Innlent

Bann á stórar rútur í miðbænum

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Sumar götur í miðborginni eru einfaldlega taldar ófærar rútum.
Sumar götur í miðborginni eru einfaldlega taldar ófærar rútum. Fréttablaðið/GVA
Skipulagsráð Reykjavíkur hefur samþykkt að hámarkslengd hópbifreiða verði takmörkuð við átta metra á tilteknum svæðum í miðborginni.

„Þröngar götur miðborgar eru margar ófærar stórum hópbifreiðum,“ segir í tillögu samgöngustjóra borgarinnar sem skipulagsráðið samþykkti.

„Það er umhugsunarefni hve rík áhersla er lögð á að sækja farþega heim að dyrum á gististöðum hér í borginni. Með auknum fjölda ferðamanna er mikilvægt að nýta almenningssamgöngur meir til að flytja ferðafólk um borgina,“ segir samgöngustjóri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×