Innlent

Banna sölu á mentólsígarettum

Kristján Hjálmarsson skrifar
Samkvæmt nýrri reglugerð Evrópuþingsins verða sígarettur með mentolbragði bannaðar.
Samkvæmt nýrri reglugerð Evrópuþingsins verða sígarettur með mentolbragði bannaðar.
Samkvæmt nýrri reglugerð um tóbaksvarnir sem samþykktar voru hjá Evrópuþinginu í dag verða bragðbættar sígarettur bannaðar, þar á meðal sígarettur með mentólbragði. Hugmyndin með banninu er að reyna að draga úr reykingum hjá ungu fólki.

Johann Thulin Johansen, sem rekur tóbaksbúðina Björk í Bankastræti, segir mentólsígarettur vera lítinn hluta af sígarettusölunni. Þó sé ákveðinn hópur sem vilji slíkar sígarettur en að hans áliti er það frekar eldra fólk sem sækir í mentól en það yngra.

"Mentól er alls ekki bragð sem höfðar sérstaklega til yngri reykingarmanna," segir Johann Thulin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×