll Magnússon bæjarritari Kópavogsbæjar hefur verið ráðinn forstjóri Bankasýslu ríkisins. Hann tekur við starfinu af Elínu Jónsdóttur, sem gegnt hefur starfi forstjóra frá því að stofununin hóf störf í ársbyrjun 2010. 30. september 2011 14:20
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent