Lestarstjórar sem aka Roslagsbanan í Stokkhólmi í Svíþjóð mega vera í stuttbuxum við vinnu sína. Yfirmenn þeirra skiptu um skoðun eftir að fjöldi erlendra fjölmiðla greindi frá því að lestarstjórarnir hefðu mætt í pilsi til vinnu í um það bil tvær vikur.
Lestarstjórarnir vildu með því mótmæla banninu við stuttbuxum. Þeir sögðu að þeim væri alltof heitt í síðbuxum á sólríkum dögum.
Þegar lestarstjórarnir mættu í pilsi höfðu sænskir fjölmiðlar það eftir upplýsingafulltrúa fyrirtækis þeirra að ekki væri hægt að banna þeim það.
Banni við stuttbuxum aflétt í Stokkhólmi
