Bannað að fullyrða að Apple fái ekki vírusa 17. febrúar 2011 09:16 Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur staðfest ákvörðun Neytendastofu frá desember síðastliðnum um að Skakkiturninn ehf. hefði brotið gegn ákvæðum laga um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu þar sem hann gat ekki fært sönnur á fullyrðinguna „engir vírusar" í auglýsingum fyrirtækisins á Apple fartölvum. Fyrirtækinu hefur verið bannað að auglýsa með þessum hætti. Málavextir eru þeir að í október sendi Neytendastofa Skakkaturninum bréf þar sem vísað var til auglýsingar Apple búðarinnar, sem rekin væri af fyrirtækinu, þar sem fullyrt var um MacBook 13" fartölvu. „Engir vírusar." Neytendastofa vildi þar vekja athygli Skakkaturnsins á að fyrirtæki þurfi að færa sönnur á fullyrðingar sem komi fram í auglýsingum. Bréfinu fylgdi einnig afrit af auglýsingu Apple í Bandaríkjunum á vírusvarnarforriti fyrir Apple Mac. Í svari Skakkaturnsins segir að allar tölvur sem afhentar séu frá fyrirtækinu beri enga vírusa, en þar sé um að ræða um 5 til 7 þúsund tölvu rá ári. . „Aldrei hafi komið upp sú staða að ein einasta vél hafi verið afhent viðskiptavini með vírus. Það sé það sem kærandi sé að vísa í. Í bréfinu segir síðan að hvað gerist á eftir, sé ekki gott að segja. Persónulega hafi sá fyrirsvarsmaður kæranda sem ritaði bréfið aldrei fengið vírus á sína tölvu og kærandi hafi sem þjónustuaðili Apple ekki fengið slík vandamál inn á sitt borð. Það að verkstæði sem fái mörg þúsund verkbeiðnir á ári skuli ekki uppgötva neina vírusa segi ansi mikla sögu og í rauninni alla söguna ef menn vilji elta ólar við það hvort vírus fari í Apple tölur eða ekki. ," segir í svarinu til Neytendastofu. Neytendastofa telur skýringarnar hins vegar villandi gagnvart neytendum. Þá er það mat bæði Neytendastofu og Póst- og fjarskiptastofnunar að ekkert kerfi sé fullkomlega öruggt gegn vírusum. „Og sennilega sé því þannig farið í lífinu að ekkert sé 100% öruggt nema dauðinn," segir í úrskurðinum. Skakkiturninn mótmælir þessu: „Ákvörðun Neytendastofu um að kæranda sé óheimilt að auglýsa Apple tölvur með „engir vírusar" hafi ekkert með raunverulega neytendavernd að gera, heldur sé aðeins lýsandi fyrir orðhengilshátt stofnunarinnar, sem virðist ekki líða að kostir einnar vöru umfram aðra sambærilega séu dregnir fram í auglýsingum með skemmtilegum hætti." Áfrýjunarnefnd staðfestir engu að síður úrskurð Neytendastofu og bann við því að auglýsa á umræddan hátt stendur. Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira
Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur staðfest ákvörðun Neytendastofu frá desember síðastliðnum um að Skakkiturninn ehf. hefði brotið gegn ákvæðum laga um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu þar sem hann gat ekki fært sönnur á fullyrðinguna „engir vírusar" í auglýsingum fyrirtækisins á Apple fartölvum. Fyrirtækinu hefur verið bannað að auglýsa með þessum hætti. Málavextir eru þeir að í október sendi Neytendastofa Skakkaturninum bréf þar sem vísað var til auglýsingar Apple búðarinnar, sem rekin væri af fyrirtækinu, þar sem fullyrt var um MacBook 13" fartölvu. „Engir vírusar." Neytendastofa vildi þar vekja athygli Skakkaturnsins á að fyrirtæki þurfi að færa sönnur á fullyrðingar sem komi fram í auglýsingum. Bréfinu fylgdi einnig afrit af auglýsingu Apple í Bandaríkjunum á vírusvarnarforriti fyrir Apple Mac. Í svari Skakkaturnsins segir að allar tölvur sem afhentar séu frá fyrirtækinu beri enga vírusa, en þar sé um að ræða um 5 til 7 þúsund tölvu rá ári. . „Aldrei hafi komið upp sú staða að ein einasta vél hafi verið afhent viðskiptavini með vírus. Það sé það sem kærandi sé að vísa í. Í bréfinu segir síðan að hvað gerist á eftir, sé ekki gott að segja. Persónulega hafi sá fyrirsvarsmaður kæranda sem ritaði bréfið aldrei fengið vírus á sína tölvu og kærandi hafi sem þjónustuaðili Apple ekki fengið slík vandamál inn á sitt borð. Það að verkstæði sem fái mörg þúsund verkbeiðnir á ári skuli ekki uppgötva neina vírusa segi ansi mikla sögu og í rauninni alla söguna ef menn vilji elta ólar við það hvort vírus fari í Apple tölur eða ekki. ," segir í svarinu til Neytendastofu. Neytendastofa telur skýringarnar hins vegar villandi gagnvart neytendum. Þá er það mat bæði Neytendastofu og Póst- og fjarskiptastofnunar að ekkert kerfi sé fullkomlega öruggt gegn vírusum. „Og sennilega sé því þannig farið í lífinu að ekkert sé 100% öruggt nema dauðinn," segir í úrskurðinum. Skakkiturninn mótmælir þessu: „Ákvörðun Neytendastofu um að kæranda sé óheimilt að auglýsa Apple tölvur með „engir vírusar" hafi ekkert með raunverulega neytendavernd að gera, heldur sé aðeins lýsandi fyrir orðhengilshátt stofnunarinnar, sem virðist ekki líða að kostir einnar vöru umfram aðra sambærilega séu dregnir fram í auglýsingum með skemmtilegum hætti." Áfrýjunarnefnd staðfestir engu að síður úrskurð Neytendastofu og bann við því að auglýsa á umræddan hátt stendur.
Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira