Bann við mismunun Margrét Steinarsdóttir skrifar 10. maí 2012 06:00 Jafnrétti er hornsteinn mannréttinda, sá grunnur sem viðhorf okkar og samfélag byggja á. Allir eru bornir frjálsir og jafnir og eiga kröfu á mannréttindum óháð kynþætti, litarafti, kynferði, trú/lífsskoðun, heilsufari, aldri, fötlun, stjórnmálaskoðunum, kynhneigð, kyngervi, þjóðernisuppruna, félagslegri stöðu eða öðrum aðstæðum. Þótt þetta hljómi einfalt og sjálfsagt eru réttindi tiltekinna hópa brotin um allan heim; þekkingarleysi og fordómar gera það að verkum að sumum eru veitt forréttindi á meðan tækifæri annarra til að njóta gæða samfélagsins eru takmörkuð, t.d. vegna hefða, trúarlegra kennisetninga og staðalmynda. Þótt margt hafi áunnist á Íslandi í jafnréttismálum, réttindi kvenna til að mynda aukin og samkynhneigðir hafi náð langt í sinni baráttu, þá eiga ýmsir samfélagshópar enn undir högg að sækja og geta ekki sótt rétt sinn telji þeir á sér brotið. Mannréttindaskrifstofa Íslands hefur um nokkurt skeið vakið athygli á því hversu ófullkomin íslensk jafnréttislöggjöf er þegar um er að tefla annars konar jafnrétti en kynjajafnrétti. Lögin eru afar brotakennd í samanburði við það sem kveðið er á um í Evrópurétti og þá löggjöf sem finna má í löndum sem Ísland ber sig helst saman við. Á Norðurlöndum er alls staðar að finna heildstæða jafnréttislöggjöf sem byggir m.a. á tilskipunum ESB um jafnrétti án tillits til kynþáttar eða þjóðernisuppruna (2000/43/EB), jafnrétti í atvinnulífi og starfi (2000/78/EB). Tilskipanir ESB kveða á um lágmarksréttindi en þær eru mikilvægur grunnur sem jafnréttislöggjöf í mestallri Evrópu byggir á. Í velferðarráðuneytinu fer nú fram vinna við innleiðingu framangreindra tilskipana. Verði þær innleiddar á fullnægjandi hátt má ætla að réttarstaða þeirra sem eiga undir högg að sækja vegna fyrrgreindra þátta batni til muna á Íslandi. Eitt þeirra rita um mannréttindi sem Mannréttindaskrifstofa Íslands hefur gefið út á síðustu árum er ritið Bann við mismunun. Fjallar það einkum um efni áðurnefndra tilskipana Evrópusambandsins og frumvarp að nýrri tilskipun um jafnrétti á víðum grunni. Tilgangur útgáfunnar er fyrst og fremst að kynna tilskipanir ESB um jafnrétti og þá hugmyndafræði sem liggur þeim að baki. Rit af þessum toga eru nauðsyn því til þess að geta beitt sér í þágu jafnréttis er brýnt að fólk þekki rétt sinn og skyldur og viti hvað felst í banni við mismunun. Bann við mismunun er aðgengilegt á heimasíðu Mannréttindaskrifstofu Íslands: www.humanrights.is og má einnig nálgast prentuð eintök á skrifstofunni að Túngötu 14. Ritið er ókeypis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Skoðun Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Iðkum nægjusemi, nýtum náttúruna Borghildur Gunnarsdóttir,Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hægt með krónunni? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson skrifar Sjá meira
Jafnrétti er hornsteinn mannréttinda, sá grunnur sem viðhorf okkar og samfélag byggja á. Allir eru bornir frjálsir og jafnir og eiga kröfu á mannréttindum óháð kynþætti, litarafti, kynferði, trú/lífsskoðun, heilsufari, aldri, fötlun, stjórnmálaskoðunum, kynhneigð, kyngervi, þjóðernisuppruna, félagslegri stöðu eða öðrum aðstæðum. Þótt þetta hljómi einfalt og sjálfsagt eru réttindi tiltekinna hópa brotin um allan heim; þekkingarleysi og fordómar gera það að verkum að sumum eru veitt forréttindi á meðan tækifæri annarra til að njóta gæða samfélagsins eru takmörkuð, t.d. vegna hefða, trúarlegra kennisetninga og staðalmynda. Þótt margt hafi áunnist á Íslandi í jafnréttismálum, réttindi kvenna til að mynda aukin og samkynhneigðir hafi náð langt í sinni baráttu, þá eiga ýmsir samfélagshópar enn undir högg að sækja og geta ekki sótt rétt sinn telji þeir á sér brotið. Mannréttindaskrifstofa Íslands hefur um nokkurt skeið vakið athygli á því hversu ófullkomin íslensk jafnréttislöggjöf er þegar um er að tefla annars konar jafnrétti en kynjajafnrétti. Lögin eru afar brotakennd í samanburði við það sem kveðið er á um í Evrópurétti og þá löggjöf sem finna má í löndum sem Ísland ber sig helst saman við. Á Norðurlöndum er alls staðar að finna heildstæða jafnréttislöggjöf sem byggir m.a. á tilskipunum ESB um jafnrétti án tillits til kynþáttar eða þjóðernisuppruna (2000/43/EB), jafnrétti í atvinnulífi og starfi (2000/78/EB). Tilskipanir ESB kveða á um lágmarksréttindi en þær eru mikilvægur grunnur sem jafnréttislöggjöf í mestallri Evrópu byggir á. Í velferðarráðuneytinu fer nú fram vinna við innleiðingu framangreindra tilskipana. Verði þær innleiddar á fullnægjandi hátt má ætla að réttarstaða þeirra sem eiga undir högg að sækja vegna fyrrgreindra þátta batni til muna á Íslandi. Eitt þeirra rita um mannréttindi sem Mannréttindaskrifstofa Íslands hefur gefið út á síðustu árum er ritið Bann við mismunun. Fjallar það einkum um efni áðurnefndra tilskipana Evrópusambandsins og frumvarp að nýrri tilskipun um jafnrétti á víðum grunni. Tilgangur útgáfunnar er fyrst og fremst að kynna tilskipanir ESB um jafnrétti og þá hugmyndafræði sem liggur þeim að baki. Rit af þessum toga eru nauðsyn því til þess að geta beitt sér í þágu jafnréttis er brýnt að fólk þekki rétt sinn og skyldur og viti hvað felst í banni við mismunun. Bann við mismunun er aðgengilegt á heimasíðu Mannréttindaskrifstofu Íslands: www.humanrights.is og má einnig nálgast prentuð eintök á skrifstofunni að Túngötu 14. Ritið er ókeypis.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun