Bannað að mismuna eftir trúarbrögðum 24. febrúar 2013 09:20 Ásdís Halla Bragadóttir, Sjálfstæðismaður og fyrrum bæjarstjóri í Garðabæ, segir að Landsfundur flokks síns þurfi að afturkalla ályktun um kristin gildi sem samþykkt var á fundinum í gær. Í ályktuninni, sem allsherjar- og menntamálanefnd fundarins lagði grunn að í gær, segir að „kristin gildi séu þjóðinni til góðs nú sem aldrei fyrr". Mikilvægt sé að ríkisvaldið standi full skil á félagsgjöldum (sóknargjöldum) til þjóðkirkjunnar og annarra trúfélaga. „Öll lagasetning skal ávallt taka mið af kristnum gildum og hefðum þegar það á við." Ásdís Halla var ekki viðstödd umræðu um ályktunina á fundinum í gær. Hún hafði hins vegar lesið fréttir af henni í fjölmiðlum og tjáði sig á Facebook í kjölfarið. „Í sjálfri stjórnarskránni er lagt bann við því að fólki sé mismunað eftir trúarbrögðum. Ályktun þar sem kveðið er á um það að ,,kristin gildi ráði við lagasetningu" stenst ekki stjórnarskrá og hana þarf Landsfundur Sjálfstæðisflokksins að afturkalla með afgerandi hætti!" Í 64. grein Stjórnarskrár segir: Enginn má neins í missa af borgaralegum og þjóðlegum réttindum fyrir sakir trúarbragða sinna... Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður Heimdallar (félags ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík, lagði til á fundinum í gær fyrir hönd ungra Sjálfstæðismanna að setningin varðandi kristin gildi yrðu felld niður. Var breytingartillagan lögð fyrir fundinn en felld eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi frá fundinum sem Lára Hanna Einarsdóttir tók saman. Áslaug Arna ítrekaði skoðun sína á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi þar sem hún sagðist vera hneyksluð á ályktun fundarins. „Lagasetning á aldrei að taka mið af trúarbrögðum og þingmenn eiga alltaf að vera þingmenn einstaklinga ekki trúarbragða." Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira
Ásdís Halla Bragadóttir, Sjálfstæðismaður og fyrrum bæjarstjóri í Garðabæ, segir að Landsfundur flokks síns þurfi að afturkalla ályktun um kristin gildi sem samþykkt var á fundinum í gær. Í ályktuninni, sem allsherjar- og menntamálanefnd fundarins lagði grunn að í gær, segir að „kristin gildi séu þjóðinni til góðs nú sem aldrei fyrr". Mikilvægt sé að ríkisvaldið standi full skil á félagsgjöldum (sóknargjöldum) til þjóðkirkjunnar og annarra trúfélaga. „Öll lagasetning skal ávallt taka mið af kristnum gildum og hefðum þegar það á við." Ásdís Halla var ekki viðstödd umræðu um ályktunina á fundinum í gær. Hún hafði hins vegar lesið fréttir af henni í fjölmiðlum og tjáði sig á Facebook í kjölfarið. „Í sjálfri stjórnarskránni er lagt bann við því að fólki sé mismunað eftir trúarbrögðum. Ályktun þar sem kveðið er á um það að ,,kristin gildi ráði við lagasetningu" stenst ekki stjórnarskrá og hana þarf Landsfundur Sjálfstæðisflokksins að afturkalla með afgerandi hætti!" Í 64. grein Stjórnarskrár segir: Enginn má neins í missa af borgaralegum og þjóðlegum réttindum fyrir sakir trúarbragða sinna... Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður Heimdallar (félags ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík, lagði til á fundinum í gær fyrir hönd ungra Sjálfstæðismanna að setningin varðandi kristin gildi yrðu felld niður. Var breytingartillagan lögð fyrir fundinn en felld eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi frá fundinum sem Lára Hanna Einarsdóttir tók saman. Áslaug Arna ítrekaði skoðun sína á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi þar sem hún sagðist vera hneyksluð á ályktun fundarins. „Lagasetning á aldrei að taka mið af trúarbrögðum og þingmenn eiga alltaf að vera þingmenn einstaklinga ekki trúarbragða."
Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira