Bannað að fullyrða að Apple fái ekki vírusa 17. febrúar 2011 09:16 Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur staðfest ákvörðun Neytendastofu frá desember síðastliðnum um að Skakkiturninn ehf. hefði brotið gegn ákvæðum laga um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu þar sem hann gat ekki fært sönnur á fullyrðinguna „engir vírusar" í auglýsingum fyrirtækisins á Apple fartölvum. Fyrirtækinu hefur verið bannað að auglýsa með þessum hætti. Málavextir eru þeir að í október sendi Neytendastofa Skakkaturninum bréf þar sem vísað var til auglýsingar Apple búðarinnar, sem rekin væri af fyrirtækinu, þar sem fullyrt var um MacBook 13" fartölvu. „Engir vírusar." Neytendastofa vildi þar vekja athygli Skakkaturnsins á að fyrirtæki þurfi að færa sönnur á fullyrðingar sem komi fram í auglýsingum. Bréfinu fylgdi einnig afrit af auglýsingu Apple í Bandaríkjunum á vírusvarnarforriti fyrir Apple Mac. Í svari Skakkaturnsins segir að allar tölvur sem afhentar séu frá fyrirtækinu beri enga vírusa, en þar sé um að ræða um 5 til 7 þúsund tölvu rá ári. . „Aldrei hafi komið upp sú staða að ein einasta vél hafi verið afhent viðskiptavini með vírus. Það sé það sem kærandi sé að vísa í. Í bréfinu segir síðan að hvað gerist á eftir, sé ekki gott að segja. Persónulega hafi sá fyrirsvarsmaður kæranda sem ritaði bréfið aldrei fengið vírus á sína tölvu og kærandi hafi sem þjónustuaðili Apple ekki fengið slík vandamál inn á sitt borð. Það að verkstæði sem fái mörg þúsund verkbeiðnir á ári skuli ekki uppgötva neina vírusa segi ansi mikla sögu og í rauninni alla söguna ef menn vilji elta ólar við það hvort vírus fari í Apple tölur eða ekki. ," segir í svarinu til Neytendastofu. Neytendastofa telur skýringarnar hins vegar villandi gagnvart neytendum. Þá er það mat bæði Neytendastofu og Póst- og fjarskiptastofnunar að ekkert kerfi sé fullkomlega öruggt gegn vírusum. „Og sennilega sé því þannig farið í lífinu að ekkert sé 100% öruggt nema dauðinn," segir í úrskurðinum. Skakkiturninn mótmælir þessu: „Ákvörðun Neytendastofu um að kæranda sé óheimilt að auglýsa Apple tölvur með „engir vírusar" hafi ekkert með raunverulega neytendavernd að gera, heldur sé aðeins lýsandi fyrir orðhengilshátt stofnunarinnar, sem virðist ekki líða að kostir einnar vöru umfram aðra sambærilega séu dregnir fram í auglýsingum með skemmtilegum hætti." Áfrýjunarnefnd staðfestir engu að síður úrskurð Neytendastofu og bann við því að auglýsa á umræddan hátt stendur. Mest lesið „Fólk er að deyja út af þessu“ Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Fleiri fréttir Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu „Fólk er að deyja út af þessu“ Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Sjá meira
Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur staðfest ákvörðun Neytendastofu frá desember síðastliðnum um að Skakkiturninn ehf. hefði brotið gegn ákvæðum laga um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu þar sem hann gat ekki fært sönnur á fullyrðinguna „engir vírusar" í auglýsingum fyrirtækisins á Apple fartölvum. Fyrirtækinu hefur verið bannað að auglýsa með þessum hætti. Málavextir eru þeir að í október sendi Neytendastofa Skakkaturninum bréf þar sem vísað var til auglýsingar Apple búðarinnar, sem rekin væri af fyrirtækinu, þar sem fullyrt var um MacBook 13" fartölvu. „Engir vírusar." Neytendastofa vildi þar vekja athygli Skakkaturnsins á að fyrirtæki þurfi að færa sönnur á fullyrðingar sem komi fram í auglýsingum. Bréfinu fylgdi einnig afrit af auglýsingu Apple í Bandaríkjunum á vírusvarnarforriti fyrir Apple Mac. Í svari Skakkaturnsins segir að allar tölvur sem afhentar séu frá fyrirtækinu beri enga vírusa, en þar sé um að ræða um 5 til 7 þúsund tölvu rá ári. . „Aldrei hafi komið upp sú staða að ein einasta vél hafi verið afhent viðskiptavini með vírus. Það sé það sem kærandi sé að vísa í. Í bréfinu segir síðan að hvað gerist á eftir, sé ekki gott að segja. Persónulega hafi sá fyrirsvarsmaður kæranda sem ritaði bréfið aldrei fengið vírus á sína tölvu og kærandi hafi sem þjónustuaðili Apple ekki fengið slík vandamál inn á sitt borð. Það að verkstæði sem fái mörg þúsund verkbeiðnir á ári skuli ekki uppgötva neina vírusa segi ansi mikla sögu og í rauninni alla söguna ef menn vilji elta ólar við það hvort vírus fari í Apple tölur eða ekki. ," segir í svarinu til Neytendastofu. Neytendastofa telur skýringarnar hins vegar villandi gagnvart neytendum. Þá er það mat bæði Neytendastofu og Póst- og fjarskiptastofnunar að ekkert kerfi sé fullkomlega öruggt gegn vírusum. „Og sennilega sé því þannig farið í lífinu að ekkert sé 100% öruggt nema dauðinn," segir í úrskurðinum. Skakkiturninn mótmælir þessu: „Ákvörðun Neytendastofu um að kæranda sé óheimilt að auglýsa Apple tölvur með „engir vírusar" hafi ekkert með raunverulega neytendavernd að gera, heldur sé aðeins lýsandi fyrir orðhengilshátt stofnunarinnar, sem virðist ekki líða að kostir einnar vöru umfram aðra sambærilega séu dregnir fram í auglýsingum með skemmtilegum hætti." Áfrýjunarnefnd staðfestir engu að síður úrskurð Neytendastofu og bann við því að auglýsa á umræddan hátt stendur.
Mest lesið „Fólk er að deyja út af þessu“ Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Fleiri fréttir Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu „Fólk er að deyja út af þessu“ Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Sjá meira